Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 2
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR2
NOREGUR Norski herinn hefur
í allnokkur skipti reynt að fá
nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu
íslenskir ríkisborgarar herþjón-
ustu í Noregi. Roger Johnsen,
skólastjóri verkfræðiskóla hers-
ins, staðfesti í viðtali við norska
ríkisútvarpið að reynt hefði verið
að fá nýliða héðan með kynning-
um í íslenskum framhaldsskól-
um og að umsóknir hefðu borist
á hverju ári. Kynningarnar hafa
hafa farið fram í Menntaskólanum
í Reykjavík, Verslunarskólanum
og Menntaskólanum Hraðbraut.
Að sögn skólastjórans eru
Íslendingar með góðan bakgrunn.
Þeir séu með fjögurra ára fram-
haldsskólamenntun auk þess sem
þeir séu fljótir að aðlagast.
„Það er á ábyrgð framhalds-
skólanna sjálfra hverjum þeir
hleypa að til kynninga úr háskóla-
geiranum,“ segir Einar Hreins-
son, sérfræðingur á skrifstofu
vísinda og háskóla í menntamála-
ráðuneytinu.
Einn íslensku hermannanna
tíu sem um þessar mundir þjóna
í norska hernum hefur tvisvar
kynnt nám í verkfræðiskóla hers-
ins fyrir íslenskum framhalds-
skólanemum.
Hermaðurinn, Hilmar Haralds-
son, sem verið hefur í norska
hernum frá 2003, segir í við-
tali við norska ríkis útvarpið að
hann hafi farið í slíka kynningar-
ferð árið 2004 og einnig í febrú-
ar á þessu ári. Að sögn Hilmars
voru undirtektir framhaldsskóla-
nemanna nú miklu betri en áður.
Á vefsíðu norska sendiráðsins í
Reykjavík segir að íslenskir ríkis-
borgarar hafi samkvæmt samn-
ingi frá 1995 rétt til að sækja
um skólavist við herskóla norska
hersins. Að gefnum fyrirvara um
skólavist í herskóla skal umsækj-
andi gegna herþjónustu í norska
hernum samkvæmt þeim skil-
málum sem fram koma í samningi
um menntun og herþjónustu.
Undanfarin tíu ár hafa átján
íslenskir ríkisborgarar gegnt her-
þjónustu í Noregi, að því er segir
í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex
þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í
aðgerðum norska hersins í Afgan-
istan.
Hallgeir Langeland, þing-
maður sósíalíska vinstriflokksins,
kveðst hlynntur varnarsamstarfi
Norðurlandanna.
„En mér finnst það of langt
gengið ef því er þannig farið að
norsk yfirvöld reyni að fá Íslend-
inga til Noregs til þess að gerast
svo að segja málaliðar í Afgan-
istan.“
Samkvæmt frétt norska ríkis-
útvarpsins hafa fleiri tekið í
sama streng. Norska varnarmála-
ráðuneytið vísar því á bug að
hægt sé að líta á Íslendingana sem
málaliða. ibs@frettabladid.is
Norski herinn á
hausaveiðum hér
Kynnir nám í norskum herskólum fyrir íslenskum framhaldsskólanemum.
Undirtektir sagðar góðar. Undanfarin 10 ár hafa 18 Íslendingar gegnt herþjón-
ustu í Noregi. Sex þeirra hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan.
Í AFGANISTAN Norskur hermaður í Kabúl. NORDICPHOTOS/GETTY
Það er á ábyrgð fram-
haldsskólanna sjálfra
hverjum þeir hleypa að til
kynninga ...
EINAR HREINSSON
SÉRFRÆÐINGUR Í
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
DÓMSMÁL „Brynjar hefur ekkert
játað. En við vitum að hann getur
fengið tíu til fimmtán ára dóm,“
segir Eva Davíðsdóttir, systir
Brynjars Mettinissonar sem situr
í gæsluvarðhaldi í Taílandi vegna
gruns um aðild að fíkniefnasmygli.
Borghildur Antonsdóttir, móðir
Brynjars, býst við að fá vegabréfs-
áritun til Taílands í vikulokin. Hún
hefur keypt farmiða út fyrir fé frá
stuðningsfólki sem gerir henni
kleift að vera í landinu í hálft ár.
Hún ætlar að fylgjast með réttar-
höldum yfir syni sínum í ágúst.
„Við vitum
ekki hvað þau
verða löng,“
segir Eva, sem
f lut t i ásamt
börnum sínum
til Oskarshavn
í Svíþjóð um
mánaðamótin.
