Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 16
30. maí 2011 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Japansk-íslenska félagið fagnar tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Systur- félag þess á Íslandi, Íslensk- japanska félagið stendur einnig á tímamótum, þar sem það var stofnað fyrir þrjátíu árum. Í tilefni þessara tíma- móta hefur Japansk-íslenska félagið ákveðið að færa Reykjavíkurborg fimmtíu kirsuberjatré að gjöf sem gróðursett verða í Hljóm- skálagarðinum. Trén tákna samanlagðan aldur félag- anna og ævarandi vináttu og frið milli Íslands og Japan. Haldin verður gróðursetn- ingarathöfn í Hljómskála- garðinum á morgun. Athöfn- in hefst klukkan fjögur með ræðu Jóns Gnarr borgar- stjóra. Þá mun formaður Japansk-íslenska félagsins, Yoshihiko Wakita, form- lega afhenda Reykjavíkur- borg kirsuberjatréin. Jap- anski flautuleikarinn Yoko Owada mun flytja nokkur japönsk lög en einnig munu Gradualekór Langhots- kirkju, Langholtsdætur og málmblásarakvitettinn Yobo Häbeba koma fram. - mmf Vinátta milli Ís- lands og Japans HLJÓMSKÁLAGARÐURINN Fimmtíu japönsk kirsuberjatré verða gróðursett í Hljómskálagarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um þessar mundir eru sjötíu ár frá því að ein elsta fataverslun landsmanna, Vinnufatabúðin, var stofnuð. Fyrirtæk- ið hefur alla tíð haldist innan sömu fjöl- skyldu en Þorgeir Daníelsson, sem á og rekur verslunina í dag ásamt eigin konu sinni Hildi Símonardóttur, er barnabarn stofnanda Vinnufatabúðarinnar, Þórar- ins Kjartanssonar. Þórarinn, sem fædd- ist árið 1893 og lést árið 1952, stofnaði einnig Gúmmívinnustofuna og er tal- inn fyrstur manna á landinu til að setja upp dekkjaverkstæði. Þórarinn eignað- ist húsnæðið að Laugavegi 76 árið 1921 en verslunin hefur verið starfrækt þar á fyrstu hæð hússins frá árinu 1941. „Jú, það er mjög góð tilfinning að verslunin hafi haldist innan fjölskyld- unnar allan þennan tíma, en sjálfur kom ég fyrst að starfseminni þegar faðir minn, Daníel Þórarinsson, tók við rekstri Vinnufatabúðarinnar. Þá var ég líklega um sautján ára. Hann rak verslunina í fyrstu með móður sinni og ömmu minni, Guðrúnu Daníels dóttur en hún lést 1967. Síðar kom bróðir minn, Daníel Daníelsson, inn í reksturinn og saman rákum við verslunina þar til faðir minn lést, 71 árs að aldri. En ég og eiginkona mín höfum rekið verslunina undanfarin fimmtán ár.“ Þorgeir segir að margt hafi breyst í verslunarumhverfi á Íslandi og að hálf- gerð bylting hafi orðið þegar fyrstu gallabuxurnar fóru að líta dagsins ljós hérlendis en faðir hans hóf að flytja inn amerískar gallabuxur, Lee og Wrang- ler, á sjötta áratugnum og hermanna- fatnaðurinn markaði einnig djúp spor í fatastíl landsmanna. Þorgeir segir að fatnaðurinn sem Vinnufatabúðin selji njóti sérstöðu því ekki sé verið að eltast við tískusveiflur. Fatnaðurinn standist tímans tönn og henti öllum aldurshóp- um. „Viðskiptavinir okkar hafa sumir fylgt okkur í áratugi. Sá hópur er ansi stór og hefur stutt okkur alla tíð. Marg- ar breytingar hafa orðið á Laugavegin- um frá því sem var og margar góðar verslanir horfnar. Ég myndi vilja sjá Laugaveginn styrkjast því Laugavegur- inn hafði mjög mikla breidd í verslun og líflegri flóru,“ segir Þorgeir og segist hlakka til að standa vaktina á Lauga- veginum áfram. juliam@frettabladid.is EIN ELSTA FATAVERSLUN LANDSINS: VINNUFATABÚÐIN 70 ÁRA Innan sömu fjölskyldu alla tíð GAMAN AÐ STANDA VAKTINA Þorgeir Daníelsson á og rekur Vinnufatabúðina ásamt eiginkonu sinni, Hildi Símonardóttur. Afi Þorgeirs stofnaði verslunina árið 1941. