Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 6
30. maí 2011 MÁNUDAGUR6 BioVinci D-vítamín Vítamínið sem allir eru að tala um Fæst í apótekum 24.–26. júní Hvammstanga Húnaþingi vestra www.landsmotumfi50.is Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU TÉKKLAND, AP Lífrænar agúrkur hafa verið afturkallaðar úr versl- unum í Austurríki og í Tékklandi af ótta við útbreiðslu veiru sem hefur banað að minnsta kosti níu manns og valdið veikindum hundr- aða manna víðs vegar um Evrópu. Í Þýskalandi hafa níu látist og um þrjú hundruð veikst vegna HUS-veirunnar, sem er sjaldgæft afbrigði E.coli-veirunnar. Í Svíþjóð hafa um tíu manns þurft að fara á sjúkrahús undanfarnar tvær vikur eftir að hafa ferðast til Þýskalands. Í Danmörku hafa átta manns farið á sjúkrahús með E.coli-sýkingu sem gæti tengst þessari nýju veiru. Hún hefur einnig greinst í Bret- landi og í Hollandi. Eggert Árni Gíslason, fram- kvæmdastjóri Mata ehf., segir að alltaf sé eitt- hvað um að fyrir tækið flytji inn agúrkur þó svo að stærstur hluti sé íslensk- u r. Un d a n - farið hafa þær erlendu ein- göngu komið frá Hollandi en það hefur þó gerst að spænskar agúrkur hafi verið fluttar til Íslands. „Íslendingar hafa flutt inn agúrkur á veturna frá Spáni en það hefur verið í mjög litlu magni,“ segir Eggert Árni og bætir við að þær hafi ekki verið lífrænar eins og þær sem sýktust á Spáni. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., segir fyrirtækið stöku sinnum flytja inn agúrkur frá Hollandi. „Það eru eiginlega allar gúrk- ur íslenskar. Ef þær skyldu vera erlendar eru þær hollenskar. Það gerist stundum ef það er ekki næg uppskera hér heima og þá er það á veturna,“ segir Kjartan Már, sem telur að íslenskir agúrkuneytendur þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur. Talsmaður Evrópusambands- ins segir að rekja megi HUS-veir- una til tveggja gróðurhúsa á Spáni sem hafi nú hætt starfsemi. Verið er að rannsaka hvort veiran eigi uppruna sinn í vatninu eða jarð- veginum á svæðinu. Niðurstöður úr þeim rannsóknum eru væntan- legar á allra næstu dögum. freyr@frettabladid.is Banvænu agúrkurnar ekki fluttar til Íslands Níu hafa látist í Þýskalandi eftir að hafa borðað sýktar agúrkur frá Spáni. Þrjú hundruð í Þýskalandi og tugir í Danmörku og Svíþjóð hafa farið á sjúkrahús. Spænskar agúrkur hafa verið fluttar inn til Íslands en ekki að undanförnu. KJARTAN MÁR FRIÐSTEINSSON HÆTTULEGAR AGÚRKUR Níu hafa látist í Þýskalandi og um þrjú hundruð hafa veikst eftir að hafa borðað sýktar agúrkur. MYND/AP NÁTTÚRA Náttúrustofa Vesturlands og Háskólasetur Snæfellsness, með styrk frá Nýsköpunarsjóði, munu standa fyrir öflun upplýsinga um fuglalíf á Snæfells- nesi og í Dölum. Verkefnið er til að styðja við ferða- þjónustuna og laða að áhugafólk um fuglaskoðun. Ráðinn hefur verið líffræðinemi til starfa í sumar og hófst gagnaöflun á fyrstu dögum maímánaðar þegar starfsmenn NSV og HS skoðuðu fugla á öllu svæðinu. Samtals sást 61 fuglategund í athugunum á tveim dögum, allt frá einum fugli af hverri tegund, en fuglar af öðrum sáust í þúsundatali. Á tegundalista Snæfellsness og Dala eru nú meðal annarra flækingsfuglarnir mandarínönd, skutulönd, landsvala og bjarthegri, fargestirnir rauðbrystingur, margæs, tildra og sanderla og sjaldgæfir varpfuglar á borð við skeiðönd, grafönd, flórgoða og haförn. Fuglarnir skarta um þessar mundir sínum fínasta varpbúningi og er þessi tími árs því kjörinn til fuglaskoðunar. - shá Líffræðinemi aflar upplýsinga um fuglalíf á Snæfellsnesi í sumar: Laða ferðamenn að fuglaskoðun MANDARÍNÖND Þessi stórkostlegi flækingur er ein ástæða þess að áhugafólk um fuglaskoðun sækir á Snæfellsnesið. Haförninn er þó óumdeildur einkennisfugl svæðisins. MYND/RÓBERT HEILSA Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sif Cosmetics hefur markaðssett EGF BIOeffect húðdropa í ellefu löndum og hefur dreifingar- aðila fyrir húðdropanna í 42 löndum beggja vegna Atlantsála. Fyrirtækið hefur á einu ári selt yfir þrjátíu þúsund flöskur af dropunum hér á landi. Húðdroparnir eru afurð íslenskra vísinda- rannsókna og nýjung á snyrtivörumarkaðnum. Þeir innihalda svokallaða frumuvaka sem hvetja náttúrulega endurnýjun húðfruma. Frumuvakarnir eru framleiddir í byggi af nýsköpunarfyrirtækinu ORF Líftækni. Húðdroparnir hafa hlotið umfjöllun í tísku- tímaritunum Elle, Cosmopolitan, Marie Claire og frönsku og þýsku útgáfunni af Vogue, en síðastnefnda tímaritið birti lof- samlega grein um húðdropana í júníhefti sínu. Húðdroparnir eru seldir í Bret- landi, Þýskalandi, Ítalíu, Dan- mörku og Hollandi, þar sem hol- lenska flugfélagið KLM hefur sett húðdropana í sölu í öllum flugvélum sínum. Í Frakklandi lagði lífsstílsverslunin Colette línurnar með því að vera fyrsti franski útsölustaðurinn, en þar seldist fyrsta sendingin af EGF- húðdropunum upp á viku, segir í fréttatilkynningu. - shá Sif Cosmetics hefur selt 33.512 flöskur af EGF-húðdropum á einu ári á Íslandi: Selja dropa í ellefu þjóðlöndum Ætti að takmarka setutíma for- sætisráðherra í stjórnarskrá? Já 80,4% Nei 19,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Eru bætur til Breiðavíkur- drengja of lágar? Segðu skoðun þína á visir.is NÁTTÚRA Æðarvarp á Norðurlandi virðist hafa orðið mjög illa úti í vorhretinu sem þar gekk yfir á dögunum. Siglo.is segir frá því að allt að 60 prósent af hreiðrum í Siglufirði hafi verið yfirgefin. Þar segir að ætla megi að fjöldi hreiðranna geti verið um 600 og hvert hafi með fjórum eggjum að meðaltali. Þá er ljóst að varp annarra fuglategunda hefur misfarist. Fuglaáhugamenn hafa skotið máva til að hindra það að þeir útrými öllu varpi. - shá Hundruð hreiðra yfirgefin: Æðarvarp varð illa úti í hreti KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.