Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 18
18 15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR
Að skipta atkvæði
Stjórnlagaráð birti á vef sínum þann 9. júní 2011 til-
lögur um ákvæði í stjórnarskrá
um kosningar. Þeim er ætlað
að vera leiðbeinandi fyrir lög-
gjafann við setningu nýrrar
almennrar kosningalöggjafar
og vera rammi fyrir breytingar
á henni.
Réttarbætur
Flestar eru þessar tillögur til
bóta frá því sem nú er. Þær eru
flestar mjög opnar og væri ef til
vill ekki verra að draga skýr-
ari línur. Þegar upp er staðið
þurfum við ákveðna festu í
kosningakerfinu.
Meðal tillagna er að vægi
atkvæða allra kjósenda verður
jafnt og heimild verður til þess
að setja í lög ákvæði um hlutfall
kynjanna. Hefði ef til vill mátt
ganga enn lengra í jafnréttisátt,
annað hvort er að takast á við
kynjamálin eða ekki.
Þá eru tillögurnar um
heimild til kjördæmaskiptingar
á margan hátt eðlilegri en
núgildandi reglur því þær miða
einfald lega við fjölda íbúa og
þær virðast munu tryggja það
að minnstu kjördæmin fái full-
trúa í takt við íbúafjölda. En
varla er ástæða til að hafa
val um kjördæmaskipan eins
og tillögurnar gera ráð fyrir.
Um hana þarf alveg ákveðin
ákvæði, í jafndreifbýlu ríki og
Ísland er verður kosningaréttur
þeirra sem búa afskekkt ekki
tryggður öðruvísi.
Listakosning og persónukjör
Tillögurnar opna jafnt á pers-
ónukjör og listakosningu sem
er þannig framkvæmd að kjós-
endur geti haft áhrif á kjör ein-
stakra frambjóðanda. Það er
ekki óeðlilegt, en ástæða er til
að orða þessa tvo möguleika á
kosningakerfi mun skýrar en
gert er, þannig að ljóst sé að
samfélagið geti notað þá þar
sem þeir eiga við. Ekki á að
þurfa að pukrast með listakosn-
ingar.
Í ljósi þeirrar umræðu sem
orðið hefur um persónukjör
eftir kosninguna til stjórnlaga-
þings er sennilegt að lista-
kosningar verði áfram aðal-
kosningaaðferð Íslendinga. Ef
svo fer þarf að kveða nánar á
um rétt kjósenda til að velja og
hafna einstökum frambjóðend-
um í listakjöri. Margar ástæður
mæla með því að prófkjör verði
lögð niður, en að stjórnmála-
flokkarnir stilli upp listum og
gefi kjósendum hans ákveðna
möguleika á því að hafa áhrif
á röð fulltrúa, bæði til þess að
hækka og lækka fulltrúa á lista.
Skipting atkvæða
Í tillögum Stjórnlagaráðs er
ákvæði um að kjósandi geti
valið frambjóðendur af fleiri en
einum lista og frá hvaða kjör-
dæmi sem er. Þessi regla heim-
ilar kjósanda að kjósa Sjálfstæð-
ismann fyrir hluta af atkvæði
sínu, vinstri grænan fyrir
annan hluta og Framsóknar-
mann fyrir enn einn hluta – og
snýst því um að skipta atkvæði.
Þetta er mjög sérkennileg til-
laga og lítið rökstudd. Erfitt
er að átta sig á lýðræðislegum
tilgangi hennar. Hún gæti þó
hugsanlega átt að mæta kröfum
ákveðinna pólitískra afla um
persónukjör á landsvísu, þegar
Stjórnlagaráð er í raun að heim-
ila listakjör og kjördæmaskipu-
lag áfram.
Tillagan mun væntanlega
draga úr kosningasveiflum frá
því sem nú er og hefði því nei-
kvæð áhrif á stjórnmálin. Kosn-
ingaskipulagið okkar magnar
ekki breytingar á fylgi eins og
víða er gert, til dæmis þar sem
einmenningskjördæmi eru. Þar
verða sveiflur svo miklar að
tveggja flokka kerfi myndast
og breytingar á afstöðu kjós-
enda leiða auðveldlega til ríkis-
stjórnarskipta. Hér þarf miklar
breytingar á fylgi til þess að
fella ríkisstjórn og tillagan um
skiptingu atkvæða gæti leitt
til þess að ríkisstjórnar skipti
á Íslandi yrðu enn fátíðari en
verið hefur. Það er því beinlínis
jákvætt fyrir lýðræðið að kjós-
endur geti ekki skipt atkvæði
sínu milli flokka.
Þá flækir skipting atkvæða
mjög framkvæmd kosninga.
