Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 2
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR2
Ég lít á þetta sem
pólitískan leik og
hann hljóti að skipta um
skoðun ef hann skoðar málið
vandlega.
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
FORSÆTISRÁÐHERRA
Haraldur, er landsmótið við
hestaheilsu?
„Eins og graðhestur að vori, lands-
mótið hefur aldrei verið sprækara.“
Haraldur Örn Gunnarsson er fram-
kvæmdastjóri Landsmóts 2011 sem nú
stendur yfir á Vindheimamelum. Aldrei
hafa fleiri hross verið á landsmóti en í ár.
HOLLAND Í september næstkom-
andi hyggst hollenska flugfélagið
KLM fylla á eldsneytistanka sína
með matarolíu sem notuð hefur
verið til steikingar á frönskum
kartöflum. Tilgangurinn er að
draga úr losun koldíoxíðs.
Fljúga á 200 ferðir með elds-
neyti unnu úr gamalli matarolíu
á milli Amsterdam og Parísar.
Matarolíueldsneytið er umhverf-
isvænt og verður því blandað
saman við venjulegt flugvéla-
eldsneyti.
KLM hefur áður flogið með
slíkt eldsneyti í tilraunaskyni og
hefur nú fengið samþykki fyrir
því að nota það í farþegaflugi. - ibs
Hollenska flugfélagið KLM:
Með matarolíu
í tönkunum
NÁTTÚRA „Það voru einhver kvik-
indi þarna sem maður sá ekki
almennilega, eitthvað sem var
eldsnöggt að forða sér þegar
komið var nálægt því,“ segir Árni
Kópsson kafari sem fór síðastlið-
inn fimmtudag í skrímslarann-
sóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í
Arnarfirði. Hann segist nú ætla að
horfa gaumgæfilega á myndskeið
sem hann tók í leiðangrinum til að
ráða fram úr gátunni.
Árni sendi djúpsjávarmynda-
vél niður í holu
á sjávarbotni en
nokkrar slíkar
fundust fyrir
nokkrum árum
þegar Hafrann-
sóknastofnun
gerði geisla-
mælingakort af
fjarðarbotnin-
um. Árni segir
að einnig hafi
verið krökkt af rækju og nokkuð
af fiski í holunni.
Hann telur að um tíu til fimmtán
metrar séu frá opi stærstu holunn-
ar og niður að botni hennar sem
er tæpum hundrað metrum fyrir
neðan yfirborð sjávar.
Þorvaldur Friðriksson skrímsla-
fræðingur, sem var með í ferðinni,
segir að tilgangur hennar hafi
verið að kanna fyrirbæri á Stapa-
dýpi á fjarðarbotni Geirþjófsfjarð-
ar. Hann hefur safnað skrímsla-
sögum og segir að margar þeirra
séu frá svæðinu í námunda við hol-
urnar. Hann telur því líklegt að
þar séu heimkynni skrímsla.
Árni segir að afrakstur ferðar-
innar renni stoðum undir þá kenn-
ingu frekar en að afsanna hana.
Meðal skrímslasagna sem til eru
úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri
hluta síðustu aldar af skrímsli sem
gekk á land og gerði árás á bæinn
Krók sem var æskuheimili Árna
Friðrikssonar snemma á síðustu
öld. Árni varð síðar frumkvöð-
ull í fiskifræðum á Íslandi og er
skip Hafrannsóknastofnunar nefnt
eftir honum. „En það eru ekki allar
sögurnar svo gamlar, til dæmis
er til tiltölulega nýleg frásögn af
skrímsli með rautt fax sem sást
þarna í Arnarfirðinum.“
Guðrún Helgadóttir, jarð-
fræðingur á Hafrannsóknastofn-
un, segir að víðar megi finna
svona gíga eða holur við landið.
