Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 40
30. maí 2011 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is PÁLMI RAFN PÁLMASON og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu báðir tvö mörk fyrir lið sín í norska fótboltanum um helgina, Pálmi í 4-2 útisigri Stabæk á Start og Björn í 4-2 sigri Lilleström á Sarpsborg. Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Stabæk og hefur því skorað 7 mörk í 9 leikjum á tímabilinu. Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru báðar á skotskónum í Svíþjóð, Sara í 5-0 sigri Malmö á Dalsjöfor en Margrét Lára í 1-3 tapi Kristianstad fyrir Umeå. b m va ll a .is Smellinn forsteyptar einingalausnir frá BM Vallá BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík Sími: 412 5000 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is Helstu kostir SMELLINN húseininga: Styttri byggingartími Steypt við bestu aðstæður Yfirborð frágengið Gott einangrunargildi Minni fjármagnskostnaður 24.–26. júní Hvammstanga Húnaþingi vestra www.landsmotumfi50.is HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen töpuðu báðum leikjum sínum á úrslita- helgi Meistaradeildarinnar um helgina og þurftu að sætta sig við fjórða sætið í keppninni. Löwen tapaði 28-30 fyrir Barcelona í undanúrslitaleiknum á laugardag og svo 31-33 fyrir þýsku meistur- unum í Hamburg í leiknum um um 3. sætið í gær. Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk í undanúrslitaleiknum en var síðan markahæsti maðurinn á vellinum í leiknum um þriðja sætið, þar sem hann skoraði 7 mörk. Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu bara að spila á móti Hamburg þar sem Guðjón skoraði 2 mörk en Róbert komst ekki á blað. Spænska liðið Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild- inni eftir 27-24 sigur á Ciudad Real í úrslitaleiknum. - óój Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í handbolta: Tvö töp hjá Löwen HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið tapaði, 22-20, gegn Svíþjóð í Vodafone-höllinni en leikurinn var hluti af undirbúning liðsins fyrir umspilsleikina gegn Úkraínu í næstu viku. Jafnræði var á með liðunum allan leikinn og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka for- ystu. Svíar voru skrefinu á undan síðustu tíu mínútur leiksins og náðu að innbyrja sigur. Rakel Dögg Braga dóttir var atkvæðamest fyrir Ísland með sex mörk og Guðný Jenný Ásmundsdóttir var frábær í markinu og varði 18 skot. Isabelle Gulldén skoraði 8 mörk fyrir Svía auk þess sem hún stjórnaði leik gestanna óaðfinnanlega. „Ég er bara hundfúll að hafa ekki náð að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands, eftir tapið í gær. „Leikurinn var jafn nánast allan tíman, en um miðbik síðari hálf- leiksins náðum við að komast yfir og áttum fínan möguleik á því að vinna leikinn. Stelpurnar gerðu sig sekar um of mörg tæknimistök og þær hefðu átt að skjóta betur á markið á köflum, en það erfitt á móti jafn góðu liði og Svíþjóð. Við hefðum þurft að fá mun fleiri hraðaupphlaupsmörk hér í dag. Varnarleikurinn hjá okkur var heilt yfir mjög góður og sóknarlega var liðið að sýna nokkuð fína takta. Það er gríðarlega mikilvægt að fá þessa leiki á móti Svíþjóð fyrir liðið, en þær urðu í öðru sæti á síðasta Evr- ópumóti og eru með virkilega gott lið,“ sagði Ágúst. „Það var margt jákvætt í okkar leik en ég hefði viljað sigra,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir leik- inn í gær. „Við eigum alveg góðan mögu- leika á móti þessu liði og klúðr- uðum þessu í raun á síðustu fimm mínútum leiksins, þar gerum við of dýrkeypt mistök. Við erum að spila mjög góða vörn allan leik- inn og nokkuð agaðan og skipu- lagðan sóknarleik. Við þurfum að nýta færin okkar betur á móti svona liðið og skjóta betur á mark- ið. Markvörðurinn þeirra var okkur erfiður og við þurfum að skoða hana vel fyrir leikinn á morgun.“ - sáp Stelpurnar stóðu í silfurliðinu Íslenska kvennalandsliðið tapaði, 22-20, fyrir Svíum í vináttulandsleik í Vodafone-höllinni í gær. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti stórleik í íslenska markinu en það dugði ekki til. „Ég er bara hundfúll að hafa ekki náð að vinna þennan leik,“ sagði Ágúst Jóhanns- son, þjálfari Íslands. SAMEINAÐAR STOPPUM VIÐ ÞÆR Rakel Dögg Bragadóttir og Stella Sigurðar- dóttir reyna hér að stoppa hina frábæru Isabellu Gulldén. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vináttulandsleikur í handb. Ísland - Svíþjóð 20-22 (10-11) Mörk Íslands (skot): Rakel Dögg Bragadóttir 6/2 (12/4), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), ), Rut Jónsdóttir 3 (4), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (5/1), Stella Sigurðardóttir 2 (2), Brynja Magnúsdóttir 2 (0/2), Karen Knútsdóttir 1 (2), Rebekka Skúladóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1). Varin skot: Jenný Ásmundsdóttir 18 (40/4, 45%) Mörk Svíþjóðar (skot): Isabelle Gulldén 8/4 (20/4), Jamina Roberts 3 (5), Annika Fredén 2 (2), Anna-Maria Johansson 2 (3), Therese Helgesson 2 (7), Jessica Helleberg 2 (3), Matilda Boson 1 (4), Angelica Wallén 1 (2), Kristina Flognman 1 (1). Varin skot: Cecilla Grubbström 14/2 (34/3, 41%). Örninn Golf mótið KARLAR 1. Axel Bóasson, GK -7 2. Arnar Snær Hákonarson, GR Par 3. Stefán Már Stefánsson, GR +2 4. Helgi Birkir Þórisson, GSE +3 4. Örvar Samúelsson, GA +3 6. Haraldur Franklín Magnús, GR +5 7. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +6 7. Sigmundur Einar Másson, GKG +6 7. Sigurjón Arnarsson, GR +6 10. Örn Ævar Hjartarson, GS +7 KONUR 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +4 2. Signý Arnórsdóttir, GK, +6 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, + 8 3. Heiða Guðnadóttir, GKj., +8 5. Nína Björk Geirsdóttir, GKj. +9 6. Sunna Víðisdóttir, GR +11 7. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, +12 8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, +14 8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, +14 10. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK, +15 ÚRSLIT Í GÆR GOLF Ungt Keilisfólk, Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvins dóttir, fagnaði sigri á fyrsta stigamóti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á Garðavelli á Akra- nesi um helgina. Axel Bóasson fagnar tvítugs- afmæli sínu í næstu viku og hann hélt upp á afmæli sitt með viðeig- andi hætti. Axel lék frábærlega um helgina og lék hringina tvo á sjö höggum undir pari. Hann var öruggur sigurvegari á mótinu og lék alls á sjö höggum betur en Arnar Snær Hákonar son úr GR sem varð í öðru sæti. Axel endaði í 10. sæti á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni í fyrra og er þetta fyrsti sigur hans á stigamótaröðinni. S t e f á n M á r Stefáns son úr GR varð í þriðja sæti en hann var með eins högg for- skot á Axel eftir fyrri daginn þar sem hann lék á fimm höggum undir pari. Stefán Már lék hins vegar á sjö höggum yfir pari í gær. G u ð r ú n B r á Björgvinsdóttir, sigurvegarinn í kvennaflokki, er aðeins sautj- án ára gömul en hún lék hringina tvo á 148 höggum eða 4 yfir pari. Guðrún Brá var í þriðja sæti eftir fyrri daginn en lék langbest í gær eða á þremur höggum yfir pari. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá sigrar á stigamóti í fullorðins- flokki en hún er dóttir Björgvins Sigurbergssonar, fyrrum Íslands- meistara í golfi. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð önnur, en hún lék á 150 höggum, eða 6 yfir pari. Heimastúlkan Val- dís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Heiða Guðnadóttir úr Kili urðu jafnar í þriðja sæti en þær voru jafnar eftir fyrri daginn. - óój Ungt Keilisfólk í sviðsljósinu á fyrsta stigamóti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni: Axel og Guðrún Brá góð í gær MEISTARARNIR Á SKAGANUM Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru bæði í Keili. MYND/STEFÁN GARÐARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.