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í sumar verður aðgengi ferðamanna stórbætt við Selja- landsfoss, því á föstudag undirrituðu Ísólfur Gylfi Pálma- son, sveitarstjóri Rangárþings eystra, og Birgir Ægir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Magna, verksamning um smíði og uppsetningu stáltrappa við foss- inn. Mikil ánægja ríkir í samfélaginu með að verkefnið verði unnið af hagleiksfólki úr heimabyggð. Á hverju ári leggur sveitarfélagið ákveðið fjármagn í uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu, og þetta árið eru tröppurnar við Seljalandsfoss stærsta verkefnið sem ráðist verður í. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að laga aðgengi í kringum fossinn og eru tröppurnar hluti af því. Kostnaðaráætlun við verkið er tæpar sex milljónir. Verk- efnið er einnig styrkt af umhverfissjóði Ferðamálastofu sem leggur til tvær milljónir króna. Uppsetning hefst í byrjun júní og er áætlað að tröppurn- ar verði tilbúnar um mánaðamótin júní/júlí. Meðan á upp- setningu stendur má búast við einhverjum truflunum við fossinn. Umsjón með verkinu hefur Oddur Hermannsson hjá Landform ehf. á Selfossi. Stáltröppur við Seljalandsfoss VIÐ SELJALANDSFOSS NÚ OG ÞÁ Á myndunum má sjá hvernig aðgengi upp og undir Seljalandsfoss er nú og svo hvernig það verður þegar tröppurnar eru tilbúnar. Merkisatburðir 1431 Jóhanna af Örk er brennd á báli í Rúðuborg í Frakklandi. 1768 Eggert Ólafsson, skáld og varalögmaður, ferst á Breiðafirði ásamt konu sinni og sex öðrum mönnum. Voru þau að koma frá vetursetu í Sauðlauksdal. 1829 Jónas Hallgrímsson flytur prófræðu sína í Bessastaða- kirkju. 1836 Paul Gaimard kemur með leiðangur sinn til Reykjavíkur og fara þeir víða um land. 1851 Jón Sigurðsson er kosinn forseti Kaupmannahafnar deildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. 1889 Hallgrímur Sveinsson er vígður biskup. 1894 Eldey er klifin í fyrsta skipti. Er þar að verki Eldeyjar-Hjalti (Hjalti Jónsson) og tveir aðrir Vestmannaeyingar. 1919 Fyrsti íslenski ríkisráðsfundurinn er haldinn í Fredensborgar höll í Danmörku. 1940 Róstur verða eftir knattspyrnuleik milli Fram og Víkings í Reykjavík. Þrjátíu manns eru handteknir. 1982 Spánn verður sextánda aðildarland NATO og fyrsta ríkið til að gerast meðlimur frá því Vestur-Þýskaland gekk í banda- lagið árið 1955. 1984 Alþingismönnum er fjölgað úr 60 í 63 og kosningaaldur er lækkaður úr 20 árum í 18 ár. 31 Á þessum degi árið 1990 bönnuðu frönsk yfir- völd allan innflutning á bresku nautakjöti og lifandi nautgripum af ótta við kúariðu. Frakkland var stærsti innflytjandi bresks nautakjöts og kom þetta sér því mjög illa fyrir breska bændur. Einnig kom sér þetta illa fyrir bresk yfirvöld sem höfðu þráfaldlega reynt að sannfæra almenning um að öruggt væri að neyta nautakjöts. Fáum dögum síðar bönnuðu einnig Þýskaland og Ítalía innflutning á nautakjöti. Banninu var aflétt nokkru síðar eftir miklar samningaviðræður í Brussel. Kúariðukreppan náði síðan hámarki 20. mars árið 1996 þegar bresk yfirvöld viðurkenndu að tengsl væru milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins, mannlegrar útgáfu hrörnunarsjúkdómsins sem hafði fyrst fundist í breskum kúm tíu árum áður. Viku síðar var sett á algert bann á útflutning á bresku nautakjöti. Banninu var aflétt af öllum löndum nema Frakklandi árið 1999 en eftir að Evrópusambandið hótaði stórum fjársektum var banninu einnig aflétt þar í október árið 2002. ÞETTA GERÐIST: 30. MAÍ 1990 Tekið fyrir innflutt breskt kjöt STEVEN GERRARD knattspyrnumaður er 31 árs í dag. „Það skiptir ekki máli hver skorar mörkin, svo lengi sem við vinnum.“ MOSAIK Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðfinna Sigurgeirsdóttir andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði 23. maí sl. Jarðarförin fer fram föstudaginn 3. júní nk. frá Garðakirkju, Álftanesi. Gísli Geir Kolbeinsson Kolbrún Kolbeinsdóttir Guðmundur K. Jónmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.