Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 2
30. maí 2011 MÁNUDAGUR2 SPURNING DAGSINS MENNING Höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn, verður flutt úr Öskjuhlíð á sunnanvert horn Bankastrætis og Lækjar götu. Borgarráð ákvað þetta á fimmtu- dag. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að styttan yrði á miðju Austur stræti við gatnamótin að Lækjargötu. Vatnsberanum var á sínum tíma – fyrir rúmum sextíu árum – einmitt ætlað að standa á horni Bankastrætis og Lækjargötu en vegna deilna um útlit verks- ins þá var því aldrei komið fyrir þar. Höggmyndin endaði loks við Öskjuhlíð árið 1967. Flutningur Vatnsberans var ákveðinn í samráði við afkom- endur Ásmundar Sveinssonar og endan leg staðsetning er sam- kvæmt tillögu Listasafns Reykja- víkur. „Vatnsberin átti að standa nálægt Bernhöftsbrunninum, sem var síðasti brunnurinn í Reykja- vík, til minningar um vatnsber- ana sem settu svip sinn á gamla mið bæinn í kringum aldamótin 1900. Brunnur inn var staðsettur í bakara brekkunni svokallaðri, nánar tiltekið á Bakarastíg sem nú er Bankastræti,“ segir í umsögn Listasafns Reykjavíkur. gar@frettabladid.is Vatnsberinn verður fluttur í Bankastræti Höggmyndin Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson verður flutt úr Öskjuhlíð og á þann stað sem henni var upphaflega ætlaður í Bankastræti. Verkið var ekki sett upp í miðbænum á sínum tíma vegna andstöðu manna sem töldu það ljótt. BERNHÖFTSBRUNNUR Táknrænt verður að Vatnsberinn mun standa skammt frá vatnsbólinu Bernhöftsbrunni sem Tönnes Daniel Bernhöft, bakari í Banka- stræti, lét grafa. Sjá mátti í brunninn meðan verið var að lagfæra gangstétt í Bankastræti. MYND/ÁRBÆJARSAFN VATNSBERINN Hér á höggmynd Ásmundar Sveinssonar frá árinu 1949 framvegis að standa – eins og henni var ætlað í upphafi. Til vinstri á myndinni, á gangstéttina við Bankastræti, hafa verið settar útlínur Bernhöftsbrunns. SAMSETT MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR NOREGUR Albanskur fangi gróf sig út úr fangelsi í Noregi með því að nota stöng af skrifstofustól. Mað- urinn stakk af aðfaranótt sunnu- dags en flótti hans komst ekki upp fyrr en klukkan ellefu um morg- uninn. Hann sat í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á heróíni frá Sví- þjóð til Noregs á síðasta ári. Fanginn hafði verið fjórtán daga í fangaklefanum og tókst að halda holunni leyndri fyrir fanga- vörðum. Holan var þrjátíu sinnum fjörutíu sentimetrar að breidd og að sögn fangelsisstjórans var fanginn mjög grannur. - mmf Gróf sig út úr fangelsi: Notaði stöng af skrifstofustól DANMÖRK Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur frest til fimmtudags til að rjúfa þing og boða til þingkosninga ef hann vill láta kjósa fyrir sum- arfrí. Ekki er þó talið víst að honum hugnist það, þar sem stjórnar- flokkarnir hafa ekki komið vel út úr síðustu skoðanakönnunum. Stjórnmálaumræðan í Danmörku hefur undanfarið litast af vanga- veltum um hvort kosningar verði í sumar, en kjörtímabilinu lýkur í nóvember. Minnihlutastjórn Lökke er skipuð Venstre og Íhalds flokknum og situr í skjóli Danska þjóðar- flokksins og Frjálslynda banda- lagsins. Vinstriflokkarnir undir forystu Sósíaldemókrata hafa hins vegar mælst mun sterkari í skoð- anakönnunum og myndu fá rífleg- an meirihluta væri kosið nú, eða 94 sæti á móti 81 hjá hægriflokkunum. Talsmaður Sósíaldemókrata segir í samtali við Politiken að þessar tölur sýni að danska þjóðin vilji aðra stjórn. Talskona Venstre segir að aug- ljóst sé að stjórnarflokkurinn þurfi að koma sínum málum betur á framfæri. „Okkar tillögur eru hins vegar ábyrgar og sjá til þess að hægt sé að halda uppi velferðar- kerfinu.“ - þj Vangaveltur um þingrof og kosningar í sumar í Danmörku: Staða dönsku hægriflokkanna veik Í ERFIÐRI STÖÐU Forsætisráðherra er ekki talinn líklegur til að rjúfa þing og boða til kosninga í sumar. ATVINNA Öllum ungmennum sem sóttu um sumarstarf í Garðabæ á réttum tíma hefur verið boðin vinna í átta vikur. Bæjarráð hefur einnig ákveðið að bjóða öllum vinnu sem sóttu um eftir að umsóknarfrestur rann út. Alls fá þess vegna 562 ungmenni vinnu hjá bænum í sumar. Þeir sem fæddir eru 1994 fá vinnu í sex klukkustundir á dag en þeir sem eru eldri í sjö klukku- stundir. Unglingar á aldrinum 14 til 16 ára fá vinnu í Vinnuskóla Garða- bæjar sem starfar í júní og júlí, að því er Guðfinna B. Kristjáns- dóttir upplýsingastjóri greinir frá. - ibs Sumarstörf í Garðabæ: Allir sem sóttu um fá vinnu Jón Þór, var Dikta nokkuð að fikta? „Nei, Dolli var að fikta, ekki Dikta.