Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 36
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um helgina og heppnaðist vel. Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hreppti áhorfendaverðlaunin. Rúmlega þrjú hundruð gestir lögðu leið sína á heimildarmynda- hátíðina Skjaldborg, sem haldin var á Patreksfirði fimmta árið í röð um hvítasunnuhelgina. Á dagskrá voru um 20 myndir og verk í vinnslu. Efnistök voru fjölbreytt en bændur og bænda- menning voru algengt stef á dag- skránni. Í ljósi þess fór því vel á að Ómar Ragnarsson væri heiðurs- gestur hátíðarinnar, en hann hefur gert aragrúa kvikmynda um fólk á landsbyggðinni. Andri Freyr Viðars son útvarpsmaður spjall- aði við Ómar í Skjaldborgarbíói á laugardags kvöld. Ómar leit þar yfir farinn veg og sýndi brot út gömlum verkum eftir sig og væntanlegum. Gæði myndanna á hátíðinni í ár voru óvenju mikil og að öðrum ólöstuðum þóttu fimm myndir einna sigurstranglegastar í keppn- inni um áhorfendaverðlaunin: Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgis- son; Paradox eftir Sigurð Skúlason og Hafstein Gunnar Sigurðsson; Ge9n eftir Hauk Má Helgason; Bakka Baldur eftir Þorfinn Guðna- son og Land míns föður eftir Ólaf de Fleur. Allt merkilegar mynd- ir sem vonandi verða teknar til almennra sýninga áður en langt um líður. Á sunnudagskvöld var tilkynnt á lokaballi í félagsheimilinu á Patreksfirði að mynd Steinþórs, Jón og séra Jón, hefði orðið hlut- skörpust í kosningunni. Myndin, sem jafnframt var opnunarmynd hátíðarinnar, fjallar um séra Jón Ísleifsson, sérlundaðan prest og búskussa sem hraktist úr embætti í Árnesi á Ströndum 2003, vegna deilna við söfnuðinn. Steinþór heimsótti séra Jón reglulega og fylgdist með honum áður en hann yfirgaf sóknina. Myndin veitir merkilega innsýn í sálarlíf óvenjulegs manns, erf- iða sambúð hans við sóknarbörn í fámennri sveit og vinnubrögð kirkjunnar svo nokkuð sé nefnt. Sérstakur Skjalborgartími, sem tekinn var upp á föstudeginum, var misráðinn og ruglaði margan hátíðargestinn í ríminu. Á heild- ina litið var hátíðin hins vegar vel heppnuð; dagskráin var þétt en ekki ofhlaðin og samkomur á kvöldin sköpuðu indæla samkennd og kunningsskap meðal sýningar- gesta og heimilislegan brag, sem erfiðara væri að ná fram á sam- bærilegri hátíð í höfuðborginni. Á fimm árum hefur Skjaldborg náð að festa sig í sessi sem einn af athyglisverðari menningarvið- burðum. bergsteinn@frettabladid.is SKJALDBORG FESTIR SIG Í SESSI MYND SEM GERJAÐIST Í TÆP ÁTTA ÁR „Jón sýndi mér mikinn trúnað og hreinskilni og opnaði sig á hátt sem er sjaldgæft að fólk geri fyrir framan myndavél,“ segir Steinþór Birgisson, leikstjóri myndarinnar Jón og séra Jón. Hann kynntist séra Jóni Ísleifssyni í gegnum sameiginlegan vin, Tuma Magnússon myndlistarmann. Eftir að hafa frétt af deilunum við söfnuðinn fékk Steinþór þá hugmynd að gera mynd um prestinn í Árnesi. Tökum lauk 2003. Steinþór segir ýmislegt hafa valdið því að eftivinnsl- an dróst á langinn í hjartnær átta ár. „Jafnvel ákveðinn verkkvíði: ég vissi að þetta væri afar sérstakt efni og viðkvæmt. Ég hef alltaf unnið að myndinni með hléum en tókst aldrei að fara með hana í þá átt sem ég vissi að hún yrði að fara til að heppnast. Kannski var ég ómeðvitað að hafa vit fyrir sjálfum mér því ég var hreinlega ekki nógu þroskaður til að klára. Þetta var verk sem þurfti að gerjast. En það var líka lán í óláni í ljósi tíðarandans. Ég held að það sé miklu frjórri jarðvegur fyrir svona mynd eftir hrun en fyrir.