Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2011, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 04.06.2011, Qupperneq 78
4. júní 2011 LAUGARDAGUR50 folk@frettabladid.is Tónlist ★★★★ Don‘t Want to Sleep FM Belfast Og allir að hoppa svo! FM Belfast sló í gegn svo um munaði með fyrstu plötunni sinni How to Make Friends sem kom út haustið 2008. Það getur verið erfitt að fylgja eftir svo vel heppnaðri frumsmíð, en meðlimir FM Belfast hafa greinilega ákveðið að flana ekki að neinu og nú, tæpum þremur árum seinna, er plata númer tvö loksins komin út. How to Make Friends var elektrópopp partíplata sem einkenndist af flottum töktum, grípandi melódíum og ýktum falsettu-viðlögum sem maður gat ekki annað en sungið með. Sama lýsing gæti að miklu leyti átt við um Don‘t want to Sleep. Stuðið er enn til staðar og viðlögin eru enn jafn grípandi. Hins vegar hafa þau Árni Rúnar, Lóa, Árni Vilhjálms og Örvar unnið mikið í hljómnum. Nýja platan er mun fjölbreyttari tónlistarlega. Það er fullt af flottum lögum hér. I Don‘t Want to go to Sleep Either er smellur og það sama er hægt að segja um upphafslagið Stripes, hið rokk- aða Noise og lögin American, Believe, We Fall, Vertigo og hið skemmtilega gerviefnalega Mondays. Það eru ellefu lög á Don‘t Want to Sleep og þau eru flest góð þó að platan detti aðeins niður á endasprettinum. Don‘t Want to Sleep er á heildina litið fínt framhald af How to Make Friends. Tónlistin hefur þróast töluvert, en gleðin er enn þá til staðar. Mann langar að dansa, eða allavega hoppa og baða út öllum öngum þegar maður hlustar á hana. Gaman. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Þó að tónlistin hafi þróast er stuðið á sínum stað á FM Belfast plötu númer tvö. Ef marka má helstu hönnuði og tískuspek- inga eru stuttir bolir og fatnaður sem sýnir beran maga ein af tískubólum sumarsins. Tíska tíunda áratugar- ins hefur verið að koma aftur í litlum skömmtum undanfarið og magabolirnir eru hluti af þeirri þróun. Hönnuðirnir vinsælu Alexander Wang og Vivienne Westwood eru meðal þeirra hönnuða sem eru með stutta boli og skyrtur í fatalínum sínum. Stjörnurnar í Hollywood eru oftar en ekki fljótar að taka við nýjum tískustefnum og hafa þær Rihanna, Jennifer Lopez, Leig- hton Meester og töffarinn Robyn allar sést skarta stuttum bolum undanfarið. Það er því ljóst að magabolirnir eru komnir aftur á tískuradarinn í bili. MAGABOLIR AFTUR Í TÍSKU LITRÍK Sænski söngfuglinn Robyn er þekkt fyrir að hafa mikið dálæti á tísku tíunda áratugarins og kemur það því ekki á óvart að hún skuli klæðast magabolum í sumar. SVART Hönnuðurinn Alex- ander Wang sýndi margar útgáfur af magabolum í línu sinni en hann hefur notið mikilla vinsælda í tískuheiminum síðustu ár. MAGAPEYSA Leikkonan Leighton Meester er hér með bert á milli á tísku- vikunni í New York og ber það vel. NORDICPHOTOS/GETTY ÓHRÆDD Söngkonan Rihanna er óhrædd að prófa nýjar tískubólur og ekki lengi að koma sér í magabol. PEYSA Þessi peysa frá Vivienne Westwood hylur ekki mikið. NORDICPHOTOS/AFP HRESSANDI Jennifer Lopez skapaði fjölmiðlafár þegar hún mætti á rauða dregilinn og sýndi beran magann enda þykir hún í ansi góðu formi. Poppsöngkonan Pink eignaðist sitt fyrsta barn í fyrrinótt og greindi sjálf frá því á samskiptavefsíð- unni Twitter skömmu síðar. „Við erum í skýjunum yfir fæðingu litlu fallegu stúlkunnar okkar, Willow Sage Hart. Hún er gullfalleg eins og pabbi hennar.“ Barnsfaðir og eiginmaður Pink er mótorkross-atvinnumaðurinn Carey Hart, en þau hafa verið par síðan árið 2001. Pink vissi ekki kynið á barninu fyrir fæðingu og talaði opinskátt um það í viðtals- þætti Ellen DeGeneres á síðasta ári að henni þætti óþægilegt að almenningur væri að fylgjast með óléttunni. „Ég er mjög stressuð en vona að ég eigi eftir að standa mig í foreldrahlutverkinu.“ Eignaðist stúlku NÝBÖKUÐ MÓÐIR Söngkonan Pink eignaðist stúlkuna Willow Sage Hart aðfaranótt föstudags. NORDICPHOTO/GETTY Hljómsveitin Bang Gang með Barða Jóhannsson í farar- broddi spilar á Nasa í kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í Reykjavík síðan í Þjóðleikhúsinu í nóvember en einnig þeir síðustu í nokkurn tíma. „Ég ætla að spila nýtt lag sem ég gerði með Bjarna í Cliff Clavin. Við ætlum að taka það saman,“ segir Barði og á þar við lagið Bloodshot Eyes. Gömul og góð Bang Gang lög verða einnig á efnisskránni. Sveitin spilar á tónlistarhátíð í París 10. júlí. Ný plata er síðan væntanleg í október ef allt gengur að óskum. Spilar nýtt lag í kvöld MÁNUÐIR er tíminn sem samband leikkonunnar Cameron Diaz við hafnaboltakapp- ann Alex Rodriguez entist en því lauk í vikunni. Diaz er því enn á ný á lausu og segir vefsíðan showbizspy.com leikkonuna vera í mikilli ástarsorg. Hún hefur áður verið í sam- bandi með frægum mönnum á borð við Justin Timberlake, Matt Dillon og Jared Leto. 12 Nýtt! Hvað ætlar þú að hafa í matinn? Óska eftir að kaupa enska linguaphone námskeiðið English course námskeiðið upplýsingar 865 7013 S IG IL LU M SCH O L Æ R E Y K J A V I C E N S I S Opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra verður sunnudaginn 5. júní kl 14 - 16. Allir eru hjartanlega velkomnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.