Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 62

Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 62
8 fjölskyldan Grín og glens Mikið verður um að vera í miðborginni í dag. Fyrir utan Hátíð hafsins á Grandagarði og árlegan Blómadag á Skóla- vörðustíg verður dagskrá sniðin fyrir börn í boði á Lækjartorgi og víðar. Barnaleikhúsið sýnir Ævintýri Lilla á Lækjartorgi klukkan 13 og í kjölfarið mun Solla stirða stíga á svið. Klukkan 14 skemmtir Solla síðan við Kjörgarð á Laugavegi 59 og við útibú Landsbankans að Laugavegi 77 klukkan 14.30. Á Hátíð hafsins verður í boði margvísleg afþrey- ing fyrir allar kynslóðir, leiktæki og hægt að fræðast um menningar- heim sjómannalífsins og alls kyns góðgæti úr matar kistu hafsins. Ísbíltúrinn Upplagt er að skella sér í ísbíltúr um helgina, enda ís svalandi og dísætt lostæti sem kætir alla fjölskylduna. Um land allt er að finna úrvals ísbúðir þar sem úr nægu er að velja og því ætti enginn að vera svikinn af því að skella sér af stað. Þeir sem eru svo lánsamir að búa í nágrenni við eina slíka gætu að auki sameinað tvennt, góðan göngutúr og umhverfisvernd, með því að skilja bílinn eftir heima. Ævintýraheimur Laundromat Café í Austurstræti er fjölskylduvænt kaffihús. Þar er að finna stórt barnasvæði, sannkallaðan ævintýraheim, þar sem yngsta kynslóðin getur dundað sér meðan þeir fullorðnu hafa það gott og njóta veitinga. Um helgar er líka boðið upp á sérstakar sögustundir fyrir börn. Laundromat Café er opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8 til 1, föstudaga til 3 og laugardaga frá 10 til 3 og sunnudaga frá 10 til 1. GAGN&GAMAN Safnaðu 5 toppum af Merrild eða Senseo- pökkum og sendu til Merrild fyrir 16. júní. Gullverðlaun að verðmæti 350.000 kr. Tískuráðgjöf í heilan dag með Karli Berndsen, 100 þúsund kr. úttekt í Debenhams, ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi o.fl. 10 silfurverðlaun Kaffivél frá Heimilistækjum og ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi. 20 bronsverðlaun Ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi. 1. vinningur að verðmæti 350.000 kr. Fjöldi aukavinninga, m.a. kaffivélar frá Heimilistækjum og Merrild ársbirgðir af kaffieða Senseo E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 9 17 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.