Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 30. maí 2011 15 AF NETINU Vanhæfi og stjórnlagaráð Nú veit ég að reglur stjórnsýslunnar um vanhæfi gilda ekki tæknilega séð um störf stjórnlagaráðs. En trúverðugleiki nýrrar stjórnarskrár hlýtur að minnka verulega ef meðlimir stjórnlagaráðs skauta yfir þær van- hæfisreglur sem settar hafa verið um aðkomu einstaklinga að málum sem snerta þá og afkomu þeirra með beinum hætti. Tilefnið þessara vangaveltna er að stjórnlagaráð er að fjalla um hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í nýrri stjórnarskrá. Og í stjórnlagaráðinu situr til að mynda einn prestur og muni ég rétt annar sem tengist presti nánum fjölskylduböndum. Ég ætti kannski ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu, því þó ég sé trúlaus og utan trúfélaga og vilji losna við tengingu ríkis og kirkju – þá hef ég ekki (amk. persónulega) reynt kirkjunnar þjóna að öðru en heiðarleika og heil- indum. Eða er nokkur hætta á að einstaklingar með ríka persónulega hagsmuni í einstökum málum taki þátt í umræðum og atkvæðagreiðslum um þau? http://blog.eyjan.is/valgardur Valgarður Guðjónsson Hvað á að gera við kirkjuna? Á morgun förum við í A-nefnd stjórnlagaráðs að ræða það ákvæði í núgildandi stjórnarskrá, þar sem kveðið er á um þjóðkirkju. Þá blasa strax við tvær spurningar. Á eða má íslenska ríkið styrkja og styðja eitt trúfélag umfram önnur – sem virðist óneitanlega vera hægðarleikur að túlka sem það sé andstætt ákvæði stjórnarskrár um algjört trúfrelsi? Og er yfirleitt ástæða til að fjalla um trúfélög í stjórnarskrá? http://blog.eyjan.is/illugi Illugi Jökulsson Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG FLUGAKADEMÍAN UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 6. JÚNÍ Nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net Leiðandi í flugkennslu PIPA R\TBW A • SÍA • 111141 Í Flugakademíu Keilis er lögð áhersla á nútímalega kennsluhætti og kennsluumhverfi. Flugfloti Keilis er bæði nýstárlegur og hátæknilegur. EINKAFLUG Námið veitir réttindi til að fljúga einshreyfils flugvél í flestum Evrópulöndum. Námið hentar bæði áhugamönnum og þeim sem hyggja á nám í atvinnuflugi. FLUGUMFERÐARSTJÓRN Námið undirbýr nemendur undir ábyrgðarmikið starf flug- umferðar stjóra. Flugumferðarstjórar starfa í flugturnum og flugstjórnarmiðstöðvum og starfið felur meðal annars í sér að sjá um samskipti við flugmenn og tryggja öryggi flugvéla. ATVINNUFLUG Námið undirbýr nemendur undir að stjórna farþegaflugvélum víðs vegar um heiminn og tekur mið af námsskrá sem er gefin út af JAA/EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu flugskírteina. NÝTT: Staðnám hefst haustið 2011. FLUGÞJÓNUSTA Námið veitir vottun á grunnþjálfun flugfreyja og flugþjóna í samræmi við kröfur EASA (EU-OPS1.1005) og er viðurkennt af Flugmálastjórn Íslands. Fyrir þá sem vilja auka atvinnu- möguleika sína í ferðageiranum enn frekar bætist við þjálfun í ýmsum greinum ferðaþjónustu, þ.á m. innritun og afgreiðslu. Auðlindir samfélagsins er ýmsar: fiskurinn sem sumir telja sig eiga óveiddan; orkan sem við lærum vonandi einhvern tímann að hagnýta okkur á sjálf- bæran og arðbæran og frábæran hátt; tign fjallanna svo óumræði- leg; öll þekkingin; listin sem gefur okkur ný augu þegar hún tekst og getur verið svo spaugileg og skemmtileg þegar hún tekst ekki; hjálpsemin og náungakær- leikurinn; hugvitið, verksvitið, mannvitið – og – síðast en ekki síst – rétturinn til að láta skoðan- ir sínar í ljós, hversu andstæðar sem þær kunna að vera þeim sem með völdin fara hverju sinni. Þetta er dýrmæt auðlind: Hið almenna samkomulag sem ríkir í samfélaginu um að sannleikurinn sé ekki einn heldur margur, ekki einvíður heldur margræður, ekki í eigu neins heldur sérstakur. Og að hver og einn megi stíga fram nokkurn veginn óáreittur og bera sínum sannleika vitni. Það eru mannréttindi. Það er annars fallegt orð mannrétt- indi, svolítið þungt og ábúðar- mikið. Í orðinu felst sú hugsun líka að við eigum að fá að standa upprétt sem