Fréttablaðið - 21.05.2011, Page 94

Fréttablaðið - 21.05.2011, Page 94
21. maí 2011 LAUGARDAGUR62 sport@frettabladid.is EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN verður samkvæmt heimildum fótbolta.net í landsliðshópi Ólafs Jóhannessonar fyrir leikinn við Dani í undankeppni EM sem fer fram á Laugardalsvellinum 4. júní. Ólafur hefur ekki valið Eið Smára í undanförnum tveimur leikjum en Eiður spilaði sinn 63. og síðasta landsleik á móti Portúgal í október síðastliðnum. Eiður Smári hfur spilað 14 af 34 landsleikjum í boði síðan Ólafur tók við landsliðinu í árslok 2007. HANDBOLTI „Dagurinn sem maður hefur forðast að ræða um ansi lengi er kominn. Fyrir fyrri leik- inn var ekki neitt talað um þann leik heldur voru allir að tala um þennan leik. Maður hefur því reynt að tala sem minnst um hann,“ sagði Arnór Atlason, fyr- irliði AG Köbenhavn, en lið hans og Snorra Steins Guðjónssonar vann fyrsta leikinn og getur orðið meistari með sigri á Parken í dag. „Þetta verður alveg geggjað. Við fórum á Parken í dag [í gær] og þar var enn grænn knattspyrnu- völlur þannig að það var erfitt að ímynda sér hvernig þetta verður þegar handboltavöllurinn er kom- inn í staðinn,“ sagði Arnór. Starfs- menn verða á fullu í allan dag að gera völlinn kláran en leikurinn hefst klukkan 14 og er í beinni á RÚV. Arnór segir að það hafi verið verk að vinna hjá þjálfarateymi AGK að halda mönnum við efnið í vikunni og hugsa um leikinn en ekki alla þessa umgjörð. Ekki er skrifað eða rætt um neitt annað en þetta heimsmet sem verður sett. Gamla metið er 31 þúsund manns og var sett í Þýskalandi árið 2004. „Það var rosaleg pressa á okkur að vinna fyrsta leikinn svo það yrði raunhæfur mögu- leiki að verða meistari á Parken. Sem betur fer tókst það. Krafan um sigur í þessum leik er ekki síðri, enda vilja forráðamennirn- ir að bikarinn fari á loft í þess- ari mögnuðu umgjörð. Það væri leiðinlegt að klúðra leiknum. Það verður líklega allt brjálað ef við töpum. Við vitum ekki hvað ger- ist ef við töpum. Ég veit ekki einu sinni hvar oddaleikurinn verður ef það þarf að spila hann,“ sagði Arnór og bætti við að leikmenn hefðu hreinlega ekki mátt ræða um Parken í fjölmiðlum. „Við erum með reynslumik- ið lið þar sem menn hafa spila í úrslitum Meistaradeildar sem og á Ólympíuleikunum. Þessi sama reynsla er ekki til staðar hjá and- stæðingnum, þannig að þessi umgjörð ætti frekar að hjálpa okkur en þeim,“ sagði Arnór, en leikmenn hafa þrátt fyrir allt ekki getað forðast umræðuna um þennan merkilega leik enda er hún mikil. „Þetta er í öllum blöðum. Svo er leikurinn sýndur víða um heim og það segir meira en mörg orð um hversu stór viðburður þetta er. Það er nákvæmlega það sem okkar ágæti eigandi [Jesper Niel- sen, innsk. blm.] vill. Honum hefur tekist að gera leikinn stór- an og félagið þekkt,“ sagði Arnór, en margir hlógu dátt þegar Niel- sen sagðist ætla að fylla Parken. Arnór lék áður með FCK í Kaupmannahöfn en það félag sameinaðist AG og úr varð ofur- liðið AGK. Arnór varð meistari með FCK fyrir tveim árum og þá var ekki hægt að fylla 1.500 manna höll í úrslitunum. Fari svo að AGK vinni leikinn mun það koma í hlut Arnórs að lyfta bikarnum enda er hann fyr- irliði liðsins. Það væri stór stund fyrir þennan geðuga strák frá Akureyri. „Það væri toppurinn. Ég hugsa ekki um annað enda er það mark- miðið. Þetta verður rosalega gaman en ég geri mér grein fyrir að það þarf að spila sextíu mínút- ur af handbolta áður en sá draum- ur rætist. Ég ætla líka að njóta dagsins enda er þetta stór dagur fyrir handboltann.