Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 41

Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 41
LAUGARDAGUR 4. júní 2011 3 Hjá Yoyo er boðið upp á tólf mismunandi tegundir af ís á dag. Alla daga er hægt að fá vanillu- og súkkulaðiís en öðrum tegundum er skipt út en í heildina eru tegundirnar fimmtíu til sextíu. Sem dæmi um nokkrar ístegundir sem í boði hafa verið eru: Á hverjum degi stendur valið á milli tólf ístegunda auk meðlætis úr ávaxta- og nammibar. MYND/ÚR EINKASAFNI Á meðal tegunda sem boðið hefur verið upp á eru tíramísú, lakkrís og mangó. MYND/ÚR EINKASAFNI „Við erum að fara að opna aðra ísbúð hjá Domus Medica. Við reiknum með að hún verði opnuð um miðjan júní,“ segir Ásgeir Einars son, einn af eigendum Yoyo ísbúðarinnar. Á síðasta ári var fyrsta Yoyo ísbúðin opnuð við Nýbýlaveg 18 í Kópavogi og að sögn Ásgeirs hefur hún notið mikilla vinsælda. „Íslendingar hafa tekið okkur mjög vel.“ Nýja ísbúðin hjá Domus Medica verður með svipuðu sniði og sú fyrri. „Við verðum líka með sjálfs- afgreiðslu með sex ísvélum. Það verður sami nammi- og ávaxta- bar,“ segir Ásgeir en Yoyo ís búðin var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sjálfsafgreiðsla er á ís og meðlæti. „Afgreiðslan hjá okkur er mjög hröð. Við bjóðum upp á ís í boxi. Það er ein stærð af boxum og fólk fer í ís vélarnar og skammtar sér sjálft. Svo er hægt að velja á milli tuttugu tegunda af nammi og ávöxtum af ávaxtabar og nammibar, ef fólk hefur áhuga“ segir Ásgeir og heldur áfram: „Að lokum er hægt að toppa ísinn með fjórum tegundum af sósum. Þegar ísinn er tilbúinn er hann vigtaður. Hundrað grömm hjá okkur eru á 169 krónur sem ég tel vera ódýrt. Meðal ísboxið er í kringum 450 krónur. Ég held að við séum mjög sanngjarnir hvað verðlagningu varðar.“ Ísinn er jógúrtís sem búinn er til á staðnum. „Ísinn er gerður hjá okkur daglega þannig að hann er alltaf ferskur,“ segir Ásgeir og bætir við að jógúrtís sé hollari en klassíski rjómaísinn. „Þetta er fituminni ís. Í dag er hann í kring- um þrjú prósent fita.“ Ásgeir segir að á hverjum degi sé boðið upp á tólf mismunandi tegundir af ís. Súkkulaði- og vanilluís er alltaf á boð- stólum en stöðugar breytingar eru á öðrum tegund- um. „Við sjáum samt að fólk v i l l h a fa fleiri teg- undir fast- ar. Það er leiðinlegt að fara í ísbúðina og ísinn þinn er ekki á boð- stólum,“ segir Ásgeir og bætir við að stefnt sé að því að festa fleiri vinsælar tegundir. „Eins og banana- og jarðarberja- ís. Þetta eru tegundir sem klárlega verða að vera fastar. Það má ekki rótera of miklu,“ upplýsir Ásgeir, sem segir að fimmtíu til sextíu tegund- ir séu í boði í heildina. KYNNING Yoyo ísbúðin var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þar sem sjálfsafgreiðsla er á ís og með- læti. Afgreiðslan er mjög hröð að sögn Ásgeirs. New York ostakaka Kíví og lime Bananar og ber Pina colada Havaíísk kókoshneta Grænt te Sykurpúðar Villt kirsuber Bláber Pistasíur Hvítt súkkulaði Mandarína Sítróna Apríkósa og mangó Grænt epli Hvítt súkkulaði og jarðarber Fimmtíu tegundir Ný Yoyo jógúrtísbúð opnuð í sumar Yoyo ísbúðin við Nýbýlaveg í Kópavogi hefur notið mikilla vinsælda frá því hún var opnuð í lok síðasta sumars. Til að fylgja eftir velgengninni verður opnuð ný Yoyo ísbúð hjá Domus Medica um miðjan júní. Ísinn er jógúrtís sem búinn er til á staðnum. „Ísinn er gerður hjá okkur daglega þannig að hann er alltaf ferskur,“ segir Ásgeir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.