menn en ganga ekki álút eða skríða á vegferð okkar. Það kemur fyrst fyrir árið 1848 í Norðurfara, tímariti sem Gísli Brynjúlfsson gaf út og er þar tengt öðru fallegu orði: mann- helgi. Gísli Brynjúlfsson þótti sér vitur og naumast með öllum mjalla því að hann orti opinskátt um tilfinn- ingar sínar og var ósammála sjálf- um Jóni Sigurðssyni í þjóðfrelsis- málunum. Hann bar óhræddur sínum sannleika vitni. Skál fyrir frelsinu Amnesty International eru sam- tök fólks sem finnst því koma við hvernig aðrir menn eru leiknir; það skynjar að það sem gert er einum manni er um leið gert öllu mannkyninu – það finnur til með öðru fólki eins og okkur er af einhverjum ástæðum flestöllum eigin legt að gera, séum við nokkurn veginn heilbrigð. Þessari mannhelgisgæslu var komið á fót fyrir fimmtíu árum – samtökin urðu fimmtug nú um helgina. Þau urðu til árið 1961 þegar enski lögfræðingurinn Peter Benenson hafði veður af því að tveir portúgalskir stúd- entar voru fangelsaðir fyrir að skála fyrir frelsinu – þá ríkti enn í Portúgal einræðisstjórn fasista – raunverulegra fasista. Peter Benenson skrifaði grein í blaðið Observer sem bar heitið „Fangarnir gleymdu“ og hratt í kjölfarið af stað alþjóðlegri her- ferð undir heitinu „Appeal for Amnesty 1961“ eða „Ákall um sakaruppgjöf“. Sama ár voru síðan formleg samtök stofnuð með þetta markmið og nú er á þriðju milljón manna um heim allan félagar. Æ síðan hafa samtökin notað ákveðið vinnulag við að rétta hjálparhönd samviskuföngum víða um heim, sem hnepptir hafa verið í varðhald vegna skoðana sinna. Aðferðin er einföld, snjöll og áhrifamikil: að skrifa bréf. Að sem flestir skrifi bréf. Að yfir einræðisherrana rigni bréfum sem öll gegna sama hlutverki: Við látum vita af okkur; látum vita að við vitum. Segjum: Við sjáum til þín. Ljós heimsins Einræðisherrum er illa við ljósið. Þeir þola ekki að láta ljós heimsins skína á sig. Veldi þeirra byggir ekki síst á vand- legum umsnúningi sannleikans og allra gilda; þeir láta sem þeir séu sérstakir varðmenn lýðræðis og hvers kyns réttinda sem séu raunar svo þróuð að ekki verði lengra komist og því séu nú allir á einu máli ágæti þeirra; önnur sjónarmið séu geðbilun og glæp- samleg. Einræðiskerfi 20. aldar- innar, hvort sem þau kenndu sig við kommúnisma eða fasisma eða trúræði af einhverjum toga, áttu það ævinlega sammerkt að vera reist á einhverri einni frem- ur einfaldri höfuðlygi sem svo gegnsýrði allt þjóðfélagið og allir urðu að taka þátt í svo að öll sam- skipti og tengsl manna byggðust á stórkostlegum óheilindum: Ég veit að þetta er þvæla sem þú ert að segja og þú veist það að ég veit það – en við skulum samt halda þvælunni áfram því að annars er hægt að fangelsa okkur. Slíkar spilaborgir sem reistar eru á lygum eru merkilega rammgerðar – vegna þess að þrátt fyrir allt geta mennirnir aðlagast ótrúlegustu kringum- stæðum og gengist fáránlegustu orðræðu á hönd – og veikbyggðar, því eins og dæmin sanna um þessar mundir í arabalöndunum þarf fólk ekki nema að safnast saman úti á götum og krefjast réttar síns til að allt riði til falls. Stundum þarf ekki annað en að láta ljósið skína inn í skúma- skotin. Amnesty International hefur eitt vopn og aðeins eitt og beitir því kænlega: Kertið, ljós heimsins: upplýsingar. Reglulega senda samtökin frá sér skýrslur um ástand mannréttindamála í einstökum löndum sem byggðar eru á nákvæmri og vandaðri upp- lýsingaöflun og þessar skýrslur eru þá jafnframt ljóskastari sem beinist að viðkomandi ríkjum: því að ævinlega eru einhverjir sem reiðubúnir eru til að bera sann- leika sínum vitni þrátt fyrir allt. Til hamingju með afmælið, fimmtugi ljósberi. Mannhelgisgæslan Amnesty International eru samtök fólks sem finnst því koma við hvernig aðrir menn eru leiknir; það skynjar að það sem gert er einum manni er um leið gert öllu mann- kyninu – það finnur til með öðru fólki eins og okkur er af einhverjum ástæðum flestöllum eiginlegt að gera, séum við nokkurn veginn heilbrigð. Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.