„Almennt er talið að þessi fyrir-
bæri hafi myndast við einhvers
konar útstreymi vökva eða gass,
sem getur verið af ýmsum toga,“
segir hún. „Ein líkleg skýring á
holum innfjarðar er gasmyndun
vegna rotnandi lífvera.“ Spurð um
kenningu Þorvaldar segir hún: „það
er auðvitað mjög skemmtileg skýr-
ing.“
Það voru Skrímslasetrið á Bíldu-
dal, Jón Þórðarsonar athafnamaður
og Arnfirðingafélagið sem stóðu að
leiðangrinum. jse@frettabladid.is
Telur skrímsli búa í
holum í Geirþjófsfirði
Kafari segir óútskýranleg kvikindi finnast í holum á botni Geirsþjófsfjarðar í
Arnarfirði. Holurnar eru á hundrað metra dýpi. Skrímslafræðingur telur að
holurnar séu heimkynni skrímsla. Skemmtileg skýring, segir jarðfræðingur.
SKRÍMSLAMYNDAVÉL Árni Kópsson kafari stendur við myndavélina sem send var
niður í holu í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Nú ætlar Árni að rannsaka nánar myndskeiðið
þar sem dularfullu fyrirbæri bregður fyrir. MYND/ÁSTA SIF
FISKAR Í HOLUNNI Þessi mynd er tekin í
holunni. MYND/ÁSTA SIF
ÞORVALDUR
FRIÐRIKSSON
STJÓRNMÁL Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, vill láta kalla Alþingi
saman. Ástæðan er hugmyndir
um bráðabirgðalög sem tryggja
eiga framhald á greiðslu atvinnu-
leysisbóta til þeirra sem eru í
hlutastarfi. Bjarni segir bráða-
birgðalög vera inngrip ríkis-
stjórnarinnar í löggjafarvaldið.
„Ég tel að þetta mál eitt og sér
sé ekki þannig vaxið að það rétt-
læti bráðabirgðalöggjöf heldur
væri miklu nærtækara að kalla
þing saman. Þingið getur þá nýtt
tækifærið og kippt í liðinn klúðr-
inu vegna útboðsins á Dreka-
svæðinu. Svo er fullt tilefni til
þess í leiðinni að taka upp fyrstu
skrefin í hinu nýhafna aðildar-
ferli að Evrópusambandinu,“
segir Bjarni.
„Ég veit ekki hvort Bjarni
Benediktsson veit það að frá
1991, þegar lögum þar um var
breytt, hafa bráðabirgðalög verið
sett ellefu sinnum hér á landi og
öll í tíð Sjálfstæðisflokksins,“
segir Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra.
Hún segir engan ágreining um
málin. Búið sé að auglýsa útboð
á Drekasvæðinu og tilkynna
áhugasömum þannig að óráð sé
að hringla meira með það. Þá
sé einungis verið að framlengja
hlutabætur. Hægt verði að greiða
út um næstu mánaðamót, en
vandamál gæti skapast í kring-
um 1. ágúst. Á því verði að taka.
„Ég lít á þetta sem pólitískan
leik og að hann hljóti að skipta
um skoðun ef hann skoðar málið
vandlega,“ segir Jóhanna.
- kóp
Forsætisráðherra segir kröfu Bjarna Benediktssonar vera pólitískan leik:
Bjarni vill að þing komi saman
BJARNI
BENEDIKTSSON
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
FJÁRMÁL Frestur til að komast
í greiðsluskjól við umsókn um
greiðsluaðlögun rennur út á mið-
nætti. Eftir daginn í dag kemst
fólk ekki í greiðsluskjól fyrr en
umsókn viðkomandi hefur verið
samþykkt hjá umboðsmanni
skuldara.
