Fréttablaðið - 21.05.2011, Page 102

Fréttablaðið - 21.05.2011, Page 102
21. maí 2011 LAUGARDAGUR70 PERSÓNAN „Lajoie var svo hrifinn af því hvað við Íslendingar fílum grófan húmor,“ segir grínistinn Þórhallur Þórhallsson. Kanadíski grínistinn og You- tube-stjarnan Jon Lajoie kom fram í Háskólabíói í síðustu viku. Þórhall- ur hitaði upp fyrir Lajoie og fékk hann einnig til að leika með sér í stuttu myndbandi sem hann birti á Youtube. „Ég ákvað að nýta tæki- færið á meðan hann var hérna og fá hann til að sprella með mér,“ segir Þórhallur. „Hann var meira en til í það. Ekkert vandamál. Þar sem hann byrjaði feril sinn á Youtube vissi ég að hann væri til í þetta.“ Lajoie hefur notið gríðarlegra vinsælda á Youtube og myndbönd hans hafa fengið hátt í 300 millj- ón áhorf. Þórhallur segir Lajoie hafa lofað að benda á myndbandið sem þeir léku í saman á Youtube- síðu sinni, sem ætti að tryggja því mörg áhorf. „Ég er búinn að fylgj- ast með honum lengi, þannig að ég er þrælmontinn yfir að hafa náð að plata hann í þetta,“ segir Þórhallur stoltur. Myndbandið er í grófara lagi, en Lajoie tók þátt í að semja það á tökustað. „Hugmyndin kemur frá mér og Hauki Þorsteinssyni vini mínum, en svo kom margt á staðn- um frá Lajoie. Hann er algjör snilling- ur,“ segir Þórhall- ur. En óttastu við- brögðin, þar sem myndbandið er ansi gróft? „Ég veit alveg að sumir munu h neyksl ast , en maður getur ekki þóknast öllum.“ - afb Þórhallur tók upp myndband með LajoieFredrik Kristján Jónsson FerrierAldur: 22 ára Starf: Fyrir- sæta, háskóla- nemi og raunveruleika- þáttastjarna Fjölskylda: Jón Arntor Ferrier aðstoðarforstjóri og Kat- herine Ferrier listamaður Búseta: Flakka á milli London, Danmerkur og Bristol Stjörnumerki: Fæddur 16. maí og er því naut. Fredrik Ferrier er hálfíslenskur og orðin stjarna í Bretlandi vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttum. Hægt er að fylgjast með honum á samskiptavefnum Twitter twitter.com/#!/FredrikFerrier GRÍNAST SAMAN Þórhallur Þórhallsson fékk kanadíska grínistann Jon Lajoie til að grínast með sér í myndbandi, en sá síðarnefndi var staddur hér á landi í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Já, ég villi á mér heimildir með þessa hárgreiðslu,“ segir Gunnar Ben, kórstjóri og hljómborðsleik- ari í þungarokkssveitinni Skálm- öld, en hann vakti athygli á opn- unarhelgi Hörpunnar þar sem hann stjórnaði Kór Kvennaskól- ans í Reykjavík með nýstárlegu sniði ásamt því að skarta íburð- armiklum hanakambi á höfði. Hárgreiðslan stakk skemmtilega í stúf við klassískan söng kórsins. „Ég byrjaði að raka á mig hanakamb árið 2007 í tengslum við leik í áhugaleikhópi en féll alveg fyrir þessari hárgreiðslu. Það liðu sex mánuðir og þá var ég farinn alla leið og byrjaður að skafa hliðarnar. Það er eitthvað mjög frelsandi við þetta,“ segir Gunnar, en hann tók sér pásu fyrir nokkrum árum og safnaði hári en saknaði svo kambsins og rakaði á nýjan leik. „Ég raka mig einu sinni til tvisvar í viku til að halda kambinum við.“ Ásamt því að stjórna Kór Kvennaskólans í Reykjavík er Gunnar við stjórnvölinn hjá Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ og Árnesingakórnum í Reykja- vík. Einnig sinnir hann ýmsum tónmenntastörfum í grunnskól- um borgarinnar. „Það má segja að fólk van- meti mig fyrst, heldur að ég sé að grínast, en ég vona að ég komi fólki á óvart með tónlistarkunn- áttu minni,“ segir Gunnar, en hann er sprenglærður í tónlist og tónlistarmiðlun, með tvöfalda BA-gráðu og menntun í skap- andi tónlistarmiðlun frá Guild- hall School of Music and Drama í London. Hanakamburinn á meira sam- eiginlegt með þungarokki en klassískri tónlist en Gunnar vill meina að honum takist ágætlega að blanda þessu saman. „Mér leiðist mjög frasinn „alæta á tón- list“ en ég hlusta á hvað sem er á meðan vandað er til verka. Allt frá kántrí til klassískrar tónlist- ar. Ég útiloka ekki tónlist eftir stíl,“ segir Gunnar og bætir við að það kenni ýmissa grasa í yfir 300 geisladiska safni hans. „Þungarokkið er fyrir mig og í rauninni átti plata Skálmaldar að vera eitthvað sem við gætum státað af sem gamlir kallar. Okkur óraði ekki fyrir vinsældunum en það er bara frábært.