Borghildur flutti
með til að hjálpa
dóttur sinni með
heimilishaldið. Þær mæðgur voru
ekki búnar að koma sér fyrir þegar
Brynjar var handtekinn í Bangkok.
Borghildur fer ein til Taílands.
Eva segir erfitt að vita af móður
sinni einni í ferðalaginu. Fjölskyld-
an hafi ekki ráð á að senda nokkurn
með henni.
Ræðismaður Íslands í Taílandi
hefur útvegað Brynjari lög fræðing.
Eva segist ekki vita hvort hann
tali ensku og hvort hann hafi hitt
Brynjar. Hún hefur eftir kærustu
Brynjars, sem talar lélega ensku,
að bróðir sinn hafi sofið illa. Í fang-
elsinu sé ekkert rúm og hafi hann í
fyrstu sofið á köldu gólfi með ekk-
ert yfir sér. - jab
Fer til Taílands eftir viku að hitta son sinn sem gæti átt yfir höfði sér 15 ára dóm:
Svaf á köldu gólfi í fangelsinu
BRYNJAR
METTINISSON
ALÞINGI Minningarfundur verður
haldinn á Alþingi í dag í tilefni af
200 ára fæðingar degi Jóns Sig-
urðssonar á
föstudaginn.
Í tilefni af
viðburðinum
leggur forsæt-
isnefnd til að
komið verði á
fót prófessors-
stöðu við
Háskóla Íslands
sem tengd verði
nafni Jóns.
Starfsskyldur þess sem stöðunni
gegnir verði meðal annars við
Rannsóknarsetur Háskóla Íslands
á Vestfjörðum og í samstarfi við
Háskólasetur Vestfjarða. Eitt lyk-
ilverkefna verði að halda árlega
ráðstefnur og námskeið í sum-
arháskóla á Hrafnseyri með inn-
lendum og erlendum kennurum og
fyrirlesurum, en Jón fæddist að
Hrafnseyri. - kóp
Alþingi fundar í dag:
Prófessor tengd-
ur nafni Jóns
JÓN SIGURÐSSON
Bragi, verður Sveppi ofur-
svalur í nýju myndinni?
„Já, hann verður svo svalur að
Norðurpóllinn á eftir að dauð-
skammast sín.“
Bragi Þór Hinriksson leikstýrir þriðju
myndinni um ævintýri Sveppa og félaga
hans. Hún er að hluta til tekin upp á
Langjökli.
ALÞINGI Ársskýrslur Íslandsbanka
og Landsbanka Íslands voru til
umræðu á fundi viðskiptanefndar
Alþingis í gær. Fulltrúar bank-
anna fóru yfir afkomu þeirra og
stöðuna eftir fyrsta ársfjórðung.
Álfheiður Ingadóttir, for maður
nefndarinnar, segir nefndina
ekki hafa verið með efnislegar
athugasemdir við stöðuna, um
kynningu hafi verið að ræða.
„Bankarnir sýndu gríðarlegan
hagnað á síðasta ári og ljóst að
það er töluvert mikið laust fé í
bönkunum.“ Álfheiður segir að
bankarnir hafi verið tilbúnir að
lána fé til framkvæmda og margt
bendi til að þeim fyrirtækjum
sem hafi fengið aðstoð gangi
jafnvel betur en ráð hafi verið
gert fyrir. - kóp
Ársskýrslur til umræðu:
Þingnefnd ræð-
ir stöðu banka
VIÐSKIPTI „Mér sárnar að það sem
kom okkur á hausinn skuli enn
viðgangast,“ segir Guðjón Jóns-
son, stjórnarmaður í Samtökum
stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði.
Samtökin sendu í síðustu viku
Helga I. Jónssyni, dómsstjóra við
Héraðsdóm Reykjavíkur, bréf
þar sem gagnrýnd er ákvörðun
slita stjórnar Byrs að fá ráða fjár-
málafyrirtækið Arctica Finance
til að selja 95 prósenta hlut í Byr.
Samtökin vilja að slitastjórn
verði vikið frá.
Eva B. Helgadóttir, lögmaður
og formaður slitastjórnar, er gift
framkvæmdastjóra Arctica Fin-
ance. Þá vinna Eva og Ástráður
Haraldsson, stjórnarmaður í
Arctica Finance, saman á lög-
mannsstofunni Mandat. - jab
Vilja slitastjórn Byrs vikið frá:
Stofnfjárhafar
gagnrýna ferlið
SÝRLAND Sýrlenski herinn ein-
beitir sér nú að bæjum og
þorpum í nágrenni landamær-
anna við Tyrkland í aðgerðum
sínum gegn andófsfólki.
