Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 88

Fréttablaðið - 04.06.2011, Page 88
4. júní 2011 LAUGARDAGUR60 Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjár- hættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef …?“ Fórnir eða forréttindi? Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona HANDBOLTI A-landslið kvenna spil- ar afar mikilvægan leik í Voda- fone-höllinni á morgun. Þá spilar liðið fyrri leik sinn gegn Úkraínu í umspili um laust sæti á næsta HM. Stelpurnar eiga ágætis möguleika á að komast á HM en til að eiga raunhæfan möguleika verður liðið að ná góðum úrslitum í leiknum hér heima. „Við erum með fínar upplýsing- ar um úkraínska liðið og ættum að þekkja það vel. Þetta er klassískt austantjaldslið. Það spilar 6/0 vörn. Liðið er gott í hraðaupphlaupum en að sama skapi eiga leikmenn liðs- ins það til að vera latir að hlaupa til baka. Ef það er tekið á þeim eru þær fljótar að pirrast. Það verðum við að nýta okkur,“ sagði lands- liðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhanns- son en hann segir nauðsynlegt að keyra upp hraðann í leiknum. „Þær spila líka langar sóknir og við verðum að vera þolinmóð- ar í vörninni. Svo verðum við að keyra á þær þegar tækifæri gefst til. Tæknifeilarnir eru líka dýrir í svona leikjum og þeir mega alls ekki vera margir í þessum leik.“ Úkraínska liðið er í styrkleika- flokki fyrir ofan Ísland en litlu munar á liðunum og möguleikarn- ir eru því ágætir að mati Ágústs. „Þær eru sigurstranglegri enda í efri styrkleikaflokki og reynd- ari. Að sama skapi erum við með mjög gott lið og teljum okkur eiga fullt erindi í þetta einvígi. Mark- miðið er að vinna og komast á HM. Ég vil ekki tala um hversu stórt við verðum að vinna leikinn hér heima. Það er ekki gott. Við verð- um að halda okkur við okkar leik- skipulag. Þetta verður alltaf erf- iður leikur,“ sagði Ágúst en HSÍ stefnir á að fá 2.000 manns á leik- inn og Ágúst óskar eftir stuðningi áhorfenda. „Stelpurnar eiga það skilið að það verði fjölmennt á leikinn og stutt við bakið á þeim. Okkar bíður erfiður útivöllur eftir viku og við verðum að eiga líka sterkan heima- völl í svona mikilvægum leik. Ég óska eftir því að fólk komi og horfi á. Ég lofa að það verður enginn svikinn af því.“ Ágúst var ráðinn landsliðsþjálf- ari í lok mars og vakti athygli að hann var aðeins ráðinn fram yfir þetta verkefni. Liðinu hefur gengið vel undir hans stjórn og nú síðast velgdi það silfurliði Svía frá EM vel undir uggum. Telur hann sig vera að keppa um starfið í þessum leikjum? „Ég lít ekki þannig á það. Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og ein- beiti mér að því að klára það. Við förum svo yfir málin eftir það,“ sagði Ágúst en hann útilokar ekki að þjálfa liðið áfram ef krafta hans verður óskað. - hbg Þær eiga skilið stuðning Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í handknattleik, vill sjá fulla Vodafone-höll á morgun þegar Ísland spilar fyrri leik sinn gegn Úkraínu í um- spili um laust sæti á HM. Ágúst segir Ísland eiga ágæta möguleika í leikjunum. STANDA SAMAN Íslenska liðið þarf að eiga mjög góðan leik gegn Úkraínu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL A-landslið kvenna leikur fyrri leik sinn við Úkraínu í undankeppni fyrir HM sem fram fer í desember í Brasilíu. Stelpurnar þurfa nauðsynlega á góðum stuðningi að halda til að tryggja sér hagstæð úrslit en síðari leikur liðanna fer fram í Úkraínu. ÁFRAM ÍSLAND! M ed ia G ro u p eh f | A u g lý si n g ar | H S Í 2 0 1 1 ÍSLAND–ÚKRAÍNA A-LANDSLIÐ KVENNA UMSPILSLEIKUR FYRIR HM Í BRASILÍU Vodafonehöllin Sunnudaginn 5. júní | Kl. 16.30 Aðgangseyrir 1000 krónur Miðasala á

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.