Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 34
4. júní 2011 LAUGARDAGUR34 ■ SJÓARINN SÍKÁTI Gengið í nágrenni Grindavíkur Ýmislegt annað er á döfinni í Grindavík í sumar en Sjóarinn síkáti. Meðal þess er: Grindvíkingar slá tvær flugur í einu höggi, halda bæjarhátíð um leið og þeir fagna sjómannadeginum eins og gert er um land allt. Sjóarinn síkáti er heiti þessara hátíðar sem er ein stærsta bæjarhátíð landsins. Hátíðar- höldin hófust í gær og standa fram til morgundagsins. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt en meðal þess sem gestir geta notið í dag eru rat- leikur, andlitsmálun, harmóníkuball, skemmtisigling og fleira. Í kvöld er svo Presley-skemmtun og dansleikir. Á morgun eru hefðbundin hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins og ýmis- legt annað skemmtilegt að gerast. Nákvæma dagskrá má finna hér: http://www.grindavik.is/ gogn/2011/netidstora.pdf Reykjanesgönguferðir Rann- veigar Hinn 8. júní verður kynning í Bláa lóninu á dagskrá gönguferða sumars- ins. Svo er gengið frá Bláa lóninu að Þorbirni og þaðan eftir stikuðum Reykjaveginum yfir Blettahraun að Eldvörpum þar sem göngumenn fá hressingu eftir gönguna. Náttúruvika á Reykjanesi Náttúru- vikan á Reykja- nesi verður haldin 19. til 25. júní. Nánari upplýsingar á síðunni www. sjfmenningarmidlun.is Jónsmessuganga á Þorbjörn 25. júní verður Jónsmessuganga á bæjarfjall Grindvíkinga, Þorbjörn. Gangan hefst klukkan 20.00 og endar í Bláa lóninu. Varðeldur og tónlistaratriði. Af stað á Reykjanesið 29. júlí til 1. ágúst Gönguhátíð í Grindavíkurlandi um verslunar- mannahelgina. Frekari upplýsingar um viðburði og áhugaverða staði á Reykjanesinu er til að mynda að finna á eftirfarandi vefsíðum: www.reykjanes.is, www. grindavik.is, www.sjfmenningarmidlun. is, www.sandgerdi.is, www.sv-gardur.is Saltfiskur og sandstrendur Margt áhugavert leynist á Suðurnesjum og heimsókn þangað er sannarlega ferðarinnar virði. Frétta- blaðið bendir hér á nokkra af mörgum áhugaverðum stöðum sem vert er að skoða á Reykjanesi. 1. Keilir Keilir blasir við víða á höfuðborgar svæðinu, formfagur og fallegur. Leiðin upp er stikuð og á allra færi en mælt er með því að fara í góðu veðri. 2. Kaffitár Í Ytri-Njarðvík eru höfuð- stöðvar kaffibrennslu Kaffitárs og kaffihúsa- keðjunnar samnefndu. Þar er huggulegt kaffihús og verslun þar sem sömu leiðis er möguleiki að skoða kaffibrennsluna. 3. Keflavík Heimamenn mæla með bæjarrölti í Keflavík, búðarápi í miðbænum og pylsustoppi á pylsu barnum hans Villa við Tjarnar- götu. Rokkheimar Rúnars Júlíussonar eru vitaskuld skylduheimsókn fyrir alla íslenska tónlistaráhuga- menn. Einnig er hægt að mæla með heimsókn í Vík- ingaheima. 4. Sullað í vatni Vatna- veröldin í Reykja- nesbæ er vel heppnað- ur yfirbyggður vatnsleikjagarð- ur fyrir alla fjölskylduna. Fyrir þá sem eru í hefð- bundnari sundhugleiðing- um er óhætt að mæla með sundlaugunum í Grinda- vík, í Garði og Sandgerði. 5. Garðskagi Garðskaga- viti í Garði er skemmti- legur heim að sækja, gamli vit- inn er vinsæll en einnig er hægt að skoða nýja vitann. Hvít sandfjaran er svo sannar- lega heimsóknarinnar virði. Einnig er óhætt að mæla með heimsókn í Byggðasafnið og á kaffi- húsið þar. 6. Sandvík Í einni fjöru á land- inu er hægt að slá þær flugur í einu höggi að fara í fjöruferð og á slóðir Clints Eastwo- od. Í Sandvík er afar fal- leg fjara þar sem sjá má háa melgresis hóla og Hafnaberg. Fjaran öðlaðist sinn sess í kvikmyndasögunni í myndinni Flags of Our Fathers. 7. Gunnuhver og heimshlutabrú Fyrir ári voru teknir í notkun nýir göngu- og útsýnispallar við hinn merka Gunnuhver, rétt austan við Reykja- nesvita. Á þessum slóðum má einnig mæla með Reykja- nesvita og svo er gaman að stíga á hina svonefndu brú á milli heimshluta s e m r e i s t hefur verið á mót u m Ameríku- og Evrópu- flekans. 8. Hvalsneskirkja Hvalsneskirkja í Kot- vogi suður af Sandgerði var vígð árið 1887. Hún er afar falleg, byggð úr tilhöggnu grjóti og geymir meðal ann- ars altaristöflu eftir Sigurð Guðmunds- son sem sýnir upp- risuna. 9. Þorbjörn og Festarfjall Óhætt er að mæla með göngu á bæjarfjall Grindvíkinga, Þor- björn (231 m.y.s), og Festarfjall (201 m.y.s), sem er skammt austan Grindavíkur, fyrir fjöl- skylduna. 10. Saltfisksetrið Saltfisksetrið í Grinda- vík er sjálfsagður áfanga- staður í Suðurnesjatúr. Þar eru nær alltaf skemmtilegar list- sýningar og upplif- unarsýning sem sýnir „sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina“ eins og segir á heimasíðu setursins. 11. Krýsuvík Seltún er fallegt hvera- svæði steinsnar frá höfuð- borginni þar sem skoða má ævintýralegt landslag í einstöku umhverfi. Hið dularfulla Kleifarvatn er síðan skammt undan. Fjörug bæjarhátíð Hátíðarhöld fyrir unga og aldna í Grindavík um helgina 1 5 2 6 3 7 7 9 9 4 4 4 4 8 10 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.