Fréttablaðið - 04.06.2011, Qupperneq 2
4. júní 2011 LAUGARDAGUR2
JEMEN, AP Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens,
særðist þegar hópur uppreisnarmanna skaut
flugskeytum á forsetahöllina í Sanaa í gær.
Að minnsta kosti sex verðir létu lífið og sjö hátt-
settir embættismenn særðust einnig, þar á meðal
forsætisráðherra, varaforsætisráðherra, þingforseti
landsins og ríkisstjórinn í Sanaa.
Bæði Nooman Dweid, ríkisstjóri Sanaa, og Rashad
al-Alimi, varaforsætisráðherra, eru alvarlega særð-
ir og al-Alami hefur ekki komist til meðvitundar.
Jemenskur embættismaður segir að forsetinn
hafi aðeins hlotið minniháttar meiðsli á hálsi. Hann
sé nú við góða heilsu, en sjónvarpsstöð stjórnar-
andstæðinga hafði fullyrt að forsetinn hefði fallið í
árásinni.
Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar hafa barist
hart í höfuðborg Jemens í nærri hálfan mánuð og
hafa þau átök kostað hátt á annað hundrað manns
lífið. Þetta er þó í fyrsta sinn sem árás er gerð á
forsetahölllina.
Nokkrir fjölmennir og áhrifamiklir ættflokkar í
landinu hafa skipað sér í sveit með mótmælendum,
sem krefjast umbóta og afsagnar forsetans. - gb
Forseti Jemens særðist í flugskeytaárás á forsetahöllina í Sanaa:
Helstu ráðamenn illa særðir
MÓTMÆLI Í SANAA Alda mótmæla gegn forseta Jemens hefur
verið óstöðvandi vikum saman. NORDICPHOTOS/AFP
Stefán, eruð þið byrjaðir að
manna skansinn?
„Já, og flotinn er klár.“
Stefán B. Friðriksson er formaður Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja. Hann líkti
kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar við árás
á Vestmannaeyjar í gær. Skansinn var
virki sem byggt var í Heimaey á 16. öld til
að verja eyjuna.
ASUS FARTÖLVA (INTEL PENTIUM DUAL CORE 2.13 GHZ)
Ótrúlegt verð fyrir frábæra
fartölvu, tilvalin fyrir
námsmenn. Tölvan kemur
uppsett með Windows.
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
77.940 kr. GILDIR Í 24 TÍMA
129.900 kr.
Verð
40%
Afsláttur
51.960 kr.
Afsláttur í kr.
ORKUMÁL „Það er augljóst að það
er eitthvað að í lagaumhverfinu
ef þeir telja sig knúna til að kom-
ast að þessari niðurstöðu,“ segir
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra um veitingu rannsóknarleyf-
is í Grændal í Ölfusi. Orkustofnun
veitti leyfi til rannsókna á jarð-
hita, grunnvatni, yfirborðsvatni og
efnisnámum á rannsóknarsvæðinu.
Ráðherra hefur óskað eftir
munnlegum rökstuðningi frá
Orkustofnun og mun eiga fund
um málið eftir helgi. Katrín segir
mikilvægt að komast að því hvað
knýi stofnunina til að komast að
þessari niðurstöðu og boðar breyt-
ingar á lögum, komi í ljós að lögin
kalli á úrskurðinn.
Katrín bendir á að Grændalur
sé eitt þeirra svæða sem verði
líklega skilgreind sem verndar-
svæði í rammaáætlun og því skjóti
skökku við að gefa út rannsóknar-
leyfi svo skömmu áður en áætlunin
taki gildi.
Lög um rammaáætlun voru
samþykkt á yfirstandandi þingi
og þingsályktunartillaga mun líta
dagsins ljós á næstu vikum, að
sögn Katrínar. Ekki hefur ríkt full
sátt um tillöguna meðal stjórnar-
flokkanna en
ráðherra von-
ast til að sam-
staða ríki um
tillöguna þegar
hú n kemu r
fram.
Katrín bend-
ir einnig á að
sveitarfélagið
Ölfus hafi ekki
sett rannsókn-
arboranir á skipulag og ólíklegt
sé að það gerist, þar sem andstaða
sé við röskun á svæðinu innan
sveitarfélagsins.
