Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 12
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR + FIT kostnaður 750 kr. 80 kr. samtals 80 kr. Þú getur fengið ýmsar gagnlegar upplýsingar sendar í símann Viðvörun ef staðan fer niður fyrir ákveðna upphæð Staða reikninga Tilkynning þegar greitt er inn á reikninginn Gengi gjaldmiðla Epli á 830 krónur? Það er auðvelt að losna við FIT-kostnaðinn** fella niður FIT-kostnaðinn . - Skráðu þig í FIT viðvörun í Netbankanum. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 0 9 3 DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður af lög- reglustjóranum á Suðurnesjum fyrir fíkniefnabrot, vímuakstur og fleiri brot. Í ákæru er manninum gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni til sölu og dreifingar rúmlega 42 grömm af kókaíni sem fund- ust á honum við líkamsleit á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu. Stærstum hluta kókaínsins hafði maður inn komið fyrir í plastpoka sem hann geymdi milli rasskinna sinna. Smáræði geymdi hann svo í buxnavasa sínum. Að auki reyndist hann hafa í fórum sínum 2,39 grömm af e-töfludufti sem lög- regla fann í hebergi sem maður- inn hafði leigt sér á Grand Hóteli. Hann var tekinn með efnin í júní 2009. Auk þessa var maðurinn tekinn sjö sinnum fyrir umferðarlaga- brot. Ýmist ók hann allt of hratt eða hann var undir áhrifum eitur- lyfja við stýrið. Að auki var hann þrisvar sinnum án ökuréttinda. Ákæruvaldið krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. - jss Karlmaður á fertugsaldri ákærður fyrir fjölda brota: Tekinn með kókaín ÍTALÍA, AP „Það er eitthvað að ger- ast á Ítalíu. Ég sé það á því hvern- ig ítalska þjóðin hagar sér,“ segir Giacomo Gemelli, sem hefur það að atvinnu að fara með ferðamenn í stuttar ferðir á hestvögnum um miðborg Rómar. „Ég verð því miður að segja að nú er kannski kominn tími til þess fyrir Berlus- coni að fara heim.“ Silvio Berlusconi hefur verið forsætisráðherra Ítalíu lengur en nokkur annar, samtals í nærri tíu af síðustu sautján árum. Hann hefur haldið fast um stjórnartaum- ana og tekist að halda vinsældum þrátt fyrir regluleg hneykslismál. Nú virðist þó komið að skulda- dögum. Á sunnudag og mánudag var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á Ítalíu þar sem nokkur helstu bar- áttumál Berlusconis voru kolfelld, þar á meðal lög sem hann hafði fengið þingið til að samþykkja og gáfu honum friðhelgi gagnvart dómsmálum meðan hann er í emb- ætti. Kosningaþátttakan var um 57 prósent, en 50 prósent þátttöku þurfti til þess að niðurstaðan yrði tekin gild. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1995 sem næg þátttaka fæst í þjóðaratkvæðagreiðslu á Ítalíu. Öll baráttumál Berlusconis voru felld með um það bil 95 prósentum greiddra atkvæða. Tvö lög um einkavæðingu vatnsréttinda voru felld og sömuleiðis voru felld lög um að hefja vinnslu kjarnorku á ný á Ítalíu, en henni var hætt í kjöl- far Tsjernóbyl-slyssins árið 1986 vegna þess hve jarðskjálftar eru algengir á Ítalíu. Þessi niðurstaða fékkst þrátt fyrir að ítalska stjórnin hafi með öllum ráðum reynt að tefja fyrir og draga úr gildi þjóðaratkvæða- greiðslunnar. „Þetta er vorið okkar,“ sagði Ugo Mattei, lögfræðingur og einn helsti talsmaður vinstrimanna gegn lögunum um einkavæðingu vatnsréttinda. Stjórnlagadómstóll Ítalíu hafði að hluta dæmt lögin, sem áttu að koma í veg fyrir að forsætisráð- herrann þyrfti að standa í dóms- málum, en þjóðin kaus að hafna þessu lögum alveg. Berlusconi kemst því ekki leng- ur hjá því að svara til saka í fleiri málum, fyrir utan þau þrjú sem hann á í vegna kynferðisbrots og skattsvika. Á síðustu mánuðum hefur hratt fjarað undan vinsældum Berlus- conis meðal Ítala, eftir að sögur um framhjáhald og kynferðisbrot komust í hámæli. gudsteinn@frettabladid.is Ítalir hafa fengið nóg af Berlusconi Afgerandi ósigur Silvio Berlusconi í þjóðaratkvæða- greiðslu um helgina er nefndur Ítalska vorið. Berlus- coni hefur lengi tekist að halda í vinsældir sínar en síðustu mánuði hefur hratt fjarað undan honum. FÖGNUÐUR Á MÁNUDAG Ítalir felldu meðal annars friðhelgislögin sem Berlusconi hafði fengið samþykkt á þingi til að koma sér undan réttarhöldum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.