Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2011 21
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 22. júní 2011
➜ Útivist
19.00 Í tilefni Náttúruviku á Reykja-
nesi verður ganga um eldfjallahring
undir leiðsögn Rannveigar Garðars-
dóttur. Gangan tekur um 3 til 4 klst
og mæting er við Grófina 2-4, Reykja-
nesbæ. Rútugjald er kr. 1.000.
➜ Tónleikar
17.00 Sönghópurinn Voces Mascul-
orum heldur tónleika í Hörpu. Félag-
arnir syngja þjóðlög, ættjarðarsöngva
og sálmalög undirleikslaust. Þá er
farið með rímur og leikið á langspil.
Aðgangseyrir er kr. 3.000 og miðasala
er á midi.is.
20.00 Þuríður Sigurðardóttir og
hljómsveitin Vanir menn verða með
tónleika í Salnum, Kópavogi. Flytja þau
dægurlög sem hljómað hafa í óska-
lagaþáttum útvarps og á dansleikjum
í gegnum tíðina. Aðgangseyrir er kr.
3.500 og miðasala er á midi.is.
21.00 Hljómsveitin Endless Dark
heldur rokkveislu á Sódóma til styrktar
hljómleikaferðalagi sínu um Evrópu.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
22.00 Funk-bandið Musteri Almátt-
ugs heldur tónleika á Bakkus. Hljóm-
sveitin mun spila 70’s funk og allt upp í
R&B soul groove. Aðgangur ókeypis.
➜ Samkoma
22.00 Félagið Ísland-Palestína
stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhús-
inu, Njálsgötu 87. Rawda og Mohamad
Odeh frá Jerúsalem munu ræða um
málefni sem eru ofarlega á baugi í
Palestínu. Aðgangur ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Sænski tískurisinn Hennes &
Mauritz hefur hafið samstarf
við ítalska tískuhúsið Versace.
Fatalínan, sem kemur í verslanir
út um allan heim í nóvember, er
hönnuð af listrænum stjórnanda
tískuhússins, Donatellu Versace.
„Ég er mjög ánægð með vinna
með H&M og fá tækifæri til að
hanna fyrir breiðan hóp við-
skiptavina. Fatalínan er dæmi-
gerð fyrir Versace og ég tel að
fatnaðurinn eigi ekki eftir að
bregðast væntingum aðdáenda
H&M og Versace úti um allan
heim,“ segir Donatella.
Leður, litríkar flíkur og
skemmtileg munstur einkenna
dömufatnaðinn, en aðdáendur
fengu smá forskot á sæluna þegar
Donatella kom fram í leðurkjól úr
H&M-línunni eftir tískusýningu
Versace á herrafatatískuvikunni
í Mílanó á dögunum. Herrafata-
línan sem kemur í H&M verður
einföld, en þar verð-
ur að finna jakkaföt
og hinn fullkomna
smóking.
H & M h e f u r
undan farin ár
hannað eina
fatalínu á ári
í samstarfi
við fræg-
a n hön n-
uð og hafa
þær yfir-
leitt notið
mikilla
vinsælda. Sonia Rykiel,
Lanvin, Karl Lager-
feld, Stella McCartney
og Jimmy Choo eru
meðal þeirra sem hafa
unnið með H&M
við góðan orð-
stír.
Það verður
forvitnilegt
að sjá hvernig
viðskiptavin-
ir H&M taka
á móti ítalska
glamúrnum
frá Versace í
haust. - áp
Ítölsk hönnun í H&M
DÖMULÍNA
Donatella
Versace lofar
miklum glamúr
fyrir dömurnar
en leðurefni með
göddum og silki
og önnur flæðandi
efni verða ríkjandi.
Þessi mynd er frá
haustlínu tísku-
hússins.
HERRAFATA-
LÍNA
Herrafatn-
aðurinn
fyrir H&M
ein-
kennist af
einföld-
um sniðum en
í línunni verður að
finna hinn fullkomna
smóking að sögn
Donatellu Versace.
HANNAR FYRIR H&M Donatella Versace
frumsýnir hér fyrstu flíkina úr væntan-
legri fatalínu sinni fyrir H&M, stuttan
leðurkjól með gullskrauti.
fyrstu hæð
Sími 511 2020
Barnadagar í 20% afsláttur 22-26 júní
Erum á
6.990,-
2 litir
5.352,-
5.990,-
2 litir
4.792,-
2.990,-
4 litir
2.392,-4.472,-
5.590,-
4.472,-
5.590,-
3.992,-
4.990,-
2 litir
5.992,-
7.490,- 5.890,-
4.712,-
Stefnumót á heilbrigðissviði
Samstarf fyrirtækja og stofnana um betri lausnir
Háskólinn í Reykjavík föstudaginn 24. júní kl. 8.45-15.00
8.45 Ávarp
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI
9.00 Tilgangur og fyrirkomulag - reynsla úr öðrum greinum
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI
9.20 Þarfirnar í heilbrigðiskerfinu - ferli og samstarf
Björn Zoëga, forstjóri LSH
9.35 Samhæfing lækningaferla, tæknibúnaðar og gagnavinnslu
Björn Jónsson, upplýsingatæknisvið LSH
9.50 Hagkvæmar lausnir í samstarfi fyrirtækja og stofnana
Perla Björk Egilsdóttir, SagaMedica og formaður SHI
10.05 Dæmi um lausnir þróaðar í samstarfi fyrirtækja, lækna og stofnana
Þórður Helgason, LSH og dósent í HR
10.20 Fjármögnun og matsaðferðir - íslensk, norræn og evrópsk samvinna
Sigurður Björnsson og Björn V. Ágústsson, Rannís
10.35 Kaffi
10.50 Kynningar á þörfum og lausnum á þverfaglegum sviðum (tæknibúnaður, aðstaða,
rannsóknir og lyf)
12.15 Matur og mannblendi
12.50 Kynningar á þörfum og lausnum á sérsviðum lækninga og stefnumót á
þverfaglegum sviðum
13.50 Samantekt
14.10 Stefnumót á sérsviðum lækninga
Skráning á www.si.is
Paris Hilton er einhleyp á ný. Paris og kærastinn
fyrrverandi, Cy Waits, ákváðu í sameiningu að enda
eins árs samband þeirra eftir að hafa átt í erfið-
leikum í sambandinu undanfarið. „Þau eru hætt
saman. Það er mjög leiðinlegt því henni þykir mjög
vænt um hann og finnst hann frábær náungi en
þau lentu í erfiðleikum,“ sagði heimildarmaður við
slúður tímaritið US Weekly. Undanfarið hafa staðið
yfir tökur á nýjasta raunveruleikaþætti Hilton, en
kærastinn fyrrverandi var allt annað en ánægður
með þáttinn. „Cy var ekki ánægður. Honum fannst
að það væri rýnt of mikið inn í einkalíf þeirra
Parisar. Hann átti alls ekki von á því að mynda-
vélarnar yrðu svona mikið fyrir þeim,“ sagði annar
heimildarmaður. Önnur ástæða sambandsslitanna
er sú að Cy þótti frægðarljómi kærustunnar skyggja
á sinn eigin ljóma, en hann er þekktur kaupsýslu-
maður og næturklúbbaeigandi í Las Vegas.
Paris Hilton hætt með kærastanum
AFTUR Á LAUSU Paris Hilton og kærastinn Cy Waits hafa
ákveðið að slíta sambandinu.