Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 90
21. maí 2011 LAUGARDAGUR58 Tónlist ★★★★ Ástin og lífið 1971 - 2001 Magnús og Jóhann Ástin og lífið 1971-2011 er tvö- föld ferilsplata með lögum eftir Jóhann Helgason og Magnús Þór Sigmundsson. Hún kemur út í tilefni af því að fjörutíu ár eru liðin frá því að þeir hófu að starfa saman, en fyrsta plata þeirra félaga, sem hét einfald- lega Magnús og Jóhann, kom út árið 1972. Þeir eru báðir afburða lagasmiðir og þess vegna er ekki erfitt að finna fjörutíu lög eftir þá fyrir safnplötu af þessu tagi. Flest lögin á Ástin og lífið eru vel þekkt og kalla fram minningar hjá íslenskum hlustendum. Þeir Magnús og Jóhann hafa að sjálfsögðu ekki starfað saman sem dúett samfellt í fjörutíu ár, en þeir hafa haldið sambandinu og haldið tónleika og gefið út plöt- ur saman af og til. Þeir hafa samt aldrei samið lög saman. Á Ástin og lífið er jafnvægið fullkomið. Tíu lög eru á hvorum diski, tíu eftir Magnús og tíu eftir Jóhann. Bæði Magnús og Jóhann hafa samið mörg lög sem hafa náð vin- sældum í flutningi annarra tón- listarmanna. Við getum nefnt sem dæmi Söknuð sem Vilhjálm- ur Vilhjálmsson söng, Start-lagið Seinna meir, Í Reykjavíkurborg sem Þú og ég flutti og Ást sem Ragnheiður Gröndal söng. Þeir hafa líka sjálfir sungið marga smelli, bæði saman sem Magnús og Jóhann, með Change og á þeim sólóplötum sem þeir hafa sent frá sér. Ástin og lífið er hugsuð sem lagahöfunda- og söngvaraplata og þess vegna eru þau lög sem þeir sjálfir sungu hér í sinni upp- runalegu mynd, en þau sem aðrir gerðu fræg eru endurhljóðrituð, nokkur þeirra sérstaklega fyrir þessa útgáfu. Þetta þýðir að lög eins og Mary Jane, Yakety Yak Smackety Smack, Ástin og lífið, Álfar, Take Your Time, She‘s Done It Again, Jörðin sem ég ann og Blue Jean Queen eru hér í þeim útgáfum sem allir þekkja, en Söknuður og Seinna meir í nýjum útgáfum. Auk þess eru tvö ný lög, eitt eftir hvorn höfund. Almennt séð er ég mjög fylgjandi því að uppruna- legar útgáfur séu notaðar á fer- ilsplötum af þessu tagi, en sú millileið sem hér er farin kemur mjög vel út og gefur pakkanum sterkari heildarmynd. Tónlistarlega hafa þeir félagar komið víða við. Einhvers konar þjóðlagapopp er áberandi og mis- dramatískar ballöður, en þarna er líka tölvupopp frá níunda ára- tugnum og rokk. Á heildina litið er þetta frá- bært safn. Útgáfan er líka glæsi- leg. Hönnunin er flott og í fjöru- tíu blaðsíðna bæklingi sem fylgir eru allir textarnir og upplýsingar um hvert lag fyrir sig, auk ljós- mynda og skemmtilegs og fræð- andi texta um þá félaga eftir Steinar Berg Ísleifsson. Ómiss- andi pakki fyrir íslenska popp- aðdáendur. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Glæsileg ferilsplata með tveimur af bestu lagasmiðum Íslandssögunnar. Melódískir meistarar Söngkonan Cheryl Cole á að hafa hætt með kærasta sínum, dansar- anum Derek Hough. Cole flutti nýverið til Los Angeles, þar sem hún sest í eitt dómarasætið í bandarísku X Factor þáttunum. „Cheryl tilkynnti Derek að sam- bandinu væri lokið stuttu eftir að hún flutti til Los Angeles. Þetta tók mjög á Derek því hann hafði stutt hana eftir skilnaðinn hennar og þegar hún veiktist af mal- aríu,“ var haft eftir heimildarmanni. „Honum finnst hann svikinn og finnst sem Cher yl hafi notað hann. Cheryl er mjög metnaðargjörn og gullfalleg, ég held það sé bara tíma- spursmál hve- nær hún verð- ur komin með heimsfræga stjörnu upp á arminn.