Samkvæmt frétt BBC eyðir
herinn flestu því sem fyrir
verður, en stjórnvöld segjast
vera að berjast gegn vopnuðum
uppreisnarmönnum. Átök hafa
staðið í landinu í tólf vikur og
telja mannréttindasamtök að um
1.300 mann hafi látist á þeim
tíma. Þúsundir hafa flúið land,
flestir til Tyrklands. - þj
Róstur í Sýrlandi:
Aukin harka í að-
gerðum hersins
SKRIÐDREKI Sýrlenski herinn hefur sent
skriðdreka að bæjum og þorpum við
tyrknesku landamærin. NORDICPHOTOS/AFP
TÆKNI „Ráðist var á okkur og við
höfum tekið allt úr sambandi við
netið,“ segir Hilmar V. Pétursson,
framkvæmdastjóri tölvuleikja-
fyrirtækisins CCP.
Hópur svokallaðra tölvu-
skæruliða sem kallar sig Lulz-
Sec greindi frá því í gær að hann
hefði ráðist á netleikinn EVE
Online, sem CCP á og rekur. Bæði
leikjasíðan og heimasíða CCP
lágu niðri síðdegis í gær. Hópur-
inn greindi frá því á Twitter-síðu
sinni í gær að hann hefði ráðist á
fleiri leikjasíður. - jab
Þrjótar ráðast á EVE Online:
CCP tók leikinn
úr sambandi
STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra, segir að Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra og
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra hafi opinberað vanþekk-
ingu sína um landsdómsmálið. Þetta
segir hún í færslu sinni á Facebook
í gær sem ber yfirskriftina: „Var
einhver að tala um pólitík?“ Hún
segir að komið sé í ljós að þeir hafi
ákveðið að beita ákæruvaldi gegn
tilteknum einstaklingum án þess
að hafa kynnt sér niðurstöðu Rann-
sóknarnefndar Alþingis.
„Ögmundur segir í viðtali við
Pressuna þann 6. júní að hann
hafi greitt atkvæði með ,,tillög-
um rannsóknarnefndar Alþingis
sem vildi láta skoða mál oddvita
ríkisstjórnar flokkanna í aðdrag-
anda hrunsins.“ Í viðtali við DV 8.
júní er hann við sama heygarðs-
hornið og segir að meirihluti
Alþingis hafi
fallist á tillög-
ur rannsóknar-
nefndarinnar
,,um að kanna
framgöngu
odd vita ríkis-
stjórnarinnar
í aðdraganda
hrunsins.“ Þetta
er rangt. Rann-
sóknarnefndin
gerði engar slík-
ar tillögur,“ skrifar Ingibjörg.
„Steingrímur segir svo í viðtali
við Fréttablaðið 11. júní að Rann-
sóknarnefnd Alþingis ,,hafi komist
að þeirri niðurstöðu að tólf manns
hefðu gerst sekir um vanrækslu
eða brot í starfi.“ Þetta er rangt.
Rannsóknarnefndin komst að
þeirri niðurstöðu að 3 ráðherrar, 3
bankastjórar í Seðlabankanum og
forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins
hefðu gerst sekir um vanrækslu,“
segir Ingibjörg Sólrún.
Hún segir að fólk geti haft á
því mismunandi skoðanir hver
sé ástæðan fyrir hruni fjármála-
kerfisins og hvaða einstakling-
ar eigi þar helst hlut að máli. „En
þegar þingmenn og ráðherrar fara
með ákæruvald yfir einstaklingum
duga ekki persónulegar skoðanir
þeirra. Það verður að gera til þeirra
þá kröfu að þeir kunni a.m.k. skil
á niðurstöðum þeirrar rannsóknar
sem á að liggja ákærum til grund-
vallar. Á því er greinilega mikill
misbrestur,” segir Ingibjörg.
Hún endar færslu sína á Face-
book í gær á orðunum: „Var einhver
að tala um pólitík í tengslum við
,,landsdómsmálið“? Skyldi það vera
hugsanlegt að einhverjir þingmenn
hafi látið stjórnast af hyggindum
sem í hag gátu komið – pólitískt?“
- jab
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir Ögmund og Steingrím opinbera vanþekkingu:
Persónulegar skoðanir duga ekki
INGIBJÖRG
SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
SPURNING DAGSINS