Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 38
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR30
folk@frettabladid.is
Nýjasta lag rapparans Eminem
hefur farið fyrir brjóstið á að-
dáendum Lady Gaga, en í lag-
inu „A Kiss“ segir rapparinn að
söngkonan sé í raun karlmaður.
Hann segir þetta þó allt í gríni
gert. „Stundum fæ ég bara ein-
hvern brandara í kollinn og mig
langar að deila honum með heim-
inum, ef þið skiljið mig,“ sagði
Eminem og bætir því við að hann
hafi ennþá mikið dálæti á Lady
Gaga.
Grínast á
kostnað Gaga
ALLT Í GRÍNI GERT Eminem segir í
nýjasta lagi sínu að Lady Gaga sé með
kynfæri karlmanns. Hann segir þetta þó
vera grín.
SHEEN FÆR NÝJAN ÞÁTT Samkvæmt
slúðursíðunni TMZ er von á nýjum sjón-
varpsþætti með glaumgosanum Charlie
Sheen.
VIKUR eru síðan frumraun söngvarans Bruno Mars, Just the Way
You Are, náði toppsætinu á Billboard-listanum. Ekkert lag hefur áður
setið svo lengi á toppnum í fimmtíu ára sögu listans.
Paul McCartney hefur viður-
kennt að hann hafi ekki hugsað
út í afleiðingarnar þegar hann
lýsti því yfir fyrir fjörutíu árum
að hann hygðist ekki semja fleiri
lög með John Lennon.
McCartney hefur almennt
verið talinn sá sem leysti Bítlana
upp árið 1970. Hann var í viðtali
vegna fyrstu sólóplötu sinnar og
sagðist ekki ætla að vinna með
John Lennon aftur. Og þar með
var Bítlaævintýrið úti. „Ég hef
verið sagður vera mjög fljótfær.
Ég verð mjög ákafur þegar ég fæ
hluti á heilann og það er yfirleitt
gott, þá kemur maður hlutunum í
verk. Öðru hvoru getur þetta hins
vegar valdið ákveðnum vand-
ræðum af því að maður hugs-
ar ekki út í afleiðingarnar. Og á
þessum tíma hugsaði ég ekkert út
í þær, ég var bara að gefa út plötu
með efni sem ég kunni ákaflega
vel við.“
Paul segir að hann hafi hitt
hina meðlimi Bítlana mánuði
áður og þar hafi John lýst því yfir
að hann ætlaði að yfirgefa hljóm-
sveitina. Sambandsslit Bítlanna
vörpuðu skugga á útgáfu sóló-
skífu Pauls en sjálfur kveðst
hann vera stoltur af henni, hún
hafi rutt brautina fyrir heima-
gerðar plötur. Paul var upptöku-
stjórinn á henni og lék á nánast
öll hljóð færin sjálfur. „Þegar
maður hugsar um það eru ótrú-
lega margar plötur gerðar á
þennan hátt í dag af því tækninni
hefur fleygt mikið fram. Og í
raun og veru var ég hálfgerður
brautryðjandi á þessu sviði án
þess að gera mér grein fyrir því.“
Hugsaði ekki út í afleiðingarnar
ENDALOK BÍTLANNA Paul McCartney
rifjaði það upp á dögunum þegar
Bítlarnir hættu störfum.
Charlie Sheen er í samninga-
viðræðum við sjónvarpsmenn
ytra um að fara með aðalhlut-
verk í nýjum gamanþætti. Sheen
fór með aðalhlutverkið í gaman-
þáttunum Two and a Half Men
en var rekinn fyrr á árinu og
leikarinn Ashton Kutcher ráðinn
í hans stað. Samkvæmt slúður-
síðunni TMZ á þátturinn að vera
skrifaður sérstaklega fyrir Sheen
og fer beint í almennar sýningar,
án þess að gera þurfi sérstakan
prufuþátt eða „pilot“.
Von á nýjum
þætti með
Charlie Sheen
20