Fréttablaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 82
4. júní 2011 LAUGARDAGUR
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
WWW.SENA.IS/XMEN
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL XMC Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
FULLT AF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR
TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA!
KOMIN Í BÍÓ!
VILTU
VINNA
MIÐA?
9. HVER
VINNUR!
FJÖLDI
AUKAVINNINGA
UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á
EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM!
Rokkararnir í Steelheart
spila á Nasa á miðvikudag.
Söngvarinn Mili passar vel
upp á háa rödd sína, sem er
alveg jafn kraftmikil
og fyrir tuttugu árum.
Bandaríska rokkhljómsveitin
Steelheart sló í gegn í byrj-
un tíunda áratugarins með
kraftballöðunni She´s Gone þar
sem rödd króatíska söngvarans
Miljenko Matijevic, eða Mili, nær
hæstu hæðum. Smáskífulagið
I’ll Never Let You Go náði einnig
miklum vinsældum og var annað
mest umbeðna lagið á MTV. Síðan
þá hefur sveitin hætt tvívegis en
alltaf rifið sig upp á nýjan leik.
Steelheart spilar á Nasa á mið-
vikudagskvöldið. Mili er spenntur
fyrir komunni til Íslands og ætlar
að gefa sér tíma til að kynnast
landinu áður en tónleikarnir hefj-
ast. „Ég hlakka til skoða mig um og
fá mér gott lambakjöt í leiðinni,“
segir hann, greinilega búinn að
frétta af hinu bragðgóða íslenska
kjöti.
Steelhart er í hörkuformi að hans
sögn og tilbúin í tónleikahald úti
um allan heim í sumar, þar á meðal
í Svíþjóð, Indónesíu, Púertó Ríkó og
Suður-Kóreu. „Við höfum verið að
vinna eins og brjálæðingar við að
endurbyggja Steelheart. Tónlistin
hefur breyst og þroskast, alveg eins
og við sjálfir. Við tókum upp Black
Dog [með Led Zeppelin] og ætlum
að reyna að gefa út nýtt smáskífu-
lag á þriggja mánaða fresti,“ grein-
ir Milo frá.
Aðspurður segir hann að
Steelheart sé ekki lengur sú hár-
metal hljómsveit sem hún var
til að byrja með. „En þetta tíma-
bil var frábært og við skemmtum
okkur ótrúlega vel. En það er kom-
inn tími til að breytast. Tónlistin
okkar hefur þróast og í framtíðinni
viljum við prófa öðruvísi hluti.“
Árið 1992 gaf Steelheart út plöt-
una Tangled in Reins. Á tónleika-
ferðalagi til að fylgja henni eftir
lenti Mili í alvarlegu slysi þegar
ljósamastur upp á hálft tonn féll á
hann á miðjum tónleikum eftir að
hann reyndi að klifra upp á það. Við
tók löng sjúkrahúslega og hljóm-
sveitin lagði upp laupana. „Þetta
var mjög erfiður tími eftir slysið.
Það var ekki fyrr en tveimur vikum
eftir að ég kom heim sem ég byrjaði
að finna fyrir miklum höfuðverkj-
um. Ég var mörg ár að jafna mig,“
segir Mili.
Fjórum árum eftir slysið endur-
vakti Mili Steelhart en þá hafði
tónlistarslandslagið breyst og
hljómsveitin lagðist aftur í dvala.
Það var svo 2001 að Mili fékk upp-
reisn æru þegar hann var fenginn
til að syngja fyrir leikarann Mark
Wahlberg í kvikmyndinni Rock
Star. Tónlistin í myndinni hitti í
mark, þar á meðal lag Steelheart,
We All Die Young,
Mili er þekktur fyrir kraftmikla
rödd sína sem kemst óvenju hátt.
Aðspurður segir hann röddina enn
þá vera í toppstandi en viðurkennir
að hann þurfi að leggja mikið á sig
til að halda henni góðri. „Ég stunda
líkamsrækt, drekk ekki áfengi og
nota engin eiturlyf. Maður verð-
ur sífellt að vera vakandi, enda er
röddin hljóðfærið mitt.“
Hann nýtur mikillar virðingar
í bransanum og söng til að mynda
með Ray Manzarek og Robby Krie-
ger úr hljómsveitinni The Doors á
síðasta ári. Gerð heimildarmynd-
ar um ævi hans hefur einnig stað-
ið yfir undanfarið tvö og hálft ár
og fer hann til heimaborgar sinn-
ar Zagreb í sumar þar sem tón-
listarhátíð verður haldin í tilefni
myndarinnar.
Enn eru til miðar á tónleikana á
Nasa á miðvikudaginn og fást þeir
á Midi.is. Miðaverð er 3.500 krónur
og munu hljómsveitirnar Dúndur-
fréttir, Exizt og Atrum hita upp.
freyr@frettabladid.is
Röddin er hljóðfærið mitt
ROKKA Á NASA Rokkararnir í Steelheart spila á Nasa á miðvikudagskvöld þar sem Mili (lengst til hægri) verður vafalítið í essinu
sínu. MYND/SAMANTHA BAKER
Sorgarsaga Cheryl Cole í bandaríska
X-Factor tekur á sig nýja mynd á
hverjum degi. Eins og komið hefur
fram í fjölmiðlum var Cole rekin úr
bandarísku raunveruleikaseríunni
X-Factor. Hún á hins vegar inni laun
upp á 226 milljónir íslenskra króna
og hún hyggst ekki gefa tommu eftir
til að fá þá summu greidda inn á
launareikning sinn.
Framleiðandi X-Factor, Frem-
antle, ætlar að gera Cole lífið leitt og
hefur nú farið fram á það við söng-
konuna að hún útvegi sér atvinnu-
leyfi í Ameríku svo hægt sé að borga
henni. Cole hefur því ákveðið að
leita á náðir bandaríska sendiráðs-
ins í London í von um að sendiherr-
ann leggi sitt á vogarskálarnar til að
greiða úr flækjunni og útvegi henni
tilskilin leyfi. „Þetta er refskák,“
hefur bandaríska blaðið Hollywood
Reporter eftir heimildarmanni
sínum.
Ekki er enn vitað hvernig þessu
undarlega máli lyktar. Samkvæmt
sumum fjölmiðlum er ekki úti-
lokað að Cole muni koma fram
í þættinum og þá sem einhvers
konar gestadómari. Aðrir fjöl-
miðlar telja að öll dramatík-
in í kringum brotthvarf Cole
verði höfð inni í þáttaröð-
inni, en söngkonan var rekin
eftir aðeins fjórar upptökur
og söngkona Pussycat Dolls,
Nicole Scherzinger, ráðin í
hennar stað. Cole er hins
vegar enn sannfærð um að
breski sjónvarpsmógúll-
inn Simon Cowell standi
á bak við brottrekstur-
inn og af þeim sökum
neitaði hún meðal ann-
ars 2,8 milljóna punda
tilboði um að taka að sér
dómarasæti í breska X-
Factor. „Cowell heldur
að hann geti fært fólk til
eins og taflmenn,“ hefur
Hollywood Reporter eftir
innanbúðarmanni.
Þarf að berjast fyrir laununum
SPARKAÐ Cheryl Cole
hyggst ekki gefast upp
þrautalaust og ætlar að
fá það sem henni ber
frá framleiðendum X-
Factor. Nicole Scherzin-
ger (t.v.) hefur verið
ráðin í hennar stað.
Þetta var mjög erfiður
tími eftir slysið.
MILI
SÖNGVARI STEELHEART