Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 18
18 4. júní 2011 LAUGARDAGUR „Norðurvíkingur“ og stórvelda- ásælnin á norðurslóðum Liðaskipt ing heimsvelda nútímans er ljós. USA og ESB eru saman í liði þrátt fyrir sam- keppni og átök þeirra á milli (og innan ESB). Þau eru meg- inbandamenn og mynda járn- slegna blokk, sameinaða í NATO, blokk sem stendur nær miðstýrð- um heimsyfirráðum en nokkurt stórveldi sögunnar. NATO var breytt í hnattrænt, útrásarhneigt bandalag um aldamótin. Blokkin ógnar keppinautum sínum (Rúss- ar og Kínverjar þar helstir) og líður ekki mótþróa smáríkja sem liggja á mikilvægum svæðum: Afganistan, Írak, Líbýa. Þessi stríð eru ekki „strákaleikir“, ekki „gamaldags“ né byggja á „kalda- stríðshugsun“. Þau eru nútíma- stjórnmál í skýrustu mynd: hern- aðarstefna sem grundvallaratriði í heimsvaldastefnu. Blokkin hefur um tíma beint meginsókn sinni að Miðaustur- löndum og þaðan beinist hún nú að Afríku. Markmiðið er augljóst: vestræn yfirráð, frjálst aðgengi auðhringanna og að nokkru leyti afturhvarf til nýlendukerfis. Hnötturinn allur er undir. Eitt fjölmargra svæða sem verða nú fyrir ásókn er Norðuríshafið. Stórveldaásælnin þar er sama eðlis og í suðri, birtist einkum í heræfingum og vopnaskaki. Heræfingarnar hérlendis bera nafnið „Norðurvíkingur“ og nú í byrjun júní verður hér sú stærsta eftir brotthvarf Bandaríkjahers af Miðnesheiði, með 450 manns, 16 orustuflugvélum auk fleiri flug- véla og herskipa. Heræfingin er að vanda undir stjórn Evrópuher- stjórnar Bandaríkjanna en sam- keyrð við „loftrýmisgæslu“ NATO á Keflavík og Akureyri. Halda menn að varnarþörf Íslendinga ráði þar för? Í janúar 2009 hélt NATO þunga- vigtarráðstefnu í Reykjavík undir yfirskriftinni: „Öryggis- horfur á norðurskautssvæðinu“. Framkvæmdastjóri NATO mætti þar auk þriggja úr æðstu her- stjórn bandalagsins og ráðherra nokkurra aðildarríkja. Undanfarin ár hafa verið haldn- ar miklar æfingar Bandaríkja- hers norðan Alaska og tilsvarandi æfingar Kanadahers á „norðvest- urleiðinni“ út af norðausturströnd Kanada. Í fyrra tóku fulltrúar herja Danmerkur, auk Bandaríkj- anna (tvö skip frá hvorum) þátt í kanadísku æfingunni. Þessu hafa fylgt herskáar yfirlýsingar bandarískra og kanadískra ráða- manna í garð Rússa. Sumarið 2008 var meiri háttar NATO-heræfing norður í sænska Lapplandi, með þátttöku 12 þús- und hermanna frá níu NATO- þjóðum að viðbættum Svíum, og önnur litlu minni NATO-æfing úti fyrir norðurströnd Noregs. Stjórn- stöðvar norska hersins voru árið 2009 fluttar til Reitan, þ.e. norð- ur á heimskautssvæðið. Varnar- málasamstarf Norðurlandanna og Eystrasaltslanda hraðvex og stefn- ir í myndun einhvers konar hlið- ardeildar í NATO með aðild hinna „hlutlausu“ Finna og Svía. Síðast- liðið haust fór fram mesta flota- æfing sem haldin hefur verið út af ströndum Finnlands með þátt- töku norrænu ríkjanna auk Bret- lands, Frakklands og Þýskalands. Wikileaks lak nýlega orðsend- ingum James Cain, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, til Bush-stjórnarinnar um að nú lægi á að smíða vináttubönd við Grænland vegna olíuhagsmuna. Hann sagðist þegar hafa komið grænlenskum framámönnum í beint samband við stóra vest- ræna olíuvinnsluhringa. Mæting bæði utanríkisráðherra og innan- ríkisráðherra Bandaríkjanna á fund Norðurskautsráðsins í Nuuk í Grænlandi nú í maí sýnir áhersl- una. Að Danir fimm dögum síðar geri tilkall til sjálfs norðurpólsins er varla tilviljun. Danska skjalið talar um friðsamlegt samstarf vegna nýrra siglingaleiða og olíu- vinnslu á Íshafinu (talið er að um 25% vinnanlegrar olíu og gass í heiminum sé á þeim hafsbotni). En „hins vegar er einnig lagt til að danski herinn beini starfi sínu í auknum mæli að norðurslóðum.