Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 34
30. maí 2011 MÁNUDAGUR18 BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. himinn, 6. hljóm, 8. samstæða, 9. gums, 11. ullarflóki, 12. massaeining, 14. iðja, 16. átt, 17. þreyta, 18. kven- kyns hundur, 20. 2000, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. fita, 3. munni, 4. vörurými, 5. hyggja, 7. naggrís, 10. fálm, 13. poka, 15. lipurð, 16. arinn, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. loft, 6. óm, 8. par, 9. lap, 11. rú, 12. gramm, 14. starf, 16. sv, 17. lúi, 18. tík, 20. mm, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. op, 4. farmrúm, 5. trú, 7. marsvín, 10. pat, 13. mal, 15. fimi, 16. stó, 19. ká. Mér er alveg sama hvað hinir vinirnir þínir eru með uppá vegg. Þetta plakat er að fara niður og það strax! Jæja, halló, hverjar eru hér? Manstu þegar þær voru bara með piparúða? Já, það voru góðir tímar. Þá fékk maður bara nei takk og svo pss, pss. Nú máttu blása á kertin og óska þér. (flissar) Sumar stelpur fá bara blóm. Hún á afmæli, hún Jóna! Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli í dag! Solla, þú færð ekki að fara með litlu systur þína til að monta þig. En mamma? Hún er ekki bara ein- hver hlutur. Þekkir þú ekki muninn á mann- eskju og dóti? Auðvitað geri ég það. Það má ekki fara með dót í „sýndu og segðu“-tímann. 24.–26. júní Hvammstanga Húnaþingi vestra www.landsmotumfi50.is Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * FERSKT & ÞÆGILEGT TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Það er viss fegurð í rusli úti við veginn og reykjandi ökumanni í umferðinni með gluggana uppi árið 2011. Það sem er á skjön fangar augað og hrífur – nú eða stuðar. Sum erum við sérstaklega veik fyrir mis- fellum og þyrstir hreinlega í þær í einsleitu umhverfi. Fögnum illa hirtum grasbletti í Garðabæ og skoppandi sílikonbrjóstum í Árnagarði. Allt í stíl getur verið óbæri- lega leiðinlegt. Þess vegna líður mér hvergi betur en á Hlemmi eða í biðröð eftir Lottó. KANNSKI er þetta fylgifiskur þess að hafa alist upp að hluta til úti á landi. Allt verður svolítið þurrt ef maður hittir ekki einhvern fullan í miðri viku úti í búð eða heyrir rifrildi út um gluggann sem maður átti ekki að heyra. Geirfugl- inn sem dúkkar upp í heita pottinum og úthúðar fæðingarorlofi sem hreinrækt- uðum kapítalisma er nákvæmlega sá sem gerir partíið loks eitthvað skemmtilegt. En á stílhreinum tímum þarf að kæfa fífilinn eina og annarlega og traðka nógu fast til að hann dúkki ekki aftur upp. Ég hræðist miklu meira þótta- full andlit sem hlæja að fíflunum en fíflin sjálf. HNEYKSLUN á siðferði og viðhorfum annarra er enda yfirleitt ekki nema 2 prósent raunveruleg siðferðiskennd, 48 prósent gremja og 50 prósent öfund las ég í þrælskemmtilegri bók eftir finnskan fræðimann; Jaakko Heinimäki (sem reynd- ar hefur þau þar eftir Ítala). Syndirnar sjö komu út í íslenskri þýðingu árið 2003 en þar dustar Heinimäki rykið af antík- varningnum dauðasyndunum sjö; hroka, ágirnd, öfund, heift, munúð, nautnasýki og andlegri leti, en dauðasyndirnar eru reyndar hinn ágætasti leiðarvísir fyrir alla þá sem langar að lappa upp á innra líf sitt, óháð trú eða trúleysi. HEINIMÄKI segir: „Öfundin sveipar sig oft mælskulist réttlætiskenndarinnar: „Svindl! Einn maður veikist af krabbameini þó að hann hafi frá æsku lifað heilbrigðu lífi og borðað hollan mat en nágranninn sem reykir og drekkur er eldhress, hvernig sem hann lætur vaða á súðum.“ Dómur í nafni vandaðs siðferðis snýst ekki endilega um svo svaka gott siðferði. AÐ endingu má geta þess að óttist ein- hver hreinsunareldinn vegna hugsanlegrar dauðasyndar er ekki öll von úti ef einlæg iðrun og syndajátning á sér stað samkvæmt kaþólsku trúnni. Ég ætti hins vegar að láta staðar numið því það eru líka til minni háttar syndir, svokallaðar „fyrirgefan legar syndir“, peccatum veniale, samkvæmt kaþólikkum. Ein þeirra er að gerast sekur um innantómt þvaður. Svaka gott siðferði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.