“ Laus og liðug HVÍTIR MIÐALDRA KARLAR Í VANDA CHARLIE SHEEN (45 ÁRA) Charlie Sheen blótaði öllum í sand og ösku, hann trúði því auðvitað staðfastlega að sjónvarpsþátturinn Two and a Half Men gæti aldrei haldið áfram án hans. Hann gæti því hagað sér eins og hann vildi. En Sheen las spilin vitlaust, honum var sparkað og í ljós er komið að framleiðendur þáttanna sýndu honum einstaka þolinmæði, lánuðu honum tíu milljónir dala og þar fram eftir götunum. Svo fór auðvitað að Sheen fékk sparkið og Ashton Kutcher var fenginn til að hlaupa í skarðið. ARNOLD SCHWARZENEGGER (63 ÁRA) Arnold Schwarzeneg- ger var ein dáðasta kvikmyndastjarna heims áður en hann sneri sér, fremur óvænt, að því að stjórna áttunda stærsta efnahags- kerfi heims. Addi Svakanaggur, eins og hann er gjarnan kallaður í Andrésblöð- unum, hafði yfir sér ímynd hins fullkomna fjölskylduföður, giftur inn í eina elskuðustu fjölskyldu Ameríku; Kennedy- fjölskylduna. En Arnold þreifst ekki með einni konu, egó hans hafði víst taumlausa þörf fyrir að hlaupa af sér hornin og síðustu fréttir benda til þess að þerna á heimili þeirra hjóna hafi síður en svo verið eina ástkona kraftakarlsins. DOMINIQUE STRAUSS-KAHN (62 ÁRA) Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var handtekinn í New York fyrir að nauðga hótel- þernu. Hann var leiddur í járnum fyrir dómara í New York og látinn dúsa í einangrunarklefa á Rikers Island, þeim alræmda stað, en gengur nú laus gegn tryggingu. Í kjölfarið byrjuðu ormarnir að skríða upp úr gryfjunni sinni; honum var lýst eins og kynóðum simpansa, blaðakonur í Frakklandi viður- kenndu að þær þyrðu ekki að ræða við hann einslega og loks viðurkenndi dóttir guðdóttur framkvæmda- stjórans að hann hefði reynt að þröngva henni til samræðis við sig. Dominique Strauss-Kahn er enginn venjulegur bankamaður; hann hefur verið heilinn í baráttunni gegn heimskreppunni og var sterklega orðaður við forsetaembætti Frakklands. LARS VON TRIER (55 ÁRA) Lars Von Trier er einn hæfi- leikaríkasti leikstjóri Evrópu. Kvikmyndum hans hefur verið hampað og hrósað af elítunni á kvikmyndahá- tíðum og stjörnurnar frá Holly- wood sækjast eftir að vinna með honum. En sá tími gæti verið liðinn því Trier er búinn að koma sér út úr húsi hjá þeirri hátíð sem hefur dáð hann hvað heitast: Cannes. Ummæli hans um nasista, Adolf Hitler og Albert Speer vöktu sterk viðbrögð og framkvæmda- stjórnin ákvað loks að henda honum út. MEL GIBSON (55 ÁRA) Mel Gibson og vandræði hans hafa verið til staðar síðastliðið ár. Hann hefur staðið í heiftarlegri for- ræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína og verið grunaður um að hafa beitt hana heimilisof- beldi. Hann var hand- tekinn fyrir að keyra fullur og jós úr skálum reiði sinnar yfir gyðinga og þeirra fólk. Gibson stóð þá á hátindi ferils síns, var nánast ósnertanlegur og gat gert kvikmyndir á óskiljanlegum tungumálum en nú vill enginn ráða hann nema í b-spennumyndir. Mel Gibson, Lars Von Trier, Dominique Strauss Kahn, Charlie Sheen og Arnold Schwarzenegger. Allir eiga þessir menn það sameiginlegt að hafa haldið, á einum tíma- punkti, að vald þeirra væri ótakmarkað, ímynd þeirra óhagganleg og þeir sjálfir ósnertanlegir. Annað hefur komið á daginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.