Fréttablaðið - 04.06.2011, Side 34

Fréttablaðið - 04.06.2011, Side 34
4. júní 2011 LAUGARDAGUR34 ■ SJÓARINN SÍKÁTI Gengið í nágrenni Grindavíkur Ýmislegt annað er á döfinni í Grindavík í sumar en Sjóarinn síkáti. Meðal þess er: Grindvíkingar slá tvær flugur í einu höggi, halda bæjarhátíð um leið og þeir fagna sjómannadeginum eins og gert er um land allt. Sjóarinn síkáti er heiti þessara hátíðar sem er ein stærsta bæjarhátíð landsins. Hátíðar- höldin hófust í gær og standa fram til morgundagsins. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt en meðal þess sem gestir geta notið í dag eru rat- leikur, andlitsmálun, harmóníkuball, skemmtisigling og fleira. Í kvöld er svo Presley-skemmtun og dansleikir. Á morgun eru hefðbundin hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins og ýmis- legt annað skemmtilegt að gerast. Nákvæma dagskrá má finna hér: http://www.grindavik.is/ gogn/2011/netidstora.pdf Reykjanesgönguferðir Rann- veigar Hinn 8. júní verður kynning í Bláa lóninu á dagskrá gönguferða sumars- ins. Svo er gengið frá Bláa lóninu að Þorbirni og þaðan eftir stikuðum Reykjaveginum yfir Blettahraun að Eldvörpum þar sem göngumenn fá hressingu eftir gönguna. Náttúruvika á Reykjanesi Náttúru- vikan á Reykja- nesi verður haldin 19. til 25. júní. Nánari upplýsingar á síðunni www. sjfmenningarmidlun.is Jónsmessuganga á Þorbjörn 25. júní verður Jónsmessuganga á bæjarfjall Grindvíkinga, Þorbjörn. Gangan hefst klukkan 20.00 og endar í Bláa lóninu. Varðeldur og tónlistaratriði. Af stað á Reykjanesið 29. júlí til 1. ágúst Gönguhátíð í Grindavíkurlandi um verslunar- mannahelgina. Frekari upplýsingar um viðburði og áhugaverða staði á Reykjanesinu er til að mynda að finna á eftirfarandi vefsíðum: www.reykjanes.is, www. grindavik.is, www.sjfmenningarmidlun. is, www.sandgerdi.is, www.sv-gardur.is Saltfiskur og sandstrendur Margt áhugavert leynist á Suðurnesjum og heimsókn þangað er sannarlega ferðarinnar virði. Frétta- blaðið bendir hér á nokkra af mörgum áhugaverðum stöðum sem vert er að skoða á Reykjanesi. 1. Keilir Keilir blasir við víða á höfuðborgar svæðinu, formfagur og fallegur. Leiðin upp er stikuð og á allra færi en mælt er með því að fara í góðu veðri. 2. Kaffitár Í Ytri-Njarðvík eru höfuð- stöðvar kaffibrennslu Kaffitárs og kaffihúsa- keðjunnar samnefndu. Þar er huggulegt kaffihús og verslun þar sem sömu leiðis er möguleiki að skoða kaffibrennsluna. 3. Keflavík Heimamenn mæla með bæjarrölti í Keflavík, búðarápi í miðbænum og pylsustoppi á pylsu barnum hans Villa við Tjarnar- götu. Rokkheimar Rúnars Júlíussonar eru vitaskuld skylduheimsókn fyrir alla íslenska tónlistaráhuga- menn. Einnig er hægt að mæla með heimsókn í Vík- ingaheima. 4. Sullað í vatni Vatna- veröldin í Reykja- nesbæ er vel heppnað- ur yfirbyggður vatnsleikjagarð- ur fyrir alla fjölskylduna. Fyrir þá sem eru í hefð- bundnari sundhugleiðing- um er óhætt að mæla með sundlaugunum í Grinda- vík, í Garði og Sandgerði. 5. Garðskagi Garðskaga- viti í Garði er skemmti- legur heim að sækja, gamli vit- inn er vinsæll en einnig er hægt að skoða nýja vitann. Hvít sandfjaran er svo sannar- lega heimsóknarinnar virði. Einnig er óhætt að mæla með heimsókn í Byggðasafnið og á kaffi- húsið þar. 6. Sandvík Í einni fjöru á land- inu er hægt að slá þær flugur í einu höggi að fara í fjöruferð og á slóðir Clints Eastwo- od. Í Sandvík er afar fal- leg fjara þar sem sjá má háa melgresis hóla og Hafnaberg. Fjaran öðlaðist sinn sess í kvikmyndasögunni í myndinni Flags of Our Fathers. 7. Gunnuhver og heimshlutabrú Fyrir ári voru teknir í notkun nýir göngu- og útsýnispallar við hinn merka Gunnuhver, rétt austan við Reykja- nesvita. Á þessum slóðum má einnig mæla með Reykja- nesvita og svo er gaman að stíga á hina svonefndu brú á milli heimshluta s e m r e i s t hefur verið á mót u m Ameríku- og Evrópu- flekans. 8. Hvalsneskirkja Hvalsneskirkja í Kot- vogi suður af Sandgerði var vígð árið 1887. Hún er afar falleg, byggð úr tilhöggnu grjóti og geymir meðal ann- ars altaristöflu eftir Sigurð Guðmunds- son sem sýnir upp- risuna. 9. Þorbjörn og Festarfjall Óhætt er að mæla með göngu á bæjarfjall Grindvíkinga, Þor- björn (231 m.y.s), og Festarfjall (201 m.y.s), sem er skammt austan Grindavíkur, fyrir fjöl- skylduna. 10. Saltfisksetrið Saltfisksetrið í Grinda- vík er sjálfsagður áfanga- staður í Suðurnesjatúr. Þar eru nær alltaf skemmtilegar list- sýningar og upplif- unarsýning sem sýnir „sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina“ eins og segir á heimasíðu setursins. 11. Krýsuvík Seltún er fallegt hvera- svæði steinsnar frá höfuð- borginni þar sem skoða má ævintýralegt landslag í einstöku umhverfi. Hið dularfulla Kleifarvatn er síðan skammt undan. Fjörug bæjarhátíð Hátíðarhöld fyrir unga og aldna í Grindavík um helgina 1 5 2 6 3 7 7 9 9 4 4 4 4 8 10 11

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.