Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2011 11 bmvalla.is BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð! Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is Opið mánud.-föstud. 8-17 Terra nýr valkostur fyrir veröndina Terra er nýtt og fallegt verandarefni úr slípuðum hellum sem fæst í hvítu, gráu og svörtu. Terra er hagkvæm og endingargóð lausn á veröndina, laus við umstang og viðhald sem fylgir hefðbundnum pallaefnum. Ekki eyða sumarfríinu í viðhald. Komdu á sýningarsvæði okkar í Fornalundi og skoðaðu Terra-hellurnar eða hafðu samband við söludeildir okkar. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 11 16 99 BANDARÍKIN, AP Sjö repúblikanar, sem allir sækjast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins gegn Barack Obama á næsta ári, beindu spjótum sínum að sam- eiginlegum óvini sínum í fyrstu sjónvarpsumræðum kosninga- baráttunnar á mánudagskvöld. Hver á fætur öðrum gagnrýndu þeir Obama harðlega, einkum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagsmálum, en létu að mestu eiga sig að gagnrýna hver annan. Mitt Romney, fyrrverandi ríkis- stjóri í Massachusetts, þótti standa sig einna best og kom það frétta- skýrendum á óvart, en skýringuna töldu þeir liggja í því hve mjúkum höndum repúblikanarnir fóru hver um annan. Flestir hafa repúblikanarnir sjö áður sóst eftir að verða forseta- efni flokksins, en nýliðarnir voru þingkonan Michele Bachmann og kaupsýslumaðurinn Herman Cain. Bachmann þótti koma sterk inn og uppskar fögnuð í salnum þegar hún spáði því að Obama muni ekki takast að sitja lengur en eitt kjörtímabil. Fyrstu forkosningar flokkanna fyrir kosningarnar á næsta ári verða í desember. - gb Sjö repúblikanar herja á Barack Obama í fyrstu stóru kosningakappræðunum: Mitt Romney þótti standa sig einna best REPÚBLIKANARNIR SJÖ Rick Santorum, Michele Bachmann, Newt Gingrich, Mitt Romney, Ron Paul, Tim Pawlenty og Herman Cain á sviðinu í New Hampshire. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐAÞJÓNUSTA Samtök ferðaþjón- ustunnar eru ósátt við útdeilingu á nýjum gistináttaskatti. Lög um skattinn voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku og munu taka gildi um áramótin. Lögin fela í sér að gististaðir greiði 100 krónur af hverri gisti- náttaeiningu í skatt. Tekjum af þessu verður skipt þannig að 60 prósent fara til Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða en 40 pró- sent til þjóðgarða og friðlýstra svæða. Samtökin vildu að allar tekjurnar rynnu í sama sjóðinn. Þá segja samtök ferðaþjónust- unnar að gististaðir séu ekki í stakk búnir að greiða nýjan skatt. - þeb Samtök ferðaþjónustunnar: Vildu tekjurnar í sama sjóðinn LÖGREGLUMÁL Sjö ára stúlka slas- aðist lítillega þegar ekið var á hana við Hringbraut í Keflavík um miðjan dag í gær. Stúlkan var að hjóla með vin- konu sinni þegar slysið varð. Þær hjóluðu á gangstétt en bíl var ekið út úr innkeyrslu og lenti stúlkan á horni bílsins. Við það féll hún í götuna. Hátt grindverk er við innkeyrsluna, sem olli því að ökumaðurinn sá ekki stúlk- urnar. Lögreglumenn urðu vitni að slysinu og kölluðu móður stúlk- unnar til. Stúlkan var færð undir læknishendur en var ekki mikið slösuð. - þeb Slasaðist ekki mikið: Keyrt á sjö ára stelpu í Keflavík AUSTURRÍKI, AP Austurrísk stjórn- völd tóku snarlega tvo tinda í Alpafjöllunum úr sölu í gær, í bili að minnsta kosti. Ástæðan er flóð mótmæla,sem stjórnvöld fengu yfir sig þegar fréttist af þessum áformum. Kaupendurnir hefðu reyndar þurft að sætta sig við strangar hömlur á hvers kyns fram- kvæmdum á tindunum, sem heita Rosskopf og Grosse Kinigat. Búist er við að tindarnir verði fljótlega boðnir til sölu á ný, en þá ekki hverjum sem er heldur verði einungis austurrískum ríkis borgurum leyft að kaupa. - gb Mótmælaflóð í Austurríki: Sölu fjallstinda var frestað í bili FJALLSTINDUR TIL SÖLU Rosskopf verður líklega boðinn til sölu aftur innan skamms. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Dagur hinna villtu blóma verður haldinn hátíðlegur á sunnudag á fjórtán stöðum vítt og breitt um landið. Áhugasömum gefst færi á þátt- töku í tveggja tíma gönguferð með leiðsögn um plönturnar sem vaxa allt í kringum okkur. Á höfuðborg- arsvæðinu verða tvær göngur; önnur um Laugarás og hin við Geldinganes. Þá verður gengið um Krossanesborgir við Akureyri og á ellefu öðrum stöðum úti á landi. Nánari upplýsingar eru á www. floraislands.is. - mþl Blómagöngur á sunnudag: Dagur hinna villtu blóma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.