Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 8

Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 8
4. júní 2011 LAUGARDAGUR8 1 Hvaða bandaríska flugfélag hóf beint áætlunarflug til Íslands á fimmtudag? 2 Hvaða Evrópuþjóð fagnar um þessar mundir 150 ára afmæli sam- einaðs ríkis? 3 Hvað heitir Íslendingurinn í bresku rokkhljómsveitinni The Vaccines? SVÖR 1. Delta Air Lines 2. Ítalir 3. Árni Hjörvar Árnason ÞÝSKALAND, AP Víða í Evrópu hafa skólar tekið allt grænmeti af mat- seðli mötuneyta sinna. Gúrkur hrúgast upp óseldar í verslunum og bændur segjast verða fyrir fjárhagslegu stórtjóni. Allt þetta stafar af ótta við kólí- gerilinn skeinuhætta, sem dregið hefur 18 manns til bana í Þýska- landi og Svíþjóð. Nærri tvö þús- und manns hafa veikst af völdum hans. Neytendur láta því eiga sig að leggja sér grænmeti til munns, í öryggisskyni að minnsta kosti. „Sjóðið það eða borðið það ekki,“ sagði nýrnasérfræðingurinn Rolf Stahl á blaðamannafundi í Ham- borg í gær. „Það er mín persónu- lega ráðlegging.“ Flestir þeirra sem veiktust segj- ast hafa snætt grænmeti stuttu síðar. Ekki er vitað úr hvaða grænmeti gerillinn barst í fólk, en framan af var hann talinn hafa borist með gúrkum frá Spáni. Spænskir bændur eru æfir og vilja bæði skýringar og skaðabætur frá Þjóðverjum, sem töldu sig geta fullyrt að gerillinn hafi borist frá Spáni. Nú, þegar ljóst er að spænsku gúrkurnar áttu ekki hlut að máli, segist Angela Merkel Þýskalands- kanslari ætla að kanna hvort Evr- ópusambandið geti komið spænsk- um bændum til hjálpar. - gb Grænmetissala nánast að engu orðin víða í Evrópu: Grænmetisóttinn heltekur Evrópu GRÆNMETISSALI Í BERLÍN Þýska stjórnin kannar nú möguleika á að Evrópusam- bandið komi spænskum bændum til hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP eru látnir í Þýska- landi og Svíþjóð eftir matareitrun sem rakin hefur verið til kólígerilssmits á grænmeti. Nær tvö þúsund manns hafa veikst af völdum gerilsins. 18 STJÓRNSÝSLA Stjórn Kirkjugarða- samband Íslands leggur til rúm- lega 30 prósenta hækkun í fjár- framlögum ríkisins á næstu tveim árum. Einingaverð verði uppfært samkvæmt samkomulagi frá árinu 2005 í tveimur áföngum með þeim hætti að framlag ríkisins næsta ár verði reiknað upp að fullu og síðan skert um þrjú prósent, líkt og boðað sé í fjárlögum þessa árs. Síðan tæki upprunalegi samningurinn gildi án skerðingar árið 2013. Er þetta gert í ljósi bágrar fjár- hagsstöðu kirkjugarða í landinu og segir Þórsteinn Ragnarsson, for- maður Kirkjugarðasambandsins, ástandið farið að bitna á umhirðu garðanna, viðhaldi fasteigna, véla- kaupum og færri sumarráðningum starfsfólks. Fjárþörf garðanna, sem eru 356 talsins, er talin vera um 1,1 milljarður króna, en miðað við fjár- lög þessa árs veitir ríkið um 845 milljónir til kirkjugarða landsins. „Málum var komið á góðan rek- spöl árið 2005. Svo skera stjórn- völd alveg blindandi á framlög- in eftir efnahagshrunið,“ segir Þórsteinn. „Það er verið að skera niður í starfsgrein sem var mjög vængbrotin fyrir.“ Aðalfundur sambandsins var haldinn á Húsavík um síðustu helgi og segir Þórsteinn þungt hljóð almennt hafa verið í fundar- mönnum. Staðan sé þó misjöfn eftir görðum landsins, en víða séu mál orðin það slæm að erfitt sé að borga prestum og iðnaðarmönnum. Stjórn sambandsins hefur nú sent bréf til iðnaðarráðuneytisins þar sem farið er fram á að framlög til garðanna verði hækkuð um 30 prósent á næstu tveim árum. Með því myndi upphaflegt samkomu- lag kirkjugarðanna og ríkisins frá árinu 2005 standa, en framlög hafa lækkað um rúm 10 prósent frá árinu 2008. Aftur á móti hefur dán- artala Íslendinga hækkað úr 1.987 árið 2008 í 2.017 í fyrra. - sv Kirkjugarðar skera niður í umhirðu og viðhaldi fasteigna og ráða færra fólk vegna fjárhagsörðugleika: Vilja að framlög ríkisins hækki um 30% ÞÓRSTEINN RAGNARSSON Rétta verður hallarekstur kirkjugarða af segir formaður Kirkjugarðasambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér. – nýjungar sem nýst geta þínu fyrirtæki. Við vekjum athygli á ráðstefnu þar sem alþjóðlegir fyrir- lesarar fjalla um allt það sem hæst ber í kortamálum í Evrópu. Þessi ráðstefna á erindi við alla þá sem vilja nýta sér þær nýjungar sem fólgnar eru í greiðslukortavið- skiptum sem tækifæri í markaðssókn. Ráðstefnan sem er á vegum CAC Conferences, verður haldin 7. og 8. júní næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Arion banki býður 50% afslátt af ráðstefnugjaldi. Dagskrá ráðstefnunnar og skráning á arionbanki.is/radstefna. Arion banki og CAC Conferences. Ráðstefna VITA er lífið Korfu VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is 49.900kr.* og 15.000 Vildarpunktar 7. - 18. júní. Innifalið: Flug fram og til baka og skattar. *Verð án Vildarpunkta 59.900 kr. Ótrúlegt verð! ÍS L E N S K A /S IA .I S V IT 5 52 87 0 6/ 11 VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.