Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 30. maí 2011 25 Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R Copa America Taktu þátt í fjörinu Gol f Meistara deildin hefst í ág úst Sumarmótin Enski Stóru liðin hita upp fyrir veturinn Formúla 1 Valitor bikarinn Úrslitakeppni NBA Pepsi-deildin STÖÐ 2 VILD Allt að 30% afsláttur af áskrift + 5% Stöð 2 punkta afsláttur Hverjir verða meistarar í ár? Fótboltaveisla á Sport 2 í júlí Horfðu hvar sem er hvenær sem er Allt fyrir áskrifendur Þú safnar allt að 1.280 Stöðvar 2 punktum á mán. Færðu áskriftina í bústaðinn á 0 kr. Helgaráskrift í bústaðinn á aðeins 1.990 kr. Stöð 2 plús og Stöð 2 frelsi á VOD fylgir. Frá 203 kr. á dag Fæ r ð u S tö ð 2 S p o r t. G o lf C h a n n e l, p lú s - o g h lið a r - r á s ir f y lg ja . Frá 199 kr. á dag Fæ rð u Stö ð 2 Spo rt 2 . M an U td T V , L iverpo o l T V , C h elsea T V o g h lið arrásir fylg ja. S-Ameríka logar í Copa America, úrslitin ráðast í NBA, Formúlan brunar áfram og Pepsi-deildin tekur sér ekkert frí. svo er það golfið, meistaradeildin og allt hitt. Það er engin ástæða til að missa af sjóðheitu sporti í sumar.. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 FÓTBOLTI Miðjumenn Manchester United hafa sjaldan verið eins yfirspilaðir og í úrslitaleik Meistara deildarinnar á Wembley á laugardagskvöldið. Þeir lentu í rússibanaferð í boði Xavi, Andrés Iniesta og Lionel Messi. Barcelona vann 3-1 og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. United, talaði um það eftir leikinn að þarna færi besta fótboltalið sem hans lið hefði mætt. Pedro kom Barcelona í 1-0 á 24. mínútu en Wayne Rooney jafnaði leikinn sjö mínútum síðar. Lionel Messi og David Villa tryggðu Barca síðan sigurinn með tveimur hnitmiðuðum skotum. Þeir Xavi og Andrés Iniesta mynda saman gullnu miðjuna og oft er talað um að þeir séu hægra og vinstra heilahveilið í leik Barcelona. Að þessu sinni höfðu þeir líka hinn óvinsæla Sergio Busquets við hlið sér í heimsklassa- formi. Svo má ekki gleyma besta fótboltamanni heims, Lionel Messi, sem sér um að sprengja upp vörn andstæðinganna. Xavi, Iniesta og Messi gáfu saman 305 heppnaðar sendingar í leiknum, fleiri en allt United-liðið til samans. Sigurganga gullnu miðjunnar síðustu ár er ótrúleg en Carles Puyol hefur líka verið með í öllum þessum fjórum sigrum Barce- lona og spænska landsliðsins frá árinu 2008. Þessir þrír hafa nú unnið þrjá eftirsóttustu titla heimsfótboltans fjögur ár í röð. Þeir urðu Evrópumeistarar 2008, unnu Meistaradeildina 2009, urðu heimsmeistarar 2010 og unnu svo Meistara deildina aftur á laugar- daginn. - óój Xavi, Iniesta og Puyol hafa unnið saman þrjá eftirsóttustu titlana fjögur ár í röð: Gullna miðjan yfirspilaði United MEISTARI XAVI Hleypur hér til félaga sinna sem hafa stillt sér upp í sigurmyndatöku eftir sigurinn á Wembley. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fyrir aðeins rúmum tveimur mánuðum lá Frakkinn Eric Abidal á skurðarborðinu þar sem hann þurfti að fara í aðgerð vegna krabbameins í lifur en á laugardaginn ákváðu liðsfélagar hans í Barcelona að leyfa honum að taka við Meistaradeildar- bikarnum eftir sigurinn á Manchester United á Wembley. „Við höfum alltaf sagt að okkar stærsti sigur hafi verið endur- koma Abi,“ sagði Daniel Alves um Eric Abidal og Abidal var í sjokki. „Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður. Þetta er stór- brotið og ég mjög þakklátur fyrir þetta,“ sagði Abidal og þjálfar- inn Pep Guardiola var stoltur af fyrirliðanum Carles Puyol. „Ég vil þakka Carles opinber- lega fyrir þetta. Hann heiðrar með þessu klúbbinn og gerir okkur sterkari. Þetta sýnir enn á ný hvað mannlegu gildin eru sterk í búningsklefanum,“ sagði Guardiola. - óój Eric Abidal hjá Barcelona: Fékk að lyfta bikarnum ERIC ABIDAL Sést hér lyfta Meistara- deildarbikarnum. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.