Fréttablaðið - 04.06.2011, Side 64

Fréttablaðið - 04.06.2011, Side 64
4. júní 2011 LAUGARDAGUR36 FJÖR Í FJÖRUFERÐ Krakkar, foreldar og starfsfólk á leikskólanum Nóaborg skemmtu sér dável í fjöruferð við Ægisíðu í vikunni. Þess var vel gætt að öll nauðsynleg tæki og tól væru við hendina, svo sem stígvél, pollagallar og háfar til að veiða í skeljar, steina og aðra fjársjóði fjörunnar. Sjónarhorn Ljósmynd: Gunnar V. Andrésson Aðfaranótt hins 4. júní árið 1989, fyrir réttum 22 árum, réðist kín-verski herinn til atlögu við mótmælendur á Tiananmen-torgi, Torgi hins himneska friðar, í höfuðborginni Peking. Áður en yfir lauk lágu hundruð manna í valnum, fleiri þúsund höfðu verið handtekin og alda andófs, sem hafði fram að þessu náð áður óþekkt- um hæðum, var barin niður af mikilli hörku. Þetta blóðbað hafði gríðarleg áhrif á ímynd Kína út á við og fordæmdu helstu þjóðarleiðtogar heimsins valdbeitingu kínverskra yfirvalda. Forsaga þessa harmleiks var friðsamleg mótmæli milljóna ungmenna, aðallega námsfólks, sem höfðu um sjö vikna skeið neitað að yfirgefa torgið fyrr en kröfum þeirra um lýðræðislegar umbætur yrði mætt. Stjórnvöld höfðu miklar áhyggjur af framvindu mála og skipuðu andófsfólkinu að láta af aðgerðum og yfirgefa svæðið. Skriðdrekar voru sendir af stað og hófu skotárás á torginu um klukkan 4 að nóttu. Mikil ringulreið greip um sig þegar hermenn hleyptu af skotum í allar áttir. Flestir hörfuðu en margir veittu mótspyrnu og svöruðu byssukúlum með grjótkasti og bensínsprengjum. Um morguninn hóf herinn aftur skothríð á torgið og létu þá tugir manna í viðbót lífið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hvöttu leiðtogar helstu ríkja heims, þar á meðal Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, kínversk stjórn- völd til að feta braut í átt til umbóta eins og hann hafði sjálfur gert. Auk þess fordæmdu Bretar og Bandaríkjamenn hörkuna sem mótmælendur voru beittir og í kjölfarið settu Bandaríkin og Evrópusambandið vopna- sölubann á Kína, sem stendur enn í dag. Atburðirnir á Torgi hins himneska friðar höfðu þau áhrif að enn harðar og fyrr var tekið á mótmælum en áður. Þó að efnahagsleg velmegun hafi aukist hratt síðustu ár eru mannréttindamál þar í landi enn mikið deilu- efni, sem sést á Nóbelsverðlaununum sem Liu Xiabo hlaut. Margir þeirra sem handteknir voru í tengslum við mótmælin sitja enn á bak við lás og slá og stjórnvöld í Kína vinna markvisst að því að þagga niður umræðu um grimmdarverkin. Til dæmis hefur engin opinber tala látinna eða handtekinna verið gefin út, en það gætu verið allt frá 300 upp í fleiri þúsund. - þj Heimildir: History.com, BBC, Reuters. Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1989 Blóðbaðið í Peking Friðsamlegt andóf barið niður með harðri hendi Hótel Hilton Nordica fimmtudaginn 9. júní nk. kl. 8:00 – 10:15. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er kynnt niðurstaða rannsóknar um fjárhagsstöðu og fjárhagslegar endurskipulagningar stærri fyrirtækja og eignarhald þeirra. Þá er farið yfir sjónarmið um endurskipulagningu banka á fyrirtækjum og kynntar leiðir til úrbóta. HÚS OPNAR  Kaffi og meðlæti - 8:00 - 8:30 FYRRI HLUTI SKÝRSLA SAMKEPPNISEFTIRLITSINS Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Vandi atvinnulífsins og samkeppninnar Benedikt Árnason, hagfræðingur Rannsókn Samkeppniseftirlitsins Sonja Bjarnadóttir, lögfræðingur Eftirlit með yfirtökum banka á fyrirtækjum     SEINNI HLUTI HVERT SKAL STEFNT? Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Borgartúni 26, 125 Reykjavík, www.samkeppni.is AÐGANGUR ER ÓKEYPIS Skráning á ráðstefnuna fer fram á www.samkeppni.is Fundarstjóri er Rögnvaldur J. Sæmundsson, formaður stjórnar SamkeppniseftirlitsinsDagskrá //

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.