Fréttablaðið - 04.06.2011, Side 6
4. júní 2011 LAUGARDAGUR6
HOLLAND, AP „Ég er Ratko Mladic
og allur heimurinn veit hver ég
er,“ sagði fyrrverandi yfirmaður
herliðs Bosníu-Serba og vildi engu
svara ákærum, sem hann sagði við-
bjóðslegar.
Hann var í fyrsta sinn leiddur
fyrir stríðsglæpadómstól Sam-
einuðu þjóðanna í Haag í gær, þar
sem hann er ákærður fyrir verstu
stríðsglæpi í sögu Evrópu frá
lokum seinni heimsstyrjaldar.
Hann virtist eiga erfitt með að
nota hægri höndina. Réttarverðir
studdu hann þegar hann stóð upp
og hjálpuðu honum að setja á sig
heyrnartól svo hann gæti heyrt
serbneskan túlk þýða jafnóðum
það sem sagt var í réttarsalnum.
Mladic sagðist vera alvarlega
veikur en vildi ekki ræða veikindi
sín nema fyrir luktum dyrum.
Ættingjar hans hafa sagt að
hann hafi tvisvar fengið heilablóð-
fall á síðustu árum. Lögfræðing-
ur Mladics í Serbíu hefur einnig
sagt að hann hafi verið með eitla-
krabbamein og bæði gengist undir
uppskurð og fengið lyfjameðferð
vegna þess árið 2009.
Alphons Orie, aðaldómari í mál-
inu, boðaði framhald réttarhald-
anna 4. júlí næstkomandi. Ef Mla-
dic neitar aftur að svara ákærum,
þá verður litið svo á að hann telji
sig saklausan svo réttarhöldin geta
þá hafist fyrir alvöru.
Búast má við að þau taki allmörg
ár.
Ákæran á hendur honum er í ell-
efu liðum. Hann er ákærður fyrir
fjöldamorðin í Srebrenica í júlí
árið 1995, þegar hermenn undir
hans stjórn myrtu um átta þúsund
karlmenn og drengi. Hann er einn-
ig ákærður fyrir að hafa stjórnað
svonefndum þjóðernishreinsunum,
þegar hermenn undir hans stjórn
hröktu fólk frá þorpum og bæjum
með grófu ofbeldi í Bosníustríð-
inu á árunum 1992-95. Þá er hann
ákærður fyrir að hafa staðið fyrir
ofsóknum, kúgun, pyntingum,
nauðgunum á múslimum og Kró-
ötum í Bosníu, auk þess sem hann
er ákærður fyrir að hafa tekið
friðargæsluliða og hernaðareftir-
litsmenn Sameinuðu þjóðanna í
gíslingu. gudsteinn@frettabladid.is
Ratko Mladic neitar
að svara ákærunum
Mladic telur sig aðeins hafa verið að verja land sitt og þjóð. Segist vera alvarlega
veikur, en vildi ekki ræða veikindi sín nema fyrir luktum dyrum. Búast má við
að réttarhöldin hjá stríðsglæpadómstólnum í Haag standi yfir árum saman.
Árið 1993 var stofnaður í Haag í Hollandi alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll,
sem fjallar um stríðsglæpamál frá ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu í tengslum
við Balkanskagastríðin á síðasta áratug síðustu aldar. Alls hafa ákærur verið
gefnar út á hendur 161 sakborningi. Flestir þeirra eru Serbar en einnig eru
meðal þeirra bæði Króatar og múslimar. Til þessa hafa 64 verið sakfelldir,
13 sýknaðir, 16 mál eru enn í áfrýjunarferli, 14 eru fyrir dómi, 13 hafa verið
færð yfirvöldum í Serbíu til meðferðar, en ákærur á hendur 34 hafa verið
felldar niður. Fjórir sakborningar bíða enn réttarhalda og einn gengur laus.
Sá er Goran Hadzic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarsveita Serba í Króatíu.
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn
RATKO MLADIC Sagði ákærurnar við-
bjóðslegar og vildi ekki að þær yrðu
lesnar upp, hvað þá að hann vildi lýsa
sig sekan eða saklausan. NORDICPHOTOS/AFP
FYLGST MEÐ Konur, sem misstu eiginmenn sína, feður eða syni í fjöldamorðunum í
Srebrenica, fylgdust í gær með beinni sjónvarpsútsendingu frá dómstólnum í Haag.