“ Þeim sem vilja berja þungarokk- arann augum er bent á að leggja leið sína í Langholtskirkju á mið- vikudagskvöldið þar sem Gunnar Ben stjórnar Árnesingakórnum í Reykjavík. alfrun@frettabladid.is GUNNAR BEN: FRELSANDI AÐ VERA MEÐ HANAKAMB Þungarokkari í kórastarfi SPRENGLÆRÐUR Í TÓNLIST Gunnari Ben finnst gaman að blanda saman þungarokkinu og kórstjórastarfinu en segist sjálfur ekki flokka tónlist eftir stíl. Hann viðurkennir þó að kamburinn veki athygli á kórsamkundum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta verður bara alveg frábær og skemmtileg ferð,“ segir leikar- inn Jóhannes Haukur Jóhannes- son, en hann er á leiðinni til Berg- en í Noregi með leikhópnum sem stendur á bak við Gerplu. Jóhannes hoppar eiginlega beint úr tökum á Svartur á leik til Berg- en. „Minn síðasti tökudagur er á þriðjudaginn og svo held ég til Bergen á miðvikudaginn,“ segir Jóhannes, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Noregs. „Ég hlakka mikið til að koma þangað. Mér skilst að við séum að sýna í gömlu og flottu leikhúsi í miðbæ Bergen, en ég er mikill áhugamaður um leikhús.“ Ásamt Jóhannesi Hauki fara meðal annarra leikararnir Björn Thors og Brynhildur Guðjónsdótt- ir, en sýningar á Gerplu eru hluti af listahátíðinni Nordiske Impuls- er og verður leikritið sýnt þrisv- ar sinnum dagana 26. til 28. maí næstkomandi. „Ég ætla að drekka í mig list- menninguna þarna úti enda skilst mér að það sé stútfullt af áhuga- verðum viðburðum í boði á þess- ari hátíð,“ fullyrðir Jóhannes og þvertekur fyrir að ætla að kíkja í búðir í Bergen. „Það er nú tak- markaður áhugi fyrir búðarferð- um hjá mér. Er ekki Noregur líka dýrasta land í heimi? Ég ætla fyrst og fremst að færa Norð- mönnum íslenska list og gefa af mér.“ Síðustu vikur hefur Jóhannes staðið í ströngu í tökum á Svartur á leik en tökum á myndinni lýkur formlega í byrjun júní. „Tökur hafa gengið vonum framar mundi ég segja. Ég hef aðeins fengið að líta yfir upptökurnar í lok hvers dags og útlitið á myndinni kemur mér skemmtilega á óvart. Það er mikið af ofbeldi og viðbjóði svo útlitið er ansi hart og gróft. Það verður spennandi að sjá hvernig myndinni verður tekið.“ Beint úr tökum til Bergen Í FYRSTA SINN TIL NOREGS Jóhannes Haukur Jóhannesson ætlar að drekka í sig menninguna á listahátíð í Bergen á milli þess sem hann flytur Gerplu fyrir Norðmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Sun 29.5. Kl. 20:00 Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 5.6. Kl. 20:00 Aukasýn. Lau 11.6. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 Fös 10.6. Kl. 20:00 Ö Ö Ö Brák (Kúlan) Fös 3.6. Kl. 20:00 Aukasýn. Fös 20.5. Kl. 22:00 Lau 21.5. Kl. 22:00 Fös 3.6. Kl. 19:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Verði þér að góðu (Kassinn) Ö Haze (Stóra sviðið) Fim 2.6. Kl. 20:00 Við sáum skrímsli (Stóra sviðið) Fös 20.5. Kl. 19:00 Lau 21.5. Kl. 20:00 Big Wheel Café (Stóra sviðið) Subtales – Söngur millistéttarinnar (Kassinn) Þri 24.5. Kl. 18:00 Ö Góði dátinn Svejk (Stóra sviðið) Fim 26.5. Kl. 20:00 Fös 27.5. Kl. 20:00 Ö
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.