Fréttablaðið - 30.06.2011, Page 8

Fréttablaðið - 30.06.2011, Page 8
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR8 FERÐAÞJÓNUSTA Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsam- tökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Sam- tökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Aug- lýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birt- ingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Frétta- blaðinu siðaregl- urnar í heild. Hjördís Guð- mundsdótt- ir, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækj- um eða sam- tökum sé neitað um auglýsinga- pláss í Leifs- stöð. Ástæða þess að auglýs- ingar IFAW hafi verið samþykkt- ar til að byrja með hafi verið sú að forsvars- menn vallarins hafi ekki fengið að sjá auglýsing- arnar fullgerðar. Einungis grund- vallarhugmyndin hafi verið til stað- ar. Misskilningur hafi orðið til þess að þær fóru upp. „Upphaflega var auglýsingin sett upp án nokkurra skilaboða. Svo breyttu þeir henni án leyfis og þá var ákveðið að taka fyrir þær,“ segir Hjördís. „En það er vissulega óheppilegt að þær hafi farið upp til að byrja með.“ Hjördís segir aðgerðirnar engan veginn endurspegla viðhorf Isavia, eða hvort fyrirtækið sé með eða á móti hvalveiðum, eins og IFAW hafi haldið fram. Það sé alrangt. „Fyrirtækið hefur ekki áhuga á því að vera með eða á móti neinu,“ segir hún. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við neitum auglýsingum sem hafa ekki þótt viðeigandi.“ Hjördís vill ekki gefa upp hvers eðlis þær auglýsingar voru. Í leigusamningi Isavia um aug- lýsingarými í flugstöðinni kemur fram að þær auglýsingar sem birt- ast skuli í einu og öllu fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru sam- kvæmt siðareglum um auglýsingar og mega á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. Isavia hafi óskoraðan rétt til að stöðva birtingu auglýsinga. Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir for- dæmi vera fyrir því að Isavia vilji ekki birta hvaða auglýsingar sem er. „Aðalatriðið er að geðþótta- ákvarðanir mega ekki ráða því hvaða auglýsingar birtast,“ segir Ragnar. „En það er auðvitað undir hverjum og einum miðli komið hvað þeir birta.“ Hann segir auglýsingar IFAW ekki stangast á við siðareglur SÍA, þó sé fullyrðingin um að hvalir séu drepnir til þess að fæða ferða- menn, hæpin. sunna@frettabladid.is SAMGÖNGUR Allur akstur er enn bannaður á fjölmörgum hálendis- vegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru beðnir um að kynna sér vel hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Vegagerðinni. Vegna framkvæmda má búast við umferðartöfum á nokkrum stöðum á hringveginum og er hámarkshraði á afmörkuðum svæð- um 50 kílómetrar á klukkustund. Vegfarendur eru hvattir til að sýna fyllstu aðgát og fylgja þeim merk- ingum sem uppi eru hverju sinni. - sv Fyrirtækið hefur ekki áhuga á því að vera með eða á móti neinu HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, UPPLÝSINGAFULLTRÚI ISAVIA