Veggir herbergisins eru þaktir myndum af fórnarlömbum fjöldamorðanna.
NORDICPHOTOS/AFP
Sanngirnisbætur
Innköllun
Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur bfyrir
misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007
og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumanninum á Siglufirði
verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem
eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslumaður eftir því sem
kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er lúta að sama heimilinu.
Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem
dvöldu á:
skólaheimilinu Bjargi og
vistheimilinu Reykjahlíð
Hér með er skorað á alla þá sem voru vistaðir á skólaheimilinu
Bjargi einhvern tíma á árabilinu 1965-1967 eða á vistheimilinu
Reykjahlíð einhvern tíma á árabilinu 1956-1972 og urðu þar fyrir
illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu
um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 20. september 2011. Kröfu má
lýsa á eyðublaði sem er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is
og hjá tengiliði vegna vistheimila.
Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránugötu
4-6, 580 Siglufirði.
Verði kröfu ekki lýst fyrir 20. september 2011 fellur hún niður.
Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vistheimila við
framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að kostnaðar-
lausu. Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík.
Sími tengiliðar er 545 9045.
Siglufirði 3. júní 2011
Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður
FASTEIGNIR Áttatíu og sjö kaup-
samningum um fasteignir var
þinglýst á höfuðborgarsvæðinu
frá 27. maí til og með 2. júní. Á
vef Þjóðskrár Íslands kemur
fram að 71 þessara samninga
hafi verið um eignir í fjölbýli,
13 um sérbýli og þrír um annars
konar eignir en íbúðarhúsnæði.
Heildarveltan var 2.896 millj-
ónir króna. Þetta eru talsvert
meiri umsvif en á síðasta ári, en
dagana 28. maí til 3. júní í fyrra
var 51 samningi þinglýst á höfuð-
borgarsvæðinu og heildarveltan
var 1.324 milljónir króna. - þj
Veltan tæpir þrír milljarðar:
Aukin umsvif
frá síðasta ári
Í UPPSVEIFLU Fleiri fasteignasamningum
var þinglýst síðustu daga en á sam-
svarandi tíma á síðasta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ORKUMÁL Orka sem unnin verður
úr jarðvarma í Þingeyjarsýslum
verður notuð til umfangsmikillar
atvinnuuppbyggingar á Norðaust-
urlandi samkvæmt viljayfirlýs-
ingu sem fulltrúar ríkisstjórnar-
innar og sveitarfélaga á
Norðausturlandi hafa undirritað.
Skipuð verður verkefnisstjórn
sem greina á innviði og meta þörf
fyrir eflingu á opinberri þjón-
ustu, auk þess að huga að vexti
atvinnulífs og fjölbreytni þess,
að því er segir í tilkynningu frá
iðnaðarráðuneytinu. - bj
Skrifa undir viljayfirlýsingu:
Jarðvarmi verði
nýttur í héraði
Ræddu málefni Líbíu
Málefni Líbíu og aðgerðir alþjóða-
samfélagsins þar voru til umræðu á
fundi Össurar Skarphéðinssonar utan-
ríkisráðherra og Guma El-Gamaty,
sérstaks fulltrúa Líbíska þjóðarráðsins,
í gær. Í tilkynningu ráðuneytisins
kemur fram að El-Gamaty sé fulltrúi
ráðsins gagnvart breskum stjórnvöld-
um, auk þess að sinna samskiptum
við önnur ríki Evrópu. Á fundinum
áréttaði Össur stuðning Íslands við
ályktanir öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
UTANRÍKISMÁL
Tekið á stöðubrotum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
beinir þeim vinsamlegu tilmælum
til ökumanna sem eiga leið um
Laugardalinn að nýta þau bílastæði
sem þar eru í stað þess að leggja
ólöglega á eða við götur á svæðinu. Í
kvöld fer fram í Laugardal landsleikur
Íslendinga og Dana í knattspyrnu. Þeir
sem leggja ólöglega geta búist við
sektum vegna stöðubrota en gjaldið,
5.000 krónur, rennur í Bílastæðasjóð.