Ef allir kjósendur eiga að geta
kosið frambjóðendur í öllum
kjördæmum, verður að telja
atkvæði á einum stað. Þá mynd-
ast sú aðstaða að ákveðnir aðil-
ar bera lýðræðislega ábyrgð á
framkvæmd kosninga í ein-
stöku kjördæmum, en ekki á
talningu atkvæða, eftirliti með
talningu atkvæða og birtingu
niðurstaðna. Svo er sennilegt
að ábyrgðin á framkvæmd
kosninganna færist fljótlega
frá ábyrgum lýðræðislegum
aðilum til hugbúnaðargeirans.
Og það er þróun sem víða á sér
stað.
Hvað vantar?
Höfundi þessara orða finnst
vanta tillögur þar sem orðað-
ar eru áhyggjur samtímans af
rafrænum kosningum. Ástæða
kann að vera til að setja ákvæði
í lög um handtalningu atkvæða
til að tryggja öryggi kosninga.
Það þýðir að þótt rafrænar
kosningavélar verði notaðar,
verði við kosninguna mynduð
pappírsslóð og pappírsatkvæði
að lokum talin fyrir opnum
tjöldum í (íþrótta)höllum. Jafn-
framt þarf að banna (Inter)net-
kosningar uns helstu lýðræðis-
ríkin á Vesturlöndum hafa
fundið öryggislausnir fyrir það
kosningaform. Þessi ákvæði eru
nauðsynleg og tímabær vegna
þess þrýstings og hagsmuna
sem hugbúnaðariðnaðurinn
hefur í málinu.
Stjórnlagaráð
Haukur
Arnþórsson
stjórnsýslufræðingur
Kosningaskipulagið okkar magnar ekki
breytingar á fylgi eins og víða er gert, til
dæmis þar sem einmenningskjördæmi eru.
ÚR ERLENDUM LEIÐURUM
Sams konar skóla fyrir
alla
Það er sterkt samband á milli
bókahillna foreldranna og ein-
kunna barnanna. Á laugardaginn
greindi Sydsvenskan frá því að
félagslegur og fjárhagslegur bak-
grunnur skipti æ meira máli fyrir
námsárangur nemenda. Öruggur
mælikvarði á þennan bakgrunn er
fjöldi bóka á heimilinu. Greint er
frá þremur mikilvægum þáttum;
kyni, uppruna og menntunarstigi
foreldra. Séu þessir þrír þættir
lagðir saman þá koma í ljós tveir
andstæðir pólar í sænska skólan-
um. Niðurstaðan veldur ugg. Alls
útskrifast 85 prósent stúlkna, sem
eiga langskólagengna foreldra, úr
framhaldsskóla með réttindi til
háskólanáms. Hjá drengjum sem
fæddir eru utan Svíþjóðar er talan
20 prósent.
www.sydsvenskan.se/opinion
Úr leiðara Sydsvenskan
Lýðræði undir pressu
Tayyip Erdogan og múslímskur
flokkur hans, AKP, fengu eins og
búast mátti við í kosningunum á
sunnudaginn umboð til að sitja
þriðja kjörtímabilið. Eftirlitsmenn
sögðu kosningarnar hafa verið
vel skipulagðar en tjáningarfrelsi
var heft í kosningabaráttunni og
pólítískum þrýstingi var beitt.
Að setja 10 prósenta mörk er
einnig afar gagnrýnivert, einkum í
landi fjölda minnihlutahópa, þar
sem slíkt leiðir til þess að fulltrúar
allra komast ekki á þing.
http://politiken.dk/debat
Úr leiðara Politiken
Veldu Nýtt rekstaröryggi Volvo.
Minnkaðu áhættu í rekstrinum
Fjölskyldusaga Brimborgar
er 47 ára. Betri þjónusta við
atvinnutæki hefur verið kjarni
Brimborgar frá upphafi. Örugg
þjónustan grundvallast á
metnaði okkar, vottuðu
gæðastjórnunarkerfi, háþróuðu
upplýsingakerfi og fyrsta flokks
vörumerki Volvo. Komdu.
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 5157000 | Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 5157050 | Volvoce.is
Nýja Volvo G-línan er öflugri og hagkvæmari en nokkru sinni fyrr. Hjólaskóflurnar, Volvo L150G,
Volvo L180G og Volvo L220G eru frá 24,5 tonnum upp í 33. Veldu traustar og öflugar vinnuvélar
sem njóta stuðnings þjónustukerfis Brimborgar. Nýttu þér fullkomnasta viðhalds- og tæknibúnað
sem völ er á og þjónustu á verkstað. Komdu í Brimborg.
Kynntu þér einnig úrval vinnuvéla frá Volvo: Hjólaskóflur, beltagröfur, hjólagröfur, traktorsgröfur,
veghefla, námubifreiðar, fræsara, malbikunarvélar og valtara. Komdu í kaffi.
Starfaðu í öryggi. Veldu Volvo.
Komdu í Brimborg.
47 ára venjulegt
fjölskyldufyrirtæki
Komdu í kaffispjall
C
&
W
G
R
EY