„Allir aðilar verða að stíga var-
lega til jarðar þar til rammaáætlun
er tilbúin. Þess vegna vil ég kanna
hvort eitthvað er í lögum sem kall-
ar á þennan úrskurð og mun grípa
til ráðstafana ef svo er.“
Katrín telur þó óljóst að hún nái
að leggja fram lagabreytingar áður
en rammaáætlun taki gildi. „Aðal-
atriðið er að við erum að koma
okkur úr vondu kerfi á þessu sviði.
Úr vondu lagaumhverfi sem hefur
verið götótt og inn í lagaumhverfi
rammaáætlunar þar sem tekið
er mið af náttúrunni frá upphafi
ferlisins.“ - kóp
Iðnaðarráðherra er ósáttur við úrskurð Orkustofnunar um rannsóknarleyfi í Grændal og boðar lagabreytingu:
Ráðherra vill rökstuðning vegna boranaleyfis
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
FERÐALÖG Í dag birtist í blaðinu
kort af Suðurnesjum þar sem
bent er á nokkra áhugaverða
staði til að skoða. Kortið er það
fyrsta í röð korta sem verða
fastur liður í Fréttablaðinu í
sumar. Landshlutar eru valdir
í tengslum við hátíðir sem eru
á svæðinu og Bylgjan útvarpar
beint frá en nú um helgina
er hátíðin Sjóarinn síkáti í
Grindavík.
Kortin gagnast vonandi les-
endum á ferð um landið í sumar.
Um næstu helgi verður kort
af nágrenni Selfoss og helgina
þar á eftir verður haldið í
Arnarfjörðinn. - sbt / sjá síðu 34
Fréttablaðið á ferð um landið:
Landshlutakort
í hverri viku
SAKAMÁL „Þetta mál snýst ekki um
sekt, sakleysi eða líf heldur pen-
inga. Ef ég gæti farið út til Taí-
lands og greitt til að leysa Brynj-
ar út myndi ég gera það. En ég
á ekki neitt,“ segir Borghildur
Antonsdóttir, móðir Brynjars Mett-
inissonar sem handtekinn var úti á
götu í Bangkok í Taílandi á mánu-
dag og úrskurðaður í þriggja mán-
aða gæsluvarðhald. Brynjar varði
25 ára afmælisdeginum innan
fangelsismúranna í gær.
Ræðismaður Íslands í Taílandi
fékk í gær lögfræðing í mál Brynj-
ars og mun hann heimsækja skjól-
stæðing sinn í fangelsið snemma
í næstu viku. Lögfræðikostnaður
fellur á móður Brynjars.
Greint var frá því í fyrradag að
Brynjar og unnusta hans hefðu
verið á heimleið frá veitingastað
í Bangkok þegar þau hittu mann
frá Ástralíu sem þau könnuðust
við. Skömmu síðar bar lögreglu að
sem leitaði á mönnunum. Fíkniefni
fundust á Ástralanum en ekkert á
Brynjari. Þeir voru báðir hand-
teknir og eiga að dúsa í fangelsi í
borginni þar til mál þeirra verður
tekið fyrir eftir þrjá mánuði.
Í Taílandi eru hörð viðurlög gegn
fíkniefnabrotum og gæti Brynjar
átt yfir höfði sér þrjátíu ára dóm.
Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt
við um Brynjar, þar á meðal systk-
ini hans, segja hann dagfarsprúðan.
Ólíklegt sé að hann hafi verið við-
riðinn fíkniefnamisferli eins og lög-
regla í Taílandi gruni hann um.
Borghildur hefur ekki fengið að
ræða við son sinn en fær daglega
upplýsingar um líðan hans frá kær-
ustunni, sem fer í fangelsið dag-
lega. Þar eru aðstæður slæmar.
