Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 12
30. maí 2011 MÁNUDAGUR12 Nær öll íslensk ungmenni, eða 90 prósent, telja að háskólanám hér á landi sé góður kostur. Af ung- mennum í 31 Evrópulandi er hlut- fallið einungis hærra hjá þeim dönsku sem telja að háskólanám þar í landi sé aðlaðandi kost- ur, eða 91 prósent. Þetta kemur fram í nýrri könnun, Flash Euro- barometer on Youth, sem gerð var fyrir Evrópusambandið (ESB) í janúar síðastliðnum. Hlutfallið var lægst á Ítalíu og Litháen, en um 57 prósent ungs fólks í þessum löndum telja háskólana þar góða. ESB-meðal- talið var 76 prósent. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Þetta er í takti við þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið hér á landi á viðhorfi íslenskra ung- menna til skólastarfs almennt,“ segir Katrín. „Þessi rannsókn staðfestir þær vísbendingar að Íslendingar treysti skólakerfinu.“ Flestir sögðust sækja háskóla- nám til þess að fá betri atvinnu- tækifæri eða fá hærri laun eða vegna þess að þeir hefðu mikinn áhuga á ákveðnu efni. „Íslensk ungmenni eru mjög meðvituð um laun,“ segir Katrín. „Þau hafa til að mynda meiri áhyggjur af því að hafa lág laun í framtíðinni heldur en nágranna- þjóðirnar.“ Afar fáir sögðust stunda háskólanám til þess að bæta stöðu sína á vinnumarkaði með því að fara upp um hæfnisþrep. Þar var hlutfallið lægst meðal Íslendinga og Norðmanna. Afar hátt hlutfall þýskra ungmenna segist sækja háskóla til þess að auka hæfni sína á vinnumarkaðnum. Katrín segir umræðuna um hæfnisþrepin ekki hafa verið ríkjandi hér á landi, hvorki á vinnumarkaði né meðal launþega. Það gæti meðal annars skýrst af góðu atvinnuástandi hér á landi lengst af. Þá voru einnig afar fáir sem sögðust leggja stund á háskóla- nám til að auka tækifæri sín til þess að stofna eigið fyrirtæki. Þar voru Norðurlöndin fimm með lægst hlutfall en hæst var það í Rúmeníu. Katrín segir þetta sennilega skýrast af því að hér á landi, sem og á Norðurlöndunum, geti verið meiri áhersla á önnur atvinnutæki- færi heldur en að beina fólki í þá átt að skapa þau sjálf. „Þetta gæti vissulega verið vís- bending fyrir atvinnulífið í land- inu,“ segir mennta- og menningar- málaráðherra. sunna@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING Hver er afstaða ungmenna í Evrópu til háskólanáms í sínu heimalandi? Viðhorf til háskóla Hlutfall ungs fólks sem telur háskóla í sínu heimalandi góðan kost D an m ör k Ís la nd N or eg ur Sl óv ak ía Ty rk la nd Be lg ía ES B- m eð al ta l Fr ak kl an d Li th áe n Íta lía 90 ,7 89 ,8 88 ,8 88 ,6 87 ,7 87 ,3 76 ,4 61 ,7 57 ,9 56 ,9 100 80 60 40 20 % Heimild: Flash Eurobarometer on Youth - ESB EVRÓPUMÁL Evran hentar ekki Írum enda er einungis þriðjung- ur viðskipta Íra við lönd innan evru svæðisins, segir dr. Anthony Coughlan, heiðursprófessor við Trinity College í Dyflinni. Coughlan er efasemdarmaður um Evrópusambandið og segir mikilvægt fyrir hvert ríki að hafa eigin gjaldmiðil, til dæmis svo fella megi gengið þegar gefi á bátinn. Evrusvæðið sem slíkt sé ekki hagkvæmt myntsvæði held- ur sé evran pólitískt verkefni sem byggi í grunninn á vilja Þjóðverja og Frakka til að halda friðinn. „Engin myntbandalög hafa staðist tímans tönn,“ sagði hann á opnum fundi Alþjóðamálastofn- unar HÍ og Heimssýnar, sem eru samtök andstæðinga ESB-aðild- ar Íslands. Hann rifjaði upp að á tíunda áratugnum, fyrir tíð evr- unnar, hefði hagvöxtur verið mik- ill í Írlandi og góðæri. Þegar lág- vaxta evran hafi verið tekin upp hafi efnahagslífið hitnað enn, sem sjálfstæður Seðlabanki Írlands hefði getað kælt með stýrivöxtum. Í fyrirspurnum var Coughlan spurður um kannanir sem sýna að 80 prósent Íra eru hlynntir evru og hvað hann legði til. Sjálfur sér hann fyrir sér áframhaldandi frí- verslun í Evrópu en líklegt sé að upp úr evrusamstarfinu slitni. - kóþ Gengisfelling og stýrivextir mikilvæg hagstjórnartæki segir heiðursprófessor: Segir evruna ekki henta Írum SLYS Anthony Coughlan segir þátttöku Íra í evrusamstarfinu hafa verið stórslys. Ungmenni ánægð með íslenska skóla Um 90 prósent íslenskra ungmenna telja háskóla hér á landi góðan kost, sam- kvæmt nýrri könnun ESB. Flestir stunda háskólanám til þess að fá hærri laun og fjölga atvinnutækifærum. Kemur ekki á óvart, segir menntamálaráðherra. DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir þjófnað. Konunni er gefið að sök að hafa farið inn í íþróttahús Fram við Safamýri í Reykjavík og stolið þaðan jakka, tösku og farsíma ásamt lyklum að bifreið. Eftir þetta tók hún umræddan bíl traustataki og ók honum um höfuðborgarsvæðið uns lögregla stöðvaði aksturinn. Í millitíðinni hafði konan komið við á bensín- afgreiðslustöð Olís við Háaleitis- braut, dælt eldsneyti á stolna bíl- inn fyrir rúmlega 3.000 krónur og stungið af án þess að borga. Hún er krafin um greiðslu skaða- bæta upp á rúmlega 100 þúsund krónur. - jss Þjófur greiði skaðabætur: Kona stal bens- íni á stolinn bíl AUSTURLAND Bæjarráð Fljótsdals- héraðs vill að Íbúðalánasjóður ræði við aðila á Austurlandi um stofnun eignarhaldsfélags utan um íbúðir sem sjóðurinn á þar í fjórðungnum og seljast ekki. „Markmið félagsins verði að bæta nýtingu íbúðanna, þannig að þær skili eigendum sínum arði og efli um leið nærliggjandi samfélag,“ segir bæjarráðið, sem þar með tekur undir með tveimur einstaklingum sem komu hug- myndinni á framfæri við bæjar- yfirvöld. Íbúðalánasjóður á nú um 180 íbúðir í Fljótsdalshéraði, Fjarða- byggð, Seyðisfirði og Höfn, Þar af standa um 120 íbúðir tómar. Sjóðurinn hefur viljað fara sér hægt að fasteignamarkaðinum eystra. - gar Vilja félag um óseldar íbúðir: Íbúðir skili arði og efli samfélag REYÐARFJÖRÐUR Tilkoma álvers hafði mikil áhrif á byggingu íbúðarhúsnæðis á Austurlandi. UMHVERFISMÁL Mun fleiri tóku þátt í átakinu Hjólað í vinnuna nú en í fyrra. Rúmlega ellefu þúsund manns tóku þátt frá 694 vinnustöð- um í 1.628 liðum sem skráð voru til leiks. Alls lagði þessi stóri hópur tæp- lega 831 þúsund kílómetra að baki og er áætlað að þannig hafi sparast 150 tonn af koltvísýrings útblæstri og fimmtán milljónir í eldsneytis- kaup og 28 milljón kaloríur hafi verið brenndar í leiðinni. Ferðamátinn var í sjö af hverj- um tíu tilfella á hjóli á móti þeim sem kusu að ganga. - shá Átakið Hjólað í vinnuna: Hjóluðu 831.000 kílómetra í átaki HJÓLAÐ Í VINNUNA Fólk á öllum aldri hefur tekið þátt í gegnum árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fíkniefnasali ákærður Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir ítrekaða vörslu