Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 17
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Árný Lúthersdóttir áhugakona um hönnun býr yfir skemmtilegum hugmyndum og lausnum á heimilinu. Hönnunarmiðstöð , Íslandsstofa, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum til samstarfs í þróunarverkefni. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 3. júní. www.honnunarmidstod.is Þ etta er sjónvarps skápur sem ég keypti í lélegu ástandi og lét sprautu- lakka rauðan,“ segir Árný Lúthersdóttir, sem heldur úti síð- unni Punkturinn yfir I-ið á Face- book. Á síðunni kynnir Árný snið- ugar hugmyndir fyrir heimilið. „Í gamla daga var sjónvarp inni í þessum skáp, en nú er búið að taka það úr og setja hillu í staðinn.“ Árný segist skreyta mikið með myndum og ofan á gamla sjón- varpsskápnum stendur myndasería af henni frá því hún var þriggja ára. „Ég átti eina gamla mynd og aftan á henni var númer,“ segir Árný, en hún gat haft uppi á ljós- myndaranum, sem fletti upp mynd- unum og lét framkalla fleiri. Árný segist hafa búið til rauða myndarammann fyrir ofan skáp- inn. „Þetta er MDF-plata sem ég lét saga og sprautulakka rauða,“ upplýsir Árný, sem segir sniðugt að setja myndir á MDF-plötu til að halda þeim beinum á veggnum. „Ég festi plötuna á vegginn og svo eru skrúfur fyrir hverja og eina mynd.“ Undir MDF-plötuna setti Árný tvær tegundir af veggfóðri. „Þarna setti ég saman tvo ólíka liti til þess að ramma veginn inn,“ útskýr- ir Árný og bætir við að hún hafi einnig viljað ramma inn dúkkurn- ar sem hún keypti í Prag. „Fyrst hengdi ég þær bara upp á hvítan vegginn. Mér fannst þær svolítið berar þannig, svo ég málaði vegg- inn fyrir aftan þær.“ martaf@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listh Nýir svefnsófar - margar gerðir 12 mánaða vaxtalausar greiðslur Rammar inn með litum Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900-www.jarngler.is Fyrirtæki - Húsfélög Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða - opnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi. Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.