Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2011 35 HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið endurskrifaði sögu kvenna- landsliða á Íslandi um helgina þegar þær tryggðu sér sæti á HM í Brasilíu sem fer fram í desember. Engu öðru kvennalandsliði hafði áður tekist að komast á heims- meistaramót. Ágúst Jóhannsson og aðstoðar- maður hans Einar Jónsson tóku við liðinu fyrir umspilsleikina en samningur þeirra náði aðeins yfir leikina við Úkraínu sem unnust samanlagt 61-42. „Við höfum sagt það og sýnt að þeir sem hafa náð árangri með landsliðin okkar hafa fengið að klára þau verkefni. Þeim stendur það til boða en þeir þurfa bara að skoða það með sínum klúbbum. Það er áhugi hjá öllum að halda þessu samstarfi áfram og þeir vissu það áður en þeir fóru í þetta verkefni. Þeir eru í öðru starfi og því miður fáum við ekki styrki svo að við getum haldið þessu sem fullu starfi,“ sagði Knút- ur G. Hauksson, formaður HSÍ. Hann er gríðarlega ánægður með frammistöðu kvennalandsliðsins, sem hann segir vera uppskeru af afreksstefnu sambandsins. „Þarna eru mikið ungar stelpur sem hafa margar tekið þátt í heimsmeistara- keppnum yngri landsliða. Þær þekkja þetta og vilja vera þarna,“ sagði Knútur. Hann býst einnig við því að Guðmundur Guðmunds- son verði áfram með karlaliðið sem komst á sjöunda EM í röð um helgina. „Guðmundur er með samning fram yfir Ólympíuleikana eins og oft hefur komið fram. Við erum ekki að ræða við hann um neitt annað,“ sagði Knútur en þetta yrði þá áttunda stórmótið undir stjórn Guðmundar. - óój Ágúst Jóhannsson og Einar Jónsson komu íslensku stelpunum á HM en eru ekki með lengri samning: Áhugi hjá öllum að þeir verði áfram með liðið FRÁBÆR ÁRANGUR Ágúst Jóhannsson og Einar Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Nýliðar ÍBV í Pepsi- deild kvenna mæta á KR-völlinn í kvöld þar sem þeir mæta heim- stúlkum í 5. umferð deildarinn- ar. ÍBV-liðið hefur slegið í gegn í byrjun móts og er með fullt hús og hreint mark eftir leiki á móti Þór/KA (5-0), Aftureldingu (5-0), Breiðabliki (2-0) og Þrótti (2-0). Liðin sem hafa verið með fullt hús eftir fjóra leiki undanfarin tvö tímabil hafa bæði tapað stig- um í fimmtu umferð. Valur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í fyrra og Stjarnan tapaði óvænt fyrir GRV árið á undan. Nú er að sjá hvort Eyjastúlkur nái að brjóta þá hefð í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00. Heil umferð fer annars fram í kvöld. Leikur Þór/ KA-Stjarnan hefst klukkan 18.30 og en klukkan 19.15 spila Aftur- elding-Valur, Þróttur R.-Grinda- vík og Fylkir-Breiðablik. - óój Eyjastúlkur í Vesturbæinn: Geta unnið fimmta í röð FULLT HÚS OG HREINT MARK Markatala ÍBV-liðsins er 14-0. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Það kemur í ljós í dag hvaða þrjár þjóðir verða í riðli með Íslandi á EM í Serbíu sem fer fram í janúar næstkomandi. Íslenska karlalandsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með gestgjöfun- um, Spánverjum eða Tékkum. Frakkar, Króatar, Þjóðverjar og Pólverjar eru í fyrsta styrk- leikaflokki en í öðrum styrkleika- flokki eru Danir, Norðmenn, Ung- verjar og Svíar. Ef strákarnir verða heppnir þá gætu þeir lent í riðli með Pól- landi, Noregi og Makedóníu en versta mögulega útkoman væri að lenda í riðli með Frökkum og Dönum sem spiluðu til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Fjórar þjóðir vita þegar í hvað riðli lið þeirra verða þó að drátt- ur hafi ekki farið fram: Serbar (A-riðli í Belgrad), Makedóníu- menn (B-riðill í Nis), Ungverjar (C-riðill í Novi Sad )og Króatar (D-riðlill í Vrsac). Drátturinn hefst klukkan 10.00 að íslenskum tíma og það er hægt að fylgjast með honum á www. ehf-euro.com/SRB2012/. - óój Dregið í riðla á EM í dag: Sleppa þeir við Frakka og Dani? BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON Hefur verið í miklu stuði í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ’Coca-Cola’,’Coke’ and the ‘Coca-Cola’ contour bottle are trademarks of The Coca-Cola Company. © 2011 The Coca-Cola Company. Coca-Cola® er stoltur stuðningsaðili íslenska U-21 árs landsliðsins. Bjarni Þór Viðarsson Fyrirliði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.