“ Jón tók ekki þátt í eftirvinnslunni en Steinþór rak smiðshöggið á myndina aðeins hálfum sólarhring fyrir frumsýningu á Skjaldborg og horfði á hana ásamt söguhetjunni. „Hann var hæstánægður, faðmaði mig og kyssti.“ Steinþóri þykir vænt um þau góðu viðbrögð sem myndin fékk um helgina og ætlar að reyna að nýta sér þau. „Það eru uppi hugmyndir um að sýna hana með viðhöfn í Reykjavík í haust og láta síðan á reyna hvort nokkur sé reiðubúin að borga sig inn á hana.“ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 15. júní 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Friðrik Ómar og Jógvan Hansen flytja Vinalög í Keflavíkurkirkju. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 20.00 Emil Friðfinnsson hornleikari og Þórarinn Stefánsson píanóleikari leika á Kammertónleikum í Norræna húsinu. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og félags- menn FÍT. Ókeypis aðgangur fyrir fólk yngra en 21 árs. 21.00 Rafhljómsveitin Captain Fufanu heldur styrktartónleika á Faktorý fyrir tónleikaferð sína. Einnig spila Dj Mar- geir og Stefán Finnboga. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Tónlistarkonan María Magnús dóttir heldur tónleika á veitingastaðnum Kryddlegnum hjörtum við Skúlatún. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. LEIÐSÖGN UM VERK BARBÖRU ÁRNADÓTTUR Guðbjörg Kristjánsdóttir lóðsar gesti um yfirlitssýningu Barböru Árnason í Gerðasafni klukkan 15 í dag. Þetta er síðasti sýningar- dagur sýningarinnar Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Átján myndir eru á dagskrá hinna árlegu Stuttmyndadaga í Reykja- vík, sem fara fram í Bíói Paradís í dag og á morgun. Hér gefst ein- stakt tækifæri til að sjá það fersk- asta í grasrót íslenskra kvik- mynda. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar auk áhorfenda- verðlauna. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á Rúv. Aðgangur er ókeypis en dagsrkána má finna á bioparadis.is. - bs Stuttmynda- dagar hefjast Úr myndinni Jón og séra Jón. STEINÞÓR BIRGISSON Mynd hans Jón og séra Jón hlaut áhorfenda- verðlaun Skjaldborgar. Steinþór lauk tökum á myndinni 2003 en lauk eftirvinnslu tólf stundum fyrir frum- sýningu. SKJALDBORGAR- BÍÓ Rúmlega þrjú hundruð gestir voru á hátíðinni í ár, sem þótti hepp- anast afar vel. MYND/BJÖRN ÓMAR GUÐMUNDSSON MYND/ARRÓ STEFÁNSSON • Léttur og þægilegur ferðafélagi sem er auðveldur í notkun og eyðir litlu. • 50cc fjórgengismótor sem skilar 2,2 Kw/8000 rpm og er með rafstarti og sparkstarti. • Hámarkshraði er 45 km/klst og ökumaður þarf annað hvort léttbifhjólapróf eða bílpróf til að stjórna hjólinu. • Hjólið eyðir 2lt/100km og er með 5,9 lítra bensíngeymir • Eiginþyngd er 93 kg • Aukabúnaður -10” álfelgur -samlit farangursbox á bögglabera • Númer og nýskráning innifalin í verðinu Linhai Prince LH-50QT 229.999kr SPARAÐU BENSÍN! EYÐIR AÐEINS 2LT/100KM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.