Fréttablaðið - 04.06.2011, Side 19
LAUGARDAGUR 4. júní 2011
Sjálfstætt líf
Flest viljum við vera þátt-takendur og tilheyra sam-
félagi. Samfélag getur þýtt
margt, hverfið sem við búum í,
skólinn er samfélag nemenda,
starfsfólks og foreldra skólans
og kirkjan er samfélag þeirra
sem hana sækja. Okkur þykir
sjálfsagt að tilheyra samfélagi
og hafa rétt á að taka þátt í því.
Flestir hugsa sjaldnast um það
hvert samfélag okkar er og á
hvaða þátt við búum í því. Við
erum bara hluti af samfélaginu
án þess að spá neitt meira í
það.
Þegar fólk er fatlað horfir
þetta öðruvísi við. Fatlað fólk
er minnt á það á hverjum
degi að samfélagið er ekki
fyrir alla. Þetta er gert með
því að hefta aðgengi að bygg-
ingum, hefta aðgengi að upp-
lýsingum samfélagsins, hefta
aðgengi að vinnustöðum þess,
hefta aðgengi að menntastofn-
unum og umfram allt að hefta
aðgengi að þjónustu sem er for-
senda þess að geta lifað sjálf-
stæðu lífi í því samfélagi sem
ófötluðum stendur til boða.
Margt fatlað fólk þekkir ekki
þau réttindi sem það hefur eins
og t.d. réttinn til að ákveða
hvar það býr og með hverjum.
Árið 2007 undirritaði Ísland
samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks. 19.
grein samningsins er okkur
tveimur mjög hugleikin en í
henni segir að aðildarríkin
skuldbindi sig til að tryggja
„fötluðu fólki tækifæri til þess
að velja sér búsetustað og hvar
og með hverjum það býr, til
jafns við aðra, og að því sé ekki
gert að eiga heima þar sem til-
tekið búsetuform ríkir“.
Til þess að þetta verði kleift
verðum við að hætta að áætla
fjármagn fyrir þjónustu til
ákveðinna bygginga eins og
gert er með sambýli og fara
að skilgreina þjónustu og fjár-
magn fyrir fatlað fólk sjálft
óháð því hvar það býr eða með
hverjum. Fólk hefur rétt til að
ákveða hvernig þjónustu það
vill og hvar það vill eiga heima.
Ég, Gísli, er í dag stoltur
íbúðareigandi í hverfinu sem
ég ólst upp í. Ég er með not-
endastýrða persónulega aðstoð
sem gerir mér kleift að lifa
sjálfstæðu lífi. Notendastýrð
aðstoð þýðir að ég stýri þjón-
ustunni með aðstoð fólks sem
ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem
aðstoðar mig við að halda utan
um þjónustuna mína og annað
sem ég þarf, líkt og að skrifa
þessa grein. Nú er ég þátttak-
andi í öllu er varðar mitt líf.
Ég nýt réttinda í samræmi
við það sem segir í 19. grein
samnings Sameinuðu þjóð-
anna en ekki má gleyma því að
þetta þjónustuform gerir fólki
kleift að rækja skyldur sínar
sem starfsmenn, nágrannar og
borgarar í samfélaginu.
Það hafa allir, sama hversu
mikið fatlað fólk er, sínar leið-
ir til að tjá óskir og vilja, við
verðum bara að læra að hlusta
og taka mark á því. Þannig
gerum við fötluðu fólki kleift
að vera hluti af samfélaginu.
Réttindi
fatlaðra
Gísli
Björnsson
sendiherra samnings
Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs
fólks, með aðstoð frá
Auði Finnbogadóttur
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Kletthálsi Rvk
Akureyri
Reykjanesbæ
Húsavík
Vestmannaeyjum
Stigar og tröppur
til allra verka
Áltrappa 5 þrep
5.990
Ath. margar stærðir
Áltrappa 4 þrep
4.990
Ath. margar stærðir
Álstigi 12 þrep 3.67 m
6.990
Álstigi 3x8 þrep
2.27-5.05 m
16.990 Álstigi/trappa 2x11 þrep
3.11-5.34 m
15.990
Multi-Function trappa
11.990