Svanborg Sigmarsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi umboðsmanns,
segir að þeir sem skulda meira en
þeir ráða við eigi rétt á að sækja
um greiðsluaðlögun hjá embætt-
inu. Tæplega 80 skuldarar sóttu
um greiðsluaðlögun hjá umboðs-
manni skuldara á þriðjudag,
fleiri en alla síðustu viku. - shá
Greiðsluskjól við umsókn:
Frestur rennur
út á miðnætti
MANNLÍF Frestur rennur út í dag. Mynd
úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suður-
lands yfir meintum barnaníðingi í Vestmanna-
eyjum sem er sakaður um að hafa misnotað átta
ára gamla stjúpdóttur sína. Hann skal sitja í
varðhaldi til 22. júlí næstkomandi. Maðurinn er
grunaður um að hafa misnotað þrjár stúlkur.
Eins og komið hefur fram gekk maður-
inn laus í eitt ár eftir að lögreglu var ljóst að
um alvarlegt kynferðisbrotamál var að ræða.
Gæsluvarðhalds var fyrst krafist á laugardag-
inn en lögregla hafði undir höndum mikið magn
myndefnis sem sýndi manninn misnota stúlk-
una. Misnotkunin er talin hafa staðið yfir svo
mánuðum skipti.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á
Selfossi, hefur verið gagnrýndur hart fyrir að
hafa ekki farið fram á gæsluvarðhald um leið
og málið kom upp. Settur saksóknari í málinu,
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, er á meðal gagn-
rýnenda. Ólafur hefur varið ákvörðun sína og
fagnaði í gær úrskurði Hæstaréttar. Ólafur
Helgi hefur ekki íhugað afsögn vegna málsins.
Á heimili mannsins fundust myndir sem sýna
hann misnota stjúpdóttur sína. Einnig fannst
ógrynni myndefnis sem sýnir börn á kynferðis-
legan og klámfenginn hátt. Maðurinn á yfir
höfði sér allt 16 ára fangelsi. - shá
Barnaníðingsmálið í Vestmannaeyjum vekur upp harðar deilur innan réttargæslukerfisins:
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð
FRÁ VESTMANNAEYJUM Barnaverndaryfirvöld í Vest-
mannaeyjum sóttu fast að maðurinn yrði hnepptur í
varðhald þegar málið kom upp.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN Barack Obama
Bandaríkjaforseti sagði á blaða-
mannafundi í Hvíta húsinu í
gær að hann vænti þess að sam-
komulag náist
um ríkisfjár-
mál á næstu
vikum. Glímt
er um hvernig
ná skal niður
skuldum ríkis-
sjóðs sem nálg-
ast 14,3 trillj-
óna dala þak
sem sett hefur
verið. Eftir 2.
ágúst segist fjármálaráðuneyt-
ið ekki fært um að standa við
skuldbindingar.
Leiðtogar beggja flokka á
þingi eru sammála um þörfina
á að minnka fjárlagahallann en
eru ósammála um aðferðir. For-
setinn vill fella niður skatta-
afslátt til stórra fyrirtækja, til
dæmis í olíuiðnaði. Repúblik-
anar vilja hins vegar ekki heyra
minnst á skattahækkanir.
- shá
Skuldir í sögulegum hæðum:
Halli ríkissjóðs
veldur titringi
BARACK OBAMAKJARAMÁL Maraþonfundur í kjara-
deilu flugmanna og Icelandair
stóð enn yfir í gærkvöldi þegar
Fréttablaðið fór í prentun. Menn
sátu í Karphúsinu í ríflega fjór-
tán tíma á þriðjudag en fund-
urinn stóð fram á nótt áður en
honum var frestað.
Forsvarsmenn deiluaðila gefa
lítið út um framgang viðræðn-
anna.
Icelandair hefur fellt niður
flugferðir félagsins til og frá
París í dag, sökum yfirvinnu-
banns flugmanna. - shá
Flugmenn og Icelandair:
Langar setur
tvo daga í röð
SPURNING DAGSINS
lax
með strengjabaunum,
tómötum og kryddjurtasósu
Muna að kreista
sítrónuna yfir laxinn
Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina
og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum.