Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 6
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR6 SJÁVARÚTVEGUR Íslenska kalkþör- ungafélagið, sem hefur verksmiðju sína á Bíldudal, hefur kært Fiski- stofu til sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytisins vegna þess að þeir veittu fyrirtækinu Fjarðar- laxi leyfi til að setja niður eldiskví- ar framan við kalkþörunganámu sem kalkþörungafélagið hefur sér- leyfi á. „Þeir hafa plantað kvíum fyrir framan svæðið þannig að það er ekki hægt að komast að því nema valda skemmdum á kvíum, anker- um og fóðurlögnum frá Fjarðar- laxi,“ segir Sigurður Helgason, stjórnarformaður Íslenska kalk- þörungafélagsins. „Í raun er þessi leyfisveiting Fiskistofu hreinn dónaskapur og yfirgangur í okkar garð. Arnarfjörðurinn er nú gríðar- lega stór svo það ætti að vera hægt að veita þessi leyfi án þess að menn séu látnir kássast upp á annarra manna jússur. Þetta er bara eins og í villta vestrinu í gamla daga,“ segir hann. Hann segir enn fremur að algjört stjórnleysi ríki í þessum málum. „Það virðist enginn hafa neina heildarsýn þannig að ein stofnun veitir leyfi ofan á leyfi frá annarri stofnun,“ bætir hann við. Sjávar- og landbúnaðarráðu- neytið tekur við stjórnsýslukær- um af þessum toga og í framhald- inu biður það stofnunina sem kærð er um umsögn. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir að enn hafi engin slík beiðni borist til Fiski- stofu. Hann tekur hins vegar undir með Sigurði að úrbóta sé þörf í stjórnsýslunni í þessum efnum. „Það vantar hreinlega heildstæða strandsvæðastjórnun á Íslandi,“ segir hann. „Stofnanir eru að reyna að gera sitt besta í þessu til að mæta aukinni ásókn í nýtingu strand- svæðanna.“ Ekkert samráð var haft við Íslenska kalkþörungafélagið áður en leyfið var veitt. Hrefna Gísladótt- ir, forstöðumaður fiskveiðistjórnun- arsviðs Fiskistofu, segir að ávallt sé óskað eftir umsögnum frá lögbundn- um umsagnaraðilum og þeim sem augljóslega eigi hagsmuna að gæta áður en rekstrarleyfi sé veitt. Aðspurð hvort ekki hafi verið eðlilegra að leita til Íslenska kalk- þörungafélagsins segir hún að Fiski- stofu hafi ekki verið kunnugt um að félagið hafi verið með umsvif á þessu svæði. Sigurður segir að þessar námur séu ekki nýttar nú. „En við stólum á þær í framtíðinni,“ segir hann. Það er iðnaðarráðuneytið sem veitti sérleyfi á kalkþörunganám- unni. Íslenska kalkþörungafélag- ið sendi kæruna inn í þar síðustu viku. jse@frettabladid.is Kærir Fiskistofu fyrir átroðning í Arnarfirði Stjórnarformaður Íslenska kalkþörungafélagsins sakar Fiskistofu um yfirgang og dónaskap. Stofnunin veitti leyfi fyrir kvíum við kalkþörunganámur fyrir- tækisins. Vantar heildstæða strandsvæðastjórnun segir fiskistofustjóri. ÚR ARNARFIRÐI Arnarfjörðurinn er stór svo að menn eiga ekki að þurfa að „kássast upp á annarra manna jússur“ segir stjórnarformaður Íslenska kalkþörungafélagsins. Í raun er þessi leyfisveiting Fiskistofu hreinn dónaskapur og yfir- gangur í okkar garð. SIGURÐUR HELGASON STJÓRNARFORMAÐUR ÍSLENSKA KALKÞÖRUNGAFÉLAGSINS SAMGÖNGUR Mikið vatn er nú á Sprengisandsvegi í Nýjadal og tálmar umferð. Gunnar Njálsson, landvörður Vatnajökulsþjóðgarðs segir í samtali við Fréttablaðið að vatnið hafi myndast þar sem stór skafl stíflar allt frárennsli. Hann segir vatnið afar víð- feðmt, allt að 50 metra á breidd, 200 til 300 metra á lengd og allt að tveggja metra djúpt. Gunnar segir ástandið afar sér- stakt. „Þetta er allt öðruvísi en áður og hlutirnir eru að gerast mikið seinna á árinu.“ Veghefill mun fara upp að vatn- inu í dag og freista þess að hleypa úr því. Gunnar býst við að Sprengi- sandsvegur verði opnaður fyrir umferð í næstu viku. Enn er ófærð á hálendinu og Gunnar mælir með því að ferða- fólk leiti upplýsinga á vef Vega- gerðar áður en lagt er í hann. - þj Erfiðar aðstæður til ferðalaga um hálendi Íslands: Stöðuvatn á Sprengisandsvegi ALLT Á FLOTI Gunnar sést hér úti í vatninu, sem nær allt að tveggja metra dýpt. Von- ast er til þess að hægt verði að opna veginn í næstu viku. MYND/GUÐMUNDUR ÁRNASON DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri og tvær konur, báðar á þrítugsaldri, fyrir fíkniefnasmygl. Fólkinu er gefið að sök að hafa í ágúst 2010 staðið saman að innflutningi á tæplega hálfu kílói af kókaíni til dreifingar og sölu hér á landi. Önnur konan lagði á ráðin um smyglið, þar með talið fjár- mögnun og ferðatilhögun, og fékk karlmanninn og hina konuna til verksins. Efnin, sem unnt er að framleiða rúmlega tvö kíló úr, flutti fólkið innvortis og innan- klæða til Íslands frá Alicante á Spáni. Tollverðir fundu fíkniefn- in við leit á þeim við komu þeirra til Keflavíkurflugvallar. - jss Maður og tvær konur ákærð: Smygluðu hálfu kílói af kókaíni DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa brotist inn til annars manns á Akranesi og misþyrmt honum. Maðurinn skal sitja inni til 1. júlí og vera í einangrun. Þegar lögregla kom á staðinn var fórnarlambið með mikinn skurð á höfði. Sagði hann að árásarmaðurinn hefði barið sig í höfuðið með járnbarefli. Hann hafði náð að yfirbuga ofbeldis- manninn og hélt honum þegar lögregla kom á vettvang. Árásarmaðurinn var í mjög mikilli vímu þegar hann var handtekinn og kvaðst hann hafa barið hinn í höfuðið. - jss Gæsluvarðhald staðfest: Var alblóðugur eftir járnbarefli ORCHY 500 Tilboð 65.995 69.995 34.995 Apollo500 Spirit 200+ ÚTIVIST Kuldinn sem varað hefur mestan part sumars hefur gert það að verkum að mun færri nýta sér tjaldsvæði landsins. „Okkur finnst nú eins og að umferð tjald- vagna og hjólhýsa sé bara ekki komin af stað,“ segir Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður á Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Hún segir nær enga umferð hafa verið um tjaldsvæðið og að líklega skýrist það af kuldanum sem verið hefur en hún er þó bjartsýn á framhaldið enda hafi síðustu tveir dagar verið afar hlýir og sól- ríkir. Klara Jónsdóttir, ferðaþjónn á Bakka- flöt í Skagafirði, segir að mun minni umferð hafi verið á tjaldsvæðinu þar en á sama tíma í fyrra. „Þetta fer mjög mikið eftir veðrinu, þetta er bara svona í ferðaþjónustunni, það er aldrei á vísan að róa,“ segir hún. Á Bakkaflöt er einnig boðið upp á flúðasiglingu. „Það er reyndar alveg furðulegt hvað fólk er duglegt við að fara í siglingu en núna þessa daga, þegar veðrið hefur verið hvað kaldast, þá hefur þó varla verið neitt að gera í því,“ segir hún. Frá Upplýsingamiðstöðinni í Skaftafelli feng- ust þær upplýsingar að umferð þangað hafi verið með besta móti en mun færri sæki á tjald- svæðið en í fyrra. - jse Verulega dregur úr umferð tjaldvagna og hjólhýsa í kuldakastinu: Tjaldsvæði landsins lítið nýtt vegna kulda Á LEIÐ Í FERÐALAG Veðráttan hefur heldur latt ferðamenn til að nýta hjólhýsi sín undanfarið. Sefur þú í gömlu rúmi? JÁ 54,7% NEI 45,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér eldislax góður mat- fiskur? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.