Hraðakstur í Hvassahrauni
Heldur færri óku of hratt í norður í
Hvassahrauni á Reykjanesbraut þegar
lögregla var þar í vikunni við mælingar
en að jafnaði gerist. Yfirleitt fara 14
til 17 prósent ökumanna of hratt en
nú var hlutfallið 13 prósent. Mynduð
voru brot 35 ökumanna af 277 á þeirri
klukkustund sem mælingin stóð yfir.
Meðalhraði þeirra brotlegu var 104
kílómetrar á klukkustund. Sá sem
greiðast ók fór á 117 kílómetra hraða.
LÖGREGLUMÁL
MANNLÍF Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um
allt land í dag og er víða skipulögð dagskrá þar sem
sjósókn og sjávarútvegur eru í fyrrúmi.
Til dæmis er Hátíð hafsins haldin á Grandagarði
þar sem sjá má fjöldann allan af sjávardýrum.
Í Hafnarfirði eru hefðbundin hátíðarhöld með
skemmtisiglingu, kappróðri og heiðrun sjómanna. Í
Grindavík fer fram hátíðin Sjóarinn síkáti og verður
dagskrá alla helgina líkt og á Akureyri, þar sem Einn
á báti hefst í dag. Þá hófust hátíðarhöld í Fjarðabyggð
á miðvikudag og verður dagskrá í öllum byggðar-
kjörnum sveitarfélagsins.
Loks má geta þess að vegleg dagskrá verður í
Vestmannaeyjum, þar sem í dag verður keppt í
greinum eins og koddaslag og kappróðri. Á morgun
verður síðan sjómannamessa og sjómenn heiðraðir á
hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. - þj
Sjómannadagshelgin er nú haldin hátíðleg um allt land og uppákomur víða:
Hefðbundin hátíðarstemning
SJÓSTAKKAHLAUP Margvíslegar uppákomur og keppnir fara fram í
sjávarbyggðum í tilefni af sjómannadeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN
Finnst þér Ásmundur Einar
Daðason passa frekar inn í
Framsókn en VG?
Já 67,8%
Nei 32,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telur þú nauðsynlegt að halda
úti sérstakri vefsíðu um lands-
dómsmálið?
Segðu skoðun þína á visir.is
EFNAHAGSMÁL Mikilvægt er að sýna
sjálfsaga til að halda utan um ríkis-
fjármálin þegar áætlun stjórnvalda
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)
rennur sitt skeið í ágúst og sýna að
hægt sé að taka á strúktúrveikleik-
um í íslensku efnahagslífi, að sögn
Árna Páls Árnasonar, efnahags- og
viðskiptaráðherra.
Stjórn AGS samþykkti í gær
fimmtu endurskoðun efnahags-
áætlunar sjóðsins og stjórnvalda
á fundi sínum í Washington. Með
samþykktinni geta stjórnvöld
fengið aðgang að 25,7 milljarða
króna láni sjóðsins og 73 milljarða
króna lánalínu
frá Norðurlönd-
unum.
Í endurnýj-
aðri viljayfirlýs-
ingu sem stjórn-
völd sendu AGS
kemur fram að
hagkerfið sé
að taka við sér
og að hagvöxt-
ur verði í ár, sá
fyrsti frá hruni. Í fyrri viljayfir-
lýsingum hefur verið gert ráð fyrir
allt að þriggja prósenta hagvexti.
Árni Páll segir spár hljóða upp á
tveggja prósenta hagvöxt í ár en
þrjú prósent á næsta ári.
„Efnahagsáætlun okkar næstu
árin verður að miða að því að ná
upp hagvexti til að vinna bug á
atvinnuleysi,“ segir Árni Páll og
leggur áherslu á að draga verði
úr einhæfni, fákeppni og skorti á
samkeppni auk þess að greiða fyrir
fjárfestingu og nýsköpun til að efla
útflutningsdrifinn hagvöxt.
„Hvert ár sem líður án þess að
dragi verulega úr atvinnuleysi er
mjög dýrt. Við þurfum fjögurra
til fimm prósenta hagvöxt til að
höggva í það að ráði.“ - jab
Verðum að taka á veikleikum í íslensku efnahagslífi, segir Árni Páll Árnason:
Fimmta endurskoðun í höfn
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
KJÖRKASSINN