Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 28
4. júní 2011 LAUGARDAGUR28 ÆTLAÐI Í HOKKÍV inkona mín sem er íslensk hvatti mig til að koma til Íslands og miðla af þekkingu minni í þjálfun stúlkna í listdansi á skautum. Við ræddum þetta saman á Facebook þar sem við hittumst eftir langan aðskiln- að,“ segir Bandaríkjamaðurinn G. Webster Smith, sem hefur fengist við þjálfun á listdansi á skaut- um og raunar í dansi um áratuga skeið. „Ég lærði djassdans, ballett og steppdans, auk þess að stunda listdans á skautum. Ég nýtti mér raunar dansþekkingu mína til þess að greiða fyrir tíma í listdansi hér á árum áður. Á sama tíma var ég í háskólanámi í forritun,“ segir Webster og hlær smitandi hlátri. Miklar framfarir Síðasta sumar kom hann hingað í fyrsta sinn og var með námskeið fyrir stúlkur sem stunda list- dans á skautum. „Í framhaldinu var ég beðinn um að koma hing- að og þjálfa stúlkurnar í Birnin- um og ég sló til. Hef verið hér í allan vetur og stefni á að koma aftur næsta haust.“ Árangur Web- sters af þjálfuninni er eftirtektar- verður; margar stúlknanna hafa tekið miklum framförum á ísnum og bætt stökktækni sína svo eftir hefur verið tekið. Einnig tókst Agnesi Dís Brynjarsdóttur að vinna til verðlauna á alþjóðlegu móti, fyrst íslenskra skautadans- ara í A-flokki. Veðrið er bara veðrið „Erlendir þjálfarar hafa tekið eftir árangrinum og hrósað mér fyrir. Það er ánægjulegt að stelp- urnar hafa færst ofar þegar þær eru að keppa, eru nær miðju en neðsta sætinu,“ segir Webster, sem hefur sett sér háleit markmið fyrir skautastjörnuna Agnesi. „Ég vil að hún keppi á Ólympíuleikun- um,“ segir hann, vongóður um að draumurinn rætist. Auk þess að sjá um þjálfun í A- og B-flokki hjá Birninum hefur Webster kennt í Listdansskóla Íslands. Það er því í nógu að snú- ast hjá þjálfaranum, sem segist oft vinna sjö daga vikunnar. „Ég hef unnið mikið í vetur en kann því vel. Mér hefur líkað vel að vera hér í Reykjavík,“ segir hann og bætir við að veðrið hafi verið áhugavert. „Það breytist ótrúlega oft yfir daginn, en ég læt það ekki á mig fá, veður er bara veður. Skammdegið og birtuna þekkti ég frá tíma mínum í Alaska.“ Webster segir ánægjulegt að geta miðlað þekkingu sinni og samböndum á Íslandi. Vinir hans úr dansheiminum, Lucia Hutch- ins og James E. Martin, ætla að halda námskeið í Listdansskólan- um í júní og svo er hann að und- irbúa námskeið sem færa mun Hollywood til Íslendinga. „Ég get ekki sagt meira um það í bili en það verður frábært,“ segir hann og brosir sínu breiðasta. Stökkva hærra og ná lengra G. Webster Smith er bandarískur skautaþjálfari sem hefur sett svip sinn á starf skautafélagsins Bjarnarins undanfarið ár en stúlkur undir handleiðslu hans hafa náð góðum árangri í vetur. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Webster á ís og þurru. METNAÐARFULLUR Webster á heimavelli í Egilshöll þar sem skautafélagið Björninn hefur aðsetur. Hann segir frábært að fylgjast með framförum íslensku skautadansaranna í vetur og stefnir á að ná enn lengra næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í LISTDANSSKÓLANUM Nemar í listdansi í danstíma hjá Webster, hann kennir þar enda lærður dansari. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÆFT AF KAPPI Æfingar utan íssins eru mikilvægar, segir Webster, sem hvetur stúlkurnar til að æfa sig heima líka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Agnes Dís Brynjarsdóttir er helsta skautastjarna Bjarnarins í sínum aldursflokki. Hún fer í æfinga- búðir með Webster í sumar í Bandaríkjunum og hlakkar til. „Mér líst mjög vel á það og hlakka mikið til,“ sagði Agnes þegar Fréttablaðið hitti hana í Egilshöll. Agnes er þrettán ára og hefur æft listdans á skautum síðan hún var sjö ára. „Núna æfi ég sex til sjö sinnum í viku, ég fer stundum á laugar- dögum en ekki alltaf. Það er bara æðislegt að vera hér að æfa, mig langar mest að fara til útlanda og vinna verðlaun þar á mótum,“ segir Agnes, sem upphaflega langaði mest í hokkí. „Mamma setti mig á skauta þegar ég var lítil, mig langaði í hokkí en mamma setti mig í listskauta,“ segir Agnes Dís, sem segir félaga sína á svellinu vera bestu vinkonur sínar. „Við erum bestu vinkonur á svellinu og það er bara best af öllu að vera hér,“ segir hún að lokum. LAGERÚTSALA 15 -70% AFSLÁTTUR www.casa.is • Skeifan 8Merkjavara á góðu verði Síðasti dagurinn á morgun sunnudag Laugardagur 10.00 til 18.00 Sunnudagur 13.00 til 18.00 OPNUNARTÍMAR UM HELGINA ÞAÐ Á ALLT AÐ SELJAST
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.