fíkniefna Hann var í fyrra skiptið tekinn með kanna- bisefni og í hið síðara með umtalsvert magn af sama efni svo og amfetamíni í sölupakkningum. DÓMSMÁL Kannabisræktun stöðvuð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Kópavogi í síðustu viku. Við húsleit var lagt hald á þrjátíu kannabis- plöntur og ýmsan búnað. Húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, játaði sök. LÖGREGLUFRÉTTIR UMHVERFISMÁL Vestnorræna ráðið skorar á Evrópusambandið að endur skoða bann sitt við innflutn- ingi selafurða til sambandsins. Bannið hefur nú þegar haft alvar- legar efnahagslegar afleiðingar fyrir fjölskyldur veiðimanna og smærri byggðir veiðimanna á Grænlandi. Þetta kom fram á þriðja sameigin lega fundi forsætis- nefndar Vestnorræna ráðsins og þingnefndar Evrópuþingsins sem haldinn var nýlega í Nuuk á Græn- landi. Nefndirnar funda árlega til að ræða sameiginleg hagsmunamál en Ólína Þorvarðardóttir er forseti Vestnorræna ráðsins. „Ég stóðst ekki mátið að minna á tvískinnung- inn í þessu máli öllu,“ segir Ólína. „Við vitum að búpeningur sætir sums staðar afar illri meðferð í Evrópu. Við þekkjum hörmulegar frásagnir og fréttamyndir af með- ferð dýra í verksmiðjubúum víða í álfunni. Það er því hálf ömurlegt að almenningur sem neytir þess- ara afurða með bestu lyst skuli snúast gegn sjálfbærri nýtingu fámennra veiðisamfélaga á lifandi auðlindum á borð við sel og hval.“ Evrópuþingnefndin upplýsti að banninu væri fyrst og fremst ætlað að vinna gegn ákveðnum veiði- aðferðum í Kanada og ekki hefði verið ætlunin að stuðla að sölu- hruni á grænlenskum selskinnum. Nefndin lýsti yfir vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópu- þingsins á næstunni. - shá Bann við innflutningi selaafurða bitnar á fjölskyldum veiðimanna á Grænlandi: Skorað á ESB að endurskoða sölubann afurða SELVEIÐAR VIÐ KANADA Bann ESB við innflutningi beinist gegn veiðiaðferðum Kanadamanna. NORDICPHOTOS/AFP SANDGERÐI Skuldir og skuldbind- ingar Sandgerðisbæjar eru sam- tals 5.415 milljónir króna að með- töldum leiguskuldbindingum, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Segir einnig að skuldsetning sveitarfélagsins sé mikil og vinna þurfi frekar að hagræðingu í rekstri og öðru. Í ársreikningnum bæjarins fyrir síðasta ár kemur þó fram að rekstrarniðurstaða bæjarins sé skárri en áætlað var. Útsvars- tekjur eru þó um fimm prósent- um minni en gert var ráð fyrir og segir í tilkynningunni að það skýrist af fækkun íbúa og lækk- andi tekjum. - þj Ársreikningur í Sandgerðisbæ: Skuldsetning 5,5 milljarðar DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa á skemmti- staðnum Barböru í Reykjavík, slegið annan mann í höfuðið með glerglasi, með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hlaut tvo skurði vinstra megin á enni. Atvikið átti sér stað í ágúst á síðasta ári. Maðurinn sem fyrir árásinni varð krefst miskabóta samtals að fjárhæð 300 þúsund krónur. - jss Sló í höfuð með glerglasi: Ákærður fyrir hættulega árás Í SPEGLI ÓLAFS EGILSSONAR Þarna sést ein kona horfa í margbrotinn spegil, listaverk eftir Ólaf Egilsson, á sýningu í Hong Kong. NORDICPHOTOS/AFP Þessi rannsókn staðfestir þær vís- bendingar að Íslendingar treysti skólakerfinu. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.