Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 40

Fréttablaðið - 04.06.2011, Síða 40
blaðamaður grennslast fyrir um þennan kafla í lífi hans. Getuna til að takast á við ólík og krefjandi verkefni þakkar glyspopparinn reynslunni af sjó- mennskunni á sumrin, enda hafi ekki síður þurft kjark og þor til að takast á við sjálfa áhöfnina en óblíðnáttúruöflin. „Þetta var þroskandi tími, þarna fullorðnað- ist ég mjög hratt. Ég fékk meiri ábyrgð og vinnu eftir því sem árin liðu og ávann mér þannig virðingu hinna, sem er ekkert lítið mál enda sjómenn mikil hörkutól,“ segir Haffi, sem lenti í ýmsum ævintýrum á hafi úti. „Eitt eftirminnilegasta atvikið og reyndar skelfilegasta líka var þegar við rákumst á annað skip. Algjört neyðarástand ríkti um tíma þar sem við bjuggumst allt eins við að skipið sykki þá og þegar. Sem betur fer slapp kjölur- inn en tjónið var heilmikið.“ Þótt sjómannslífið hafi átt vel við Haffa stefndi hugurinn snemma annað. „Eiginlega gerð- ist það á þessum tíma á túrunum að mig fór að dreyma um að verða hönnuður. Langaði ekkert að verða frægur en var ákveðinn í að ná langt hvert svo sem leiðin lægi, en sjómennskan styrkti mig og kenndi mér sjálfstjórn og aga sem ég hef haft síðan. Hún veitti mér líka frelsi, ég fékk tíma til að átta mig á því hver ég er og hvað ég vildi, ég blómstraði alveg í þessu umhverfi. Þannig að ég tel þessa reynslu hafa verið jákvæða í alla staði og veitt mér ákveðið forskot í lífinu.“ Að endingu fór þó svo að tón- listin varð ofan á og um þessar mundir er Haffi að leggja loka- hönd á nýtt efni. „Ég er á kafi að útsetja en er ekki alveg klár á því hvernig það kemur út, hvort það verður á diski eða með öðru sniði. Svo ætla ég að gefa mér góðan tíma í þetta, enda fullkomnunar- sinni,“ segir hann. Þig langar ekkert aftur á sjóinn? „Ég gæti vel hugsað mér það. Ég var að spá í að fara á sjó hér en komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi frekar skella mér með pabba við tækifæri og verja með honum góðum tíma.“ Sjóaraeðlið segir þó alltaf til sín og á morgun ætlar Haffi að leggja leið sína niður á Reykja- víkurhöfn þar sem Sjómanna- dagurinn verður haldinn hátíð- legur. „Yfirleitt eru helgarnar mínar pakkaðar en þessi er til- tölulega róleg svo ég ætla að gera mér glaðan dag og rölta niður á bryggju. Njóta lífsins og sam- fagna með hinum sjóurunum,“ segir hann og glottir. roald@frettabladid.is Framhald af forsíðu „Sjómennskan styrkti mig og kenndi mér sjálfstjórn og aga,” segir Haffi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fyrirlestur um sjósókn kvenna á 18. öld , harmóníkutónar og ratleikur verða á dagskrá Sjóminja- safnsins á Eyrarbakka á morgun. Ragnhildur Bragadóttir fjallar meðal annars um aðstæður íslenskra sjókvenna, aðbúð, samfélagsstöðu, launakjör og afköst og hefst fyrirlesturinn klukkan 16. Prúðbúin sjóræningjaáhöfn tekur á móti gestum við Bótabryggj- una á Grandagarði í dag í tilefni Hátíðar hafsins. Hilmar Snorra- son, skipstjóri á Sæbjörginni, skipi Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, verður þar fremstur í flokki klæddur í anda Jacks Sparrow. „Við munum draga sjóræningjafána að húni og líklega munu einhver sjó- ræningjalög hljóma í hátalara- kerfinu,“ upplýsir hann og hvetur sem flesta til að draga fram sjó- ræningjaklæðnað í tilefni dagsins. Sæbjörgin fer þrjár ferðir með farþega í dag, klukkan 13, 14 og 15 og komast um 500 gestir með í hvert sinn. Ferðin tekur rúman hálftíma og geta gestir virt fyrir sér útsýnið um sundin blá fyrir utan Reykjavíkurhöfn auk þess sem hægt er að gæða sér á ljúf- fengum kaffiveitingum sem kvennadeild Landsbjargar verður með til sölu. En hvernig vaknaði hugmyndin að sjóræningjaþemanu? „Við fórum að velta því fyrir okkur í vetur hvað við gætum gert til að brydda upp á nýjung í tengslum við Hátíð hafsins. Þá skaut þessi hugmynd upp kollinum og öllum leist vel á enda skemmtilegt fyrir krakk- ana,“ svarar Hilmar en búning- ar áhafnarinnar koma úr ýmsum áttum. „Sumt var til í skápum, annað keyptum við hérlendis eða erlendis,“ segir hann glaðlega. Hilmar tekur sérstaklega fram að sjóræningjar Sæbjargarinnar séu hvorki þjófóttir né svikulir. „Við erum þessir góðu sjóræn- ingjar sem vilja vekja börnin til umhugsunar um öryggismál,“ segir hann. Sæbjörgin fer einnig þrjár ferð- ir á morgun. „Þá leggjum við hins vegar sjóræningjalarfana á hill- una og drögum fram spariföt Sjó- mannadagsins,“ segir Hilmar. Margt annað er í boði á Hátíð hafs- ins en dagskrána má kynna sér á vefsíðunni www.hatidhafsins.is solveig@frettabladid.is Góðlegir sjóræningjar herja á Faxaflóamið Hilmar Snorrason bregður sér í hlutverk sjóræningjaskipstjóra í dag þegar hann siglir Sæbjörginni, skipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undir sjóræningjafána. Hann hvetur fólk til að mæta í búningum. Vígreif sjóræningjaáhöfn Sæbjargarinnar sem býður gestum í siglingu í dag klukkan 13, 14 og 15. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjöllistamaðurinn Jay Gilligan frá Bandaríkjunum, meðlimur í sirkusnum Shoebox, sýnir listir sínar í Kvikunni í Grindavík á morgun klukkan 16. Jay er fjöllistamaður á heimsmælikvarða og hefur leikið listir sínar um allan heim. Sýningin, sem ætluð er öllum aldurshópum, er hluti af hátíðinni Sjóarinn síkáti. www.grindavik. is/sjoarinnsikati Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 20% afsláttur af öllum vörum lau. og mán. www.facebook.com/IanaReykjavik Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.