“ (Fréttablaðið 18. maí). Þarna stendur Blokkin á bak við enda beinist krafa Dana gegn Rússum. Í beinu framhaldi býður frú Clinton Össuri Skarphéðinssyni heim til samræðna, m.a. um varn- armál, þó einkum um norðurslóð- ir. Þegar Össur túlkaði NATO- fundinn í Lissabon sl. haust nefndi hann sem helstu ógnun við Vest- urlönd „framferði ofbeldisfullra múslimskra öfgasamtaka“ og svo 27 þjóðir sem búi yfir skot- flaugum, og hann nefndi Íran og Sýrland sem sérlega hættuleg, en Rússar væru nú bandamenn NATO (Fréttablaðið 23. nóvem- ber). Það eru þá Íranar og Al- Kaída sem réttlæta vígvæðingu norðurslóða. Eða hvað, Össur? ESB sýnir nú mjög vaxandi áhuga á íslenskri aðild. Vegna íslenskra fiskimiða og orku? Það reynist ekki vera aðalatriðið. Opinber vefsíða Evrópuþings- ins fjallaði um umsókn Íslands 20. janúar undir yfirskriftinni: „ESB má ekki missa af heim- skautslestinni:“ „Möguleg ESB- aðild Íslands, nýir möguleikar á olíuvinnslu, mengun á heim- skautssvæðum ásamt áhrifum mengunarinnar á vatnabúskap ESB-landanna mælir með því að setja málefni Norðurskautsins í forgang, enn fremur að ESB beiti sér meira í Norðurskautsráðinu, segir Evrópuþingið í ályktun á fimmtudag… Þingið undirstrikar kosti íslenskrar aðildar sem mun gefa ESB samhangandi strand- lengju á norðurskautssvæðinu og styrkja aðkomu ESB að Norð- urskautsráðinu (www.europarl. europa.eu).“ „Norðurvíkingur“ er réttnefni, víkingasveit sem Blokkin sendir hingað til að tryggja yfirráðin á Norður-Íshafinu. Norðurslóðir Þórarinn Hjartarson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Heræfingarnar hérlendis bera nafnið „Norðurvíkingur“ og nú í byrjun júní verður hér sú stærsta eftir brotthvarf Bandaríkjahers af Miðnesheiði, með 450 manns, 16 orustuflugvélum auk fleiri flugvéla og herskipa. AF NETINU Mannréttindi og einka- eignaréttur Nýlega leyfði ráðherra nokkur sér þá ósvinnu að segja að í sumum tilvikum yrði einkaeignaréttur að víkja fyrir mannréttindum. Þetta þótti frjálshyggjumönnum ekki góð latína, að þeirra hyggju er einkaeignarétturinn hryggjar- stykkið í mannréttindunum. Það töldu líka þrælaeigendur í Suðurríkjunum amerísku. Þeir sögðu að afnám þrælahaldsins væri ekkert annað en afnám einkaeignaréttar og því skýlaust mannréttindabrot. Þrælarnir voru ósammála, ótrúlegt en satt. http://blog.eyjan.is/stefan/ Stefán Snævarr Reynsla og raunhyggja ráði Samkvæmt rannsóknum á vegum heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna fer áfengisneysla vaxandi við ákveðin mörk þess hve auðvelt er að ná í það. Þetta þekkja allir fíklar sem hafa farið í meðferð. Því minni og fjær sem freistingarnar eru, því betra. En síðan er komið að þeim mörkum að bann fer að hafa öfug áhrif. Ég hygg að svipað gildi um reyk- ingar. Það sé vel hægt að íhuga hvort gera eigi aðgengi að tóbaki eitthvað erfiðara og sjálfsagt sé að koma í veg fyrir óbeinar reykingar, þar sem ágætur árangur hefur náðst til að vernda það fólk sem reykir ekki. En fráleitt finnst mér að banna alfarið að reykingar eða tóbaks- notkun sjáist í kvikmyndum og nógu mikið hafa læknar landsins að gera þótt ekki bætist við að auka við „læknadópið“ á þann hátt að þeir ávísi á tóbak. http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Til hamingju með daginn! Íslenskur sjávarútvegur og framlag sjómanna skiptir okkur öll máli. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.