Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2011, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 04.06.2011, Qupperneq 94
4. júní 2011 LAUGARDAGUR66PERSÓNAN „Við vorum eitthvað að hlæja að því fyrr í vetur að kannski mund- um við útskrifast öll á sama tíma en vorum ekki viss um að það mundi takast,“ segir Eva Ýr Gunn- laugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og master í mannauðsstjórnun, sem útskrifast laugardaginn 11. júní frá Háskóla Íslands. Dagur- inn verður viðburðaríkur í fjöl- skyldunni þar sem móðir hennar og bróðir eru einnig að útskrifast úr sama skóla. Móðir hennar, Jóhanna Löv- dahl er að klára master í náms- og starfsráðgjöf og bróðir hennar, Sigfús Kristinn Gunnlaugsson, er að útskrifast sem læknir. Yngsti bróðir hennar, Einar, var síðan að útskrifast úr Menntaskólanum í Reykjavík í lok maí. „Þetta er ekkert smá skemmti- legt að við náðum þessum áfanga öll saman,“ segir Eva Ýr og viður- kennir að próftímabilið hafi verið undarlegt í þetta skiptið enda ekki vanalegt að heil fjölskylda sé sam- ferða í skólagöngunni með þessum hætti „Mamma kallaði heimili sitt fyrir „studyhall“ þar sem öll borð voru undirlögð af tölvum og skóla- bókum. Ég átti það til að flýja til mömmu á próftímabilinu í vor en ég gat verið viss að andrúmsloftið þar væri vel lærdómshæft,“ segir Eva Ýr og undirstrikar að móðir sín hafi staðið sig sérstaklega vel í að hvetja systkinin áfram í lestr- inum þrátt fyrir að vera sjálf með nefið í bókunum. Eva Ýr segir að þau séu að skipu- leggja sameiginlega útskriftar- veislu. „Við ætlum að slá upp helj- arinnar veislu hjá mömmu enda er þetta gott tilefni til að fagna saman.“ - áp Fjölskyldan útskrifast saman „Þetta er þáttur sem fjallar um yngri hljómsveitir og eldri tón- listarmenn. Smá samanburður á kynslóðunum,“ segir tónlistar- maðurinn Sigtryggur Baldursson. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu vinnur RÚV að nýjum sjónvarpsþáttum sem fjalla um tónlist. Sigtryggur Bald- ursson og Guðmundur Kristinn Jónsson, upptökustjóri og með- limur Hjálma, verða umsjónar- menn þáttanna og þeim til halds og trausts verður Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason ásamt fleirum. Sigtryggur segir þá félaga ætla að fylgjast með tónlistar- fólki að störfum, kíkja í hljóðver, í æfingahúsnæði og jafnvel út fyrir landsteinanna. „Við ætlum að fá að sjá ferðalögin með eigin augum,“ segir hann. „Fólk þarf að taka restina af flögunum úr bún- ingsherberginu til að fá hádeg- ismat daginn eftir. Það hljómar ekkert mjög glamúrus. Það eru alls konar skemmtilegar rang- hugmyndir í gangi um meikið.“ Þættirnir hefja göngu sína í sumar en samningurinn við þá félaga var handsalaður á mið- vikudagsmorgun og vinnan hófst strax í kjölfarið. Sigtrygg- ur segir eðlilegt að RÚV sinni þeirri skyldu að fjalla á vitrænan hátt um menningu í landinu. „Það má orða það þannig,“ segir hann. „Þessar tilraunir RÚV til að búa til menningarlega skemmtiþætti finnst mér ekki hafa risið hátt.“ Hann gagnrýnir að fagfólk hafi ekki verið fengið til að fjalla um menningu. „Hluti af vandamálinu er sá að það var ekki verið að láta SIGTRYGGUR BALDURSSON: TILRAUNIR RÚV HAFA EKKI RISIÐ HÁTT Það þarf fagmenn í faginu til að fara ekki út af laginu HEIMILIÐ UNDIRLAGT Í PRÓFLESTRINUM Eva Ýr Gunnlaugsdóttir útskrifast frá Háskóla Íslands ásamt móður sinni Jóhönnu Lövdahl og bróður sínum, Sigfúsi, en yngsti bróðirinn Einar var að útskrifast frá MR. tónlistarmenn fjalla um tónlistar- menn og myndlistarmenn fjalla um myndlistarmenn og svo fram- vegis,“ segir hann. „Það má gefa sér tíma til að fjalla um listirnar með aðeins meiri dýpt í staðinn fyrir að fleyta kerlingar. Og ég trúi því að það þurfi að hafa fag- mann í faginu til að fara ekki út af laginu.