“ Sprengja fannst rétt hjá tónleikastað Diktu í Berlín á fimmtudagskvöld þannig að flytja varð tónleikana. ALÞINGI Bæði kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar hafa verið sett á dagskrá Alþingis. Það sama gildir um kvótafrumvarp Hreyfingarinnar. Þetta varð niðurstaðan af fundi forseta Alþingis með formönn- um þingflokka síðdegis í gær. Smærra stjórnarfrumvarpið, sem kveður á um breytingar á núgildandi fiskveiðilöggjöf – hækkun veiðigjalds, strandveiðar og fleira – er fyrst á dag- skránni. Mælt verður fyrir því á morgun, að því gefnu að samþykki fáist fyrir afbrigðum vegna þess að málið er það seint fram komið. Búist er við mikl- um umræðum um frumvarpið áður en það verður afgreitt til nefndar og því verður líklega ekki mælt fyrir hinum frumvörpunum fyrr en síðar í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja stjórnarliðar mikla áherslu á að afgreiða smærra frumvarpið sem lög í sumar, áður en nýtt fiskveiði- ár hefst í september. Stefnt er að því að koma því stærra, sem snýst um grundvallarkerfisbreytingar, í umsagnarferli fyrir sumarfrí. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að enn standi yfir samningaviðræður um það hvernig þinghaldinu verði hagað fram að 9. júní, en þá á þingi að ljúka samkvæmt starfsáætlun. Forsætis ráðherra hefur sagt að hann telji jafnvel þörf á sumar þingi ef ekki takist að afgreiða stjórnar- frumvörpin fyrir þinglok, en Ásta segir hins vegar að það sé stefna þingforseta að halda starfsáætlun. - sh Forseti Alþingis segist stefna að því að halda starfsáætlun og ljúka þingi 9. júní: Mælt fyrir smærra kvótafrumvarpinu ALÞINGI Búist er við miklum umræðum um frumvörpin. Afgreiðsla þeirra gæti því tekið töluverðan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fagna frum- varpi innanríkisráðherra og ríkis stjórnarinnar um breyt- ingar á áfengislögum. Samtökin segja að tekið sé á útúrsnúning- um áfengisframleiðenda og að þau snúist um sjálfsögð réttindi barna og ungmenna til að vera laus við þann einhliða áróður sem áfengisauglýsingar séu. Samtökin hvetja Alþingi til að samþykkja frumvarpið með og sýna þannig hug sinn í verki gagnvart réttindum barna. - mmf Foreldrar fagna frumvarpi: Styðja bann við áfengisáróðri Rólegt í Reykjavík Rólegt var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Tólf voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgar- svæðinu og fangageymslur voru nær tómar en þar gisti einn sökum mikillar ölvunar. LÖGREGLUFRÉTTIR BLÖNDUÓS Bæjarráð Blönduós- bæjar hefur falið bæjarstjóra að segja upp samningi við einka- hlutafélagið 2 Áttir um afnot á landi til uppbyggingar á fjöl- skyldu- og skemmtigarði á Blönduósi. Í frétt Húnahornsins segir að hugmyndin um að koma á fót og reka fjölskyldu- og skemmtigarð á Blönduósi hefur verið á aðalskipu- lagi bæjarins í mörg ár. Í byrjun árs 2005 samþykkti bæjar stjórn teikningar af garðinum og fram- kvæmdir hófust á landinu stuttu síðar. Engar framkvæmdir hafa verið síðustu ár. - shá Samningi sagt upp: Skemmtigarður verið sleginn af FRÁ BLÖNDUÓSI Ekkert verður af upp- byggingu skemmtigarðs í kauptúninu. Mótmæla borunum Þrír félagar í Greenpeace klifruðu upp á olíuborpall undan ströndum Grænlands í gær. Með því vildu þeir koma í veg fyrir að skoska olíufyrir- tækið Cairn Energy hæfi djúpsjávar- boranir í sjónum. Þeir telja að Cairn Energy hafi ekki gripið til nægilegra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegan olíuleika. GRÆNLAND 441 á strandveiðum Fjöldi strandveiðileyfa er kominn í 500. Flestum leyfanna hefur verið úthlutað á svæði A 196; 108 á svæði D, 100 á svæði C og 96 á svæði D. Alls hefur 441 bátur þegar hafið veiðar. SJÁVARÚTVEGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.