Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 46
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR38 MORGUNMATURINN „Ég fæ mér alltaf Cheerios. Hunangs-Cheerios með mjólk.“ Níels Thibaud Girerd eða „Nilli“, þáttastjórnandi og leikstjóri. „Ef það kemur eitthvað fyndið þá verður það soðið saman á staðn- um. Við erum ekkert plana það. Við erum auðvitað bara fengin til að sjá um þetta vegna vitsmuna okkar og út af því hversu glæsi- leg við erum,“ segir Gunnar Hansson leikari. Gunnar og Katla Margrét Þorgeirs dóttir verða kynnar á leikhúsverðlaununum Grím- unni sem afhent verða í Borgar- leikhúsinu en sýnt verður frá athöfninni í beinni útsendingu á Stöð 2 annað kvöld. Gunnar er nú á RÚV með golfþætti sína og Katla Margrét var síðast einn af stjórnendum Hringekjunnar á sömu stöð en sjónvarps maðurinn segir það ekkert tiltökumál. „Ég er náttúrulega að harka og tek bara þau verkefni sem mér bjóð- ast. Ég hugsaði nú ekkert út í það að þetta væri að skarast eitthvað. Ég á góða vini á mörgum stöð- um.“ Gunnar telur kynnishlutverk- ið vera eina möguleika hans á að komast í tæri við Grímuna eins og sakir standi í dag, hann hafi jú ekki staðið á leiksviði í þrjú ár. „Með þessu kemst ég bak- dyramegin inn og get baðað mig í ljóma verðlaunanna.“ Hann treystir sér hins vegar ekki til að segja um hvor verð- launin séu stærri í hugum leikara; Eddan eða Grím- an, úrvalið sé meira í Grím- unni en þar standa til boða 77 verk miðað við kannski 5 kvikmyndir. „Ann- ars eru leikarar svo „hógværir“ að þeim þykir bara voðalega gott og gaman þegar þeir fá klapp á bakið eða bara einhvers konar verðlaun.“ - fgg Gunni Hans fer bakdyramegin á Grímuna „Þessi hátíð flokkast undir svo- kallaða A-hátíð, svo þetta er mik- ill heiður fyrir mig,“ segir Marsi- bil Sæmundardóttir, en hún gerði nýverið stuttmynd sem rataði á Palm Springs Internatinoal Short- fest, þriðju stærstu stuttmynda- hátíð í heimi. Marsibil hefur lokið einu ári í Kvikmyndaskóla Íslands og var stuttmyndin lokaverkefni hennar á seinni önninni. „Það er ansi magn- að að hafa komist inn á þessa hátíð því aðeins kvikmyndahátíðirnar í Cannes og Sundance eru taldar stærri,“ segir Marsibil, en myndin ber nafnið Freyja og skartar leik- konunni Sólveigu Arnars dóttur í aðalhlutverki. Marsibil seg- ist einnig hafa sent myndina inn í aðra keppni, þar sem hún hlaut eins konar heiðursverðlaun. „Á þeirri hátíð má senda inn allt frá stuttmyndum til tónlistarmynd- banda eða heimilidarmynda, svo framarlega sem efnið er minna en 57 mínútur. Það eru alltaf nokkr- ir sem vinna í hverjum flokki og myndin mín hlaut verðlaun sem er alveg frábært,“ segir Marsibil. Marsibil var varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins um nokk- urt skeið en ákvað að söðla um og hóf nám við Kvikmyndaskól- ann. „Ég var búin að vera í pólitík í átta ár, svo það var bara komið fínt af henni í bili. Þegar ég var í menntaskóla langaði mig alltaf í einhvers konar listnám, en lífið dró mig annað. Ég ákvað loks- ins að fara í Kvikmyndaskólann og þetta á virkilega vel við mig,“ segir Marsibil, en bætir þó við að hún hafi ekki getað sinnt náminu í vetur þar sem það sé dýrt. „Það verður mjög gaman að komast í skólann aftur og klára námið. Ég er að vinna að nokkrum verkefn- um en skólinn er dýr, svo ég veit ekki hvenær ég næ að klára hann,“ segir Marsibil. -ka Stuttmynd Marsibilar vekur athygli MARSIBIL SÆMUNDARDÓTTIR Vara- borgarfulltrúinn sneri sér að kvikmynda- gerð og hefur vakið athygli fyrir fyrstu stuttmynd sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég ætla bara byrja líf mitt upp á nýtt og stefni ótrauður á nám. Nú er þessi tími að baki og ég ætla bara að horfa fram á veginn,“ segir Karl Magnús Grönvold. Þrjár vikur eru liðnar síðan Karl Magn- ús sneri aftur heim til Íslands eftir erfið fjögur ár í Brasilíu. Eins og Karl greindi frá í bók- inni Brasilíufanginn eftir Jóhann- es Kr. Kristjánsson sem kom út í fyrra sat hann inni í tæp fjögur ár í rammgerðu fangelsi í Sao Paulo fyrir kókaínsmygl. Karl var grip- inn með sex kíló af eiturefninu og þurfti að dúsa á bak við lás og slá meðal glæpamanna frá 74 lönd- um. Karl losnaði úr fangelsinu í febrúar á síðasta ári en varð engu að síður að halda skilorð í heilt ár, mátti ekki yfirgefa Brasilíu né fá sér vinnu. Hann eyddi því tím- anum í að útvega sér ígripastörf, meðal annars við smíðar og að setja upp hljóðkerfi á bar. En nú er hann loksins kominn heim, heim til móður sinar sem studdi hann með ráðum og dáð öll árin. „Hún er búin að vera mamma ársins í fjögur ár!“ Karl var á leiðinni með strætó frá Hveragerði til Reykjavíkur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann er nýkominn úr með- ferð þar sem fólkið inni á Vogi las bókina um dvöl hans í Brasilíu. „Það var þarna strákur sem var lesblindur og hafði varla opnað bók frá því í 7. bekk en lét bókina ekki frá sér,“ segir Karl, sem gerir sér vonir um að geta unnið við for- varnastarf í framtíðinni, bókin hafi verið fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Hún verði vonandi öðrum víti til varnaðar. „Það gefur auga leið að þetta er reynsla sem ég óska engum að upplifa.“ Karl hugðist mæta á æfingu hjá meistaraflokki Gróttu í hand- bolta í gærkvöldi og hafði fengið grænt ljós hjá íþróttastjóra félags- ins. Hann lék með félaginu í eitt ár áður en lífið tók kollsteypu. „Ég var mjög feginn að hafa loks- ins fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Karl sem gerir sér fyllilega grein fyrir aðstæðum sínum, það verði til að mynda ekki hlaupið að því að fá vinnu miðað við orðspor hans sem sé í molum. „Maður verður samt bara að halda áfram og ég vil enga vorkunn. Ég ætla mér að vinna fyrir öllu mínu.“ freyrgigja@frettabladid.is KARL MAGNÚS GRÖNVOLD: FÓR Á FYRSTU ÆFINGUNA HJÁ GRÓTTU ÉG VIL ENGA VORKUNN AFTUR Í HANDBOLTANN Karl Magnús þótti ákaflega liðtækur handboltamaður og lék um tíma með bæði meistaraflokki Víkings og Gróttu. Hann mætti í gærkvöldi á sína fyrstu meistaraflokksæfingu hjá Gróttu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR KYNNAR Gunnar Hansson og Katla Margrét verða kynnar á Grímunni í ár en verðlaunin verða veitt á fimmtudagskvöld. 1. vinningur: Volkswagen Polo 1.2 TDI diesel Trendline, 70 hestöfl, 5 gíra beinsk. frá HEKLU. Verðmæti kr. 2.390.000 37294 2.-35. vinningur: Utanlandsferð að eigin vali fyrir 2 eða fleiri með Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 300.000 749 13996 18051 23439 35845 43125 790 14729 18121 26942 37635 44465 5678 15127 18434 27430 38690 46134 7701 15414 19873 30063 38743 49681 9837 16468 21244 31308 39363 13095 17823 22183 33537 39620 36.-100. vinningur: Gisting ásamt morgunverði í tvær nætur fyrir 2 auk kvöldverðar annað kvöldið hjá einhverju Fosshótelana. Hver að verðmæti kr. 60.000 361 5269 7667 9977 16659 21197 28046 38211 46019 50024 391 6761 7878 10454 17026 21685 28782 40416 46406 50471 688 6848 8125 12129 17488 25153 29824 40620 46465 1599 6909 8834 12148 17537 25561 34426 42491 46854 3492 6969 8908 13262 18163 25641 34902 43085 46972 4113 7005 9067 13932 20594 26191 35353 45004 48010 5227 7551 9085 14114 21193 26944 36897 45068 48648 Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindraafélagsins, Hamrahlíð 17. Upplýsingasími 525 0000. Birt án ábyrgðar VINNINGASKRÁ Vinningaskrá - vorhappdrætti 2010. Dregið 10. júní 2011

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.