“ atlifannar@frettabladid.is FRÍÐUR HÓPUR Sigtryggur Baldursson, Kiddi í Hjálmum og Bragi Valdimar eru á bak við nýja tónlistarþætti á RÚV. Alþingismaðurinn Guðmundur Steingrímsson gengur að eiga unnustu sína, leikkonuna Alexíu Björgu Jóhannesdóttur, í næsta mánuði. Formleg upphitun fyrir brúðkaupið hófst í gær þegar vinir Guðmundar steggjuðu hann. Guð- mundur var sóttur niður á Alþingi og ferjaður út fyrir borgarmörkin. Þar var hann látinn troða upp í kjördæminu sínu og spila fyrir peninga áður en hann sleppti dúfu til staðfestingar því að nú kveddi hann gamla lífið og hæfi nýtt. Að síðustu var svo ráðgert að skála fyrir brúðgumanum til- vonandi í sumar- bústað. Vesturporti og Borgarleikhúsinu, aðstandendum leikritsins Faust, hefur verið boðið að sýna verkið á hinni virtu BAM-leiklistarhátíð í New York. Þetta verður í þriðja sinn sem Gísli Örn Garðarsson og félagar hans í Vesturporti fara til Ameríku því áður hafa þau sett upp bæði Woyzeck og Hamskiptin. Síðari uppfærslan fékk frábæra dóma í New York Times og varð til þess að hinn virti leikhúsfröm- uður Robin de Levita ákvað að semja við leikhúsfólkið og opna því leið inn í risavaxinn leikhúsheim Banda- ríkjanna. - hdm, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Af þessum myndum að dæma virðist Egill hafa rangt fyrir sér. Því miður,“ segir ljós- myndarinn Árni Torfason. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mið- vikudaginn virðist mynd af Agli Einarssyni, á forsíðu símaskráarinnar, vera mikið unnin í myndvinnsluforritinu Photoshop. Þegar mynd- inni er stillt upp við hlið skjáskots úr sjón- varpsauglýsingu símaskráarinnar kemur í ljós að mitti Egils hefur verið minnkað ásamt því að skerpt hefur verið á öðrum vöðvum. Egill þvertekur fyrir það og segir hlutföllum hafa verið breytt þannig að hann virki breiðari í sjónvarpsauglýsingunni. Árni er ljósmyndari og með góða þekkingu á Photoshop. Hann telur að Egill sé að skýla sér á bak við tóma vitleysu. „Mér finnst ólíklegt að kvikmyndatökumenn séu að taka upp í þessu gamla 4:3 sniði og teygja upp í 16:9,“ segir Árni. „Það meikar ekkert sens að það eigi bara við mittið á honum en ekki andlit og annað.“ Árni ítrekar þó að erfitt geti reynst að sanna það nema upprunalega myndin verði birt. „Egill er kannski tilbúinn að leyfa okkur að sjá hana. Það væri gaman,“ segir hann. Alþekkt er í auglýsingabransanum að mynd- ir séu mikið unnar, enda gilda önnur lögmál um þær en til dæmis um fréttaljósmyndir. Árni furðar sig á því að Egill neiti því að hafa verið tekinn í gegn í myndvinnsluforriti, enda eðlilegt að slíkt sé gert. „Gillz er auðvitað hrikalega flottur eins og hann er,“ segir Árni. „Kannski þurfti hann ekki á þessu að halda.“ - afb Málflutningur Gillzeneggers á villigötum ÞYKKI Egill er þykkur í sjónvarpsauglýsingum fyrir símaskránna, en fyrir töfra hefur mitti hans minnkað á forsíðunni. Solla soulful Aldur: 26 ára Starf: Stuðnings- fulltrúi á frístunda- heimilinu Selinu við Melaskóla og tónlistarkona. Fjölskylda: Pabbi heitir Þórður Jóhann- esson og mamma heitir Jóhanna Björk Bjarnadóttir. Systur mínar heita Þóra Björk og Svava María. Elstur er bróðir minn, Bjarni Jóhann. Búseta: Vesturbærinn. Stjörnumerki: Tvíburi. Sólveig Þórðardóttir hefur gefið út plötuna Open a Window. REIÐSKÓLINN GELDINGAHOLTI 5 DAGA REIÐNÁMSKEIÐ Í JÚLÍ OG ÁGÚST. Upplýsingar í síma 4866055 og 8617013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.