Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 30. maí 2011 19 Tónlist ★★ Ojos de Brujo í Silfurbergi í Hörpu á Listahátíð í Reykja- vík. Augu töframannsins sjá lengra. Þau sjá undir yfirborðið. Augu töframanns á spænsku er „ojos de brujo“. Það er nafnið á níu manna hljómsveit frá Barce- lona sem hélt tónleika í Silfurbergi í Hörpu á Listahátíð á föstudags- kvöldið. Eitt af markmiðum hóps- ins er að kafa undir yfirborðið, fjalla um ástandið á Spáni eins og það er í raun og veru. Ekki eins og það birtist á póstkortum. Hópurinn vill sjá sannleikann og opinbera hann á tónleikum. Fyrir þá sem ekki tala spænsku fór þessi sannleikur fyrir ofan garð og neðan. Söngkonan, Marina Abad, sagði allt mögulegt á milli laga, en það var ekki alltaf þýtt. Þýðingarn- ar voru auk þess á lélegri ensku. Þetta skipti þó ekki neinu sér- stöku máli. Ojos de Brujo er fyrst og fremst gleðisveit, sem byggir á flamenco-tónlist. Við hana bland- ast ýmsir stílar; reggí, fönk, rokk, hipphopp, bítbox og fleira. Það hefði samt verið gaman að skilja hvað var sagt. Lagalistinn á tónleikunum var gríðarlega kraftmikill. Það átti greinilega að fá Íslendingana til að dansa strax frá byrjun. Á kynn- ingarvef Listahátíðar segir einmitt að Ojos de Brujo sé „ein af þeim hljómsveitum sem þykja enn betri á sviði en á plötu og smitandi spila- gleði þeirra gerir það að verkum að allir aldurshópar flykkjast á dans- gólfið!“ Nánast hvert einasta atriði var stuðlag. Það var engin stígandi í dagskránni. Hún byrjaði á toppn- um og var þar allan tímann. Það virkaði ekki alveg. Neistann vant- aði. Sárafáir virkilega töpuðu sér á dansgólfinu, þótt stemningin væri ágæt. Orðrómur er uppi um að hljómsveitin sé í andarslitrunum, flestir meðlimir hennar hyggist róa á önnur mið. Maður hafði á tilfinn- ingunni að hljómsveitin væri búin að spila lögin sín aðeins of oft. Samt var ekki hægt að kvarta yfir spilamennskunni, öðru nær. Flamenco-sóló-gítarleikurinn var flottur, og söngkonan var glæsileg. Bandið var prýðilega samtaka, ekk- ert klúður, ekkert sem mistókst. Nema kannski hljóðið. Ég var ekki ánægður með hljóminn í Silfur berginu. Mér skilst að þetta sé algerlega dauður salur, sem er fínt þegar rafmögnuð tónlist er annarsvegar. Salur með engri endurómun þýðir að hljóðstjórinn hefur fullt vald yfir „sándinu“ og getur gert það sem hann vill. Að því gefnu auðvitað að hljóðkerfið sé í lagi. Miðað við alla peningana sem lagðir hafa verið í Hörpu þá trúi ég ekki að hljóðkerfið þar sé lélegt. Nei, sennilega var hljóðstjórnin bara ekki nógu góð. Bassinn var leiðinlega mattur; efsta tónsviðið ekki nægilega tært og klingjandi. Hugsanlega hefði mátt skapa ör- lítið bergmál til að lífga hljóminn. Útkoman á tónleikunum var ein- kennileg litlaus og óspennandi. Hér hefði þurft að gera betur. Jónas Sen Niðurstaða: Ojos de Brujo spilaði vel, og tónlistin var skemmtileg. Hins- vegar vantaði stígandina í lagalistann og hljóðið í Silfurbergi var ekki nógu gott. Glansinn vantaði Óp-hópurinn heldur tónleika í annað sinn í Salnum á þriðju- dag. Hópurinn flytur stutt atriði úr ýmsum óperum og leggur áherslu á léttar sviðssetningar og samsöng- leik. Á efnis- skránni eru atriði úr Sour Angelica eftir Puccini, Carmen eftir Bizet, Aida eftir Verdi, Spaðadrottningunni eftir Tsjaí- kovský og atriði úr íslenskum verkum eftir meðal annars Þór- unni Guðmundsdóttur og Jón Ásgeirsson. Óp-hópurinn samanstendur af þeim Braga Jónssyni, bassa, Bylgju Dís Gunnarsdóttur sópr- an, Erlu Björg Káradóttur sópr- an, Hörn Hrafnsdóttur mezzó- sópran, Jóhönnu Héðinsdóttur mezzó-sópran, Magnúsi Guð- mundssyni barítón og Rósalind Gísladóttur mezzó-sópran, auk Antoníu Hevesí á flyglinum. Með þeim leikur einnig Gunn- ar Kristmannsson á klarínett í einu íslensku verkanna. Leik- stjóri að þessu sinni er Jóhann Smári Sævarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 og eru klukkutíma langir án hlés. Miða- verð er 1.500 krónur. Óp-hópurinn í Salnum BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR OJOS DE BRUJO Sveitin er ein vinsælasta hljómsveit Spánar og flytur tónlist sem er blanda af flamenco, hipphoppi, rúmbu, reggí og danstónlist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.