“ henry@frettabladid.is Yrði toppurinn að lyfta bikarnum Einstakur handboltaviðburður fer fram á knattspyrnuleikvanginum Parken í dag. Þá tekur Íslendingaliðið AG Köbenhavn á móti Bjerringbro-Silkeborg í úrslitum danska handboltans. Heimsmet verður sett á leiknum en 38 þúsund áhorfendur munu mæta. Arnór Atlason fær hugsanlega að lyfta bikar í leikslok. LYFTIR HANN BIKARNUM? Arnór Atlason gæti lyft meistarabikarnum í Danmörku fyrir framan 38 þúsund manns í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN Fallslagurinn í fyrirrúmi í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni: Fimm lið geta fallið á morgun SKRAUTLEGUR Ian Holloway, stjóri Blackburn, á erfitt verkefni fyrir höndum í lokaumferðinni. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á morgun og mun athyglin fyrst og fremst bein- ast að fallbaráttunni. West Ham féll um síðustu helgi en á morgun ræðst hvaða tvö lið falla með liðinu í ensku B-deildina. Spennan er mikil, þar sem aðeins eitt stig skilur að fimm næstu lið fyrir ofan West Ham. Þau eru Black- burn og Wolves, sem bæði eru með 40 stig, auk Birm- ingham, Blackpool og Wigan sem eru öll með 39 stig. Tvö liðanna, Wolves og Blackburn, mætast innbyrð- is og ljóst að jafntefli mun duga hvorugu liðinu ef hin liðin þrjú vinna sína leiki. Þau gætu þó bæði sloppið ef úrslit annarra leikja verða hagstæð. Verkefni hinna þriggja liðanna eru mismunandi erfið en öll eiga þó útileiki. Wigan mætir Stoke, Birm- ingham fer í heimsókn til Tottenham og Blackpool þarf að fara á Old Trafford, þar sem Manchester Unit- ed hefur ekki tapað leik í deildinni á tímabilinu. Það munar einnig litlu á markatölu liðanna og ekki ólík- legt að hún muni á endanum hafa mikið að segja. Stoke hefur að litlu að keppa þar sem liðið siglir lygnan sjó um miðja deild en Tottenham þarf helst að vinna sinn leik til að komast í Evrópudeildina á næsta tímabili. United er vitaskuld þegar orðið meistari og hefur helst verið rætt um hvort að stjóri liðsins, Sir Alex Ferguson, muni stilla upp sínu sterkasta liði á morgun. „Edwin van der Sar, Darren Fletcher, Patrice Evra, Paul Scholes, Anderson og Dimitar Berbatov munu spila,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla í gær en hann hefur vitaskuld annað augað á úrslitaleiknum gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu eftir viku. Hann sagðist þó vilja klára tímabilið í ensku úrvals- deildinni með sigri. Leikirnir í lokaumferðinni fara allir fram á sama tíma en þeir hefjast klukkan 15.00 á morgun. QPR og Norwich eru komin upp í ensku úrvalsdeild- ina og annað hvort Swansea eða Reading mun fylgja þeim í deild þeirra bestu. - esá Fallbaráttan í lokaumferðinni Leikirnir: Wolves - Blackburn Stoke - Wigan Tottenham - Birmingham Manchester United - Blackpool Staðan (leikir, markat., stig): Blackburn 37 -14 40 Wolves 37 -19 40 Birmingham 37 -20 39 Blackpool 37 -21 39 Wigan 37 -22 39 West Ham 37 -24 33 FÓTBOLTI Það er áætluð heil umferð í Pepsi-deild karla á morgun þótt það sé enn óvissa í kringum leik Þórs og FH fyrir norðan vegna slæmra vallar- og veðurskilyrða. Þór og FH eiga að hefja umferðina klukkan 17.00. Valsmenn fá nágranna sína í Fram í heimsókn en sjö rauð spjöld fóru á loft þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í vetur. Valsmenn hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum og Fram hefur aðeins náð í 1 stig af 12 mögulegum. Topplið KR sækir Stjörnuna heima á gervigrasið í Garðabæ en Stjörnumenn hafa unnið tvo úti- leiki í röð og eru í 3. sæti. Liðin mætast síðan aftur í bikarnum í næstu viku. Keflvíkingar taka á móti ÍBV í beinni á Stöð 2 Sport en það má búast við miklum markaleik ef marka má síðustu þrjá leiki lið- anna í Keflavík í efstu deild en Keflavík hefur unnið þá alla þrjá með markatölunni 16-4. Víkingar taka síðan á móti Grindavík í Víkinni og Blikar fá Fylkismenn í heimsókn á Kópa- vogsvöll. Allir leikirnir hefj- ast klukkan 19.15 nema Þór-FH (17.00) og Keflavík-ÍBV sem hefst klukkan 20.00. - óój Pepsi-deild karla í fótbolta: Enn hiti á milli Vals og Fram? FENGU RAUTT Guðjón Pétur Lýðsson og Halldór Kristinn Halldórsson fengu báðir rautt þegar Valur og Fram mættust síðast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.