„Hún segir mér að Brynjar hafi
verið fluttur til í fangelsinu, í klefa
sem ansi margir eru í. Þar er skít-
ugt og ömurlegt, Brynjari líður
hræðilega og hann sefur illa. En nú
má hún ekki koma með mat til hans
nema einu sinni í viku, á þriðjudög-
um. Einu sinni á dag kemur súpu-
karl og Brynjar þarf að kaupa súpu
af honum. Þarna þarf að kaupa allt,
mat og klósettpappír … allt,“ segir
Borghildur. „Ef hann hefði ekki
kærustuna til að láta sig fá peninga
þá fengi hann ekkert.“
Borghildur hefur eftir kærustu
Brynjars að Ástralinn sé í sama
fangelsi. Brynjar hafi heyrt að
bróðir mannsins sé væntanlegur
og ætli sá að greiða fyrir lausn
hans, jafnvirði einnar milljónar
króna.
„Ég á ekki þessa peninga,“ segir
Borghildur, sem í síðustu viku
flutti til dóttur sinnar og tveggja
barna hennar í Svíþjóð. Þar dvelur
hún með yngsta ömmubarninu sem
fæddist fyrir mánuði.
jonab@frettabladid.is
Frelsið kostar eina
milljón í Taílandi
Brynjar Mettinisson varði 25 ára afmælisdeginum í fangaklefa í Bangkok. Móð-
ir hans segir sekt og sakleysi merkingarlaus. Peningar opni dyr úr steininum.
Bróðir manns sem var tekinn með fíkniefni er sagður ætla að greiða mútur.
Aðstandendur Brynjars hafa efnt til söfnunar til að greiða fyrir lögfræði-
kostnað og ferð móður hans til Taílands. Reikningsnúmerið er 0537-26-
494949. Kennitala er 060549-4949.
Safna fyrir lögfræðikostnaði
ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Brynjar Mettinisson hefur verið færður í klefa með mörgum
föngum. Þar líður honum illa, að sögn Borghildar Antonsdóttur, móður hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
SAMGÖNGUR Umferðin í maí 2011 á
sextán völdum talningarstöðum á
Hringveginum var tíu prósentum
minni en í sama mánuði í fyrra.
Frá áramótum nemur samdráttur-
inn tæpum níu prósentum. Þetta
er gífurlega mikill samdráttur
í sögulegu samhengi, að sögn
Vegagerðarinnar.
Miðað við spá Vegagerðarinnar
stefnir á þessu ári í metsamdrátt
síðan 1975, þrisvar sinnum meiri
en hann hefur orðið mestur milli
ára. Mest dregur úr umferð á
Suðurlandi, um tæplega 20 pró-
sent, en minnst á Hringveginum
í grennd við og um höfuðborgar-
svæðið, um 4,5 prósent. - shá
Umferð dregst saman:
Spá mesta sam-
drætti í 35 ár
Í UMFERÐINNI Mest dregur úr umferð á
Suðurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NEYTENDAMÁL Verð á bensíni
og dísilolíu lækkaði í gær hjá
Atlantsolíu, Orkunni og ÓB. Öll
félögin reka ómannaðar bensín-
stöðvar.
Samkvæmt vefsíðunni
gsmbensin.is í gærkvöldi var
verð á bensíni 232,10 krónur hjá
Orkunni og 0,10 krónum dýrara
hjá hinum félögunum tveimur.
Dísilolía kostaði 231,10 krónur
hjá öllum stöðvunum.
Verð á eldsneyti hjá þjónustu-
stöðvum N1, Shell og Olís var um
fimm krónum hærra. - shá
Verði án þjónustu breytt:
Eldsneytisverð
lækkað um
fimm krónur
VIÐ DÆLUNA Mikil lækkun hjá þremur
olíufélögum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÁRMÁL Skattrannsóknarstjóri
rannsakar tvö mál þar sem grun-
ur leikur á um að tugmilljóna
króna fjármagnstekjuskatti hafi
verið skotið undan. Krafist hefur
verið kyrrsetningar eigna meðan
á rannsókn málsins stendur.
Fréttastofa RÚV sagði frá í
gær.
Rannsóknin snýr að stórfelld-
um skattsvikum þar sem nokkur
hundruð milljóna króna fjár-
magnstekjur voru ekki gefnar
upp til skatts. Farið var fram á
kyrrsetningu eigna hjá þeim sem
til rannsóknar eru en ekki er
gefið upp hverjir eigi í hlut. - shá
Tugmilljónum skotið undan:
Tvö skattsvika-
mál rannsökuð
SPURNING DAGSINS