Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011 3● golf ● kynning Arctic Open verður haldið á Akureyri helgina 23. til 25. júní. Justin Timberlake, söngvari og leikari, hefur viðurkennt að hann hafi fengið algjöra dellu fyrir golfi þegar hann áttaði sig á því hve góð afþreying það er á tónleikaferða- lögum. Sagði hann þetta í viðtali við New York Times. Timberlake lærði golf af stjúp- föður sínum Paul Harless, en fyrir um átta árum nefndi sýningar- stjóri hans það við hann að þeir væru nokkrir að fara í golf. „Þetta gæti hljómað kjánalega en ég fór, fékk mér nokkra bjóra og það eina sem ég hugsaði um var að koma þessari litlu kúlu ofan í litla holu,“ sagði Timberlake. „Þetta er besta andlega slökunin. Hugurinn fór eitthvað annað og síðan þá hef ég ekki hætt að elta litlu kúluna,“ út- skýrði Timberlake, sem hefur þó haft lítinn tíma fyrir golf eftir að kvikmyndaferillinn fór á flug. - mmf Golf er mikil andleg slökun Timberlake segir golfið skemmtilegt á tónleikaferðalögum. NORDICPHOTOS/GETTY Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Arctic Open mótið sem haldið verður á Akureyri helgina 23.-25. júní. Þegar eru 140 kylfingar skráðir til leiks en 20 til 30 til við- bótar komast að. Mótið hefst með opnunarhófi á fimmtudegi klukk- an 13 og síðan er leikið fram á nótt fimmtudag og föstudag. Mótinu lýkur á laugardagskvöldi með glæsilegri verðlauna afhendingu og kvöldverði þar sem boðið er upp á mat og veitingar frá framleiðend- um á Eyjafjarðarsvæðinu. Sú breyting verður á mótinu í ár að leikið verður af öllum teig- um samtímis, fyrri hópur klukk- an 16 og seinni hópur klukkan 21.30. Gert er ráð fyrir að kepp- endur leiki klukkan 16 annan dag- inn en klukkan 21.30 hinn daginn. Að venju verða glæsleg verðlaun í boði á mótinu og fjöldinn allur af aukaverðlaunum. Sjá www.gagolf. is. - fsb Styttist óðum í Arctic Open Allir geta haft gaman af Golf á Íslandi eru nýir golfþættir fyrir alla fjölskylduna sem sýndir verða á RÚV á miðvikudagskvöld- um í sumar. Stjórnandi er Gunn- ar Hansson og segir hann þættina vera fyrir alla; þá sem spili golf sér til ánægju og yndisauka og líka þá sem æfi íþróttina af kappi. Þættirnir fjalla um almenn- ings- og keppnisgolf á Ís- landi og leitast er við að fræða áhorfandann um golf almennt, helstu reglur og tækniatriði auk þess sem við kynnumst íslensk- um keppniskylfingum og fylgj- umst með Íslensku golfmótaröð- inni. - fsb Gunnar Hansson leikari er stjórnandi þáttanna Golf á Íslandi sem sýndir verða á RÚV á miðvikudagskvöldum í sumar. MYND/GVA LEIKUM OKKUR INNANLANDS Sveiflaðu kylfunni um allt land golfsumarið 2011 Bókanlegt í síma 570 3075 eða hopadeild@flugfelag.is TILBOÐ AKUREYRI FLUG & GOLF 20.800 kr.* *Innifalið: Flug fram og til baka | Flugvallarskattar Vallargjald - einn hringur á Jaðarsvelli Verð aðeins 20.800 kr. á mann Ísafjörður Tungudalsvöllur Akureyri Jaðarsvöllur Reykjavík Grafarholtsvöllur Egilsstaðir Ekkjufellsvöllur ÍS LE N SK A /S IA .I S/ F LU 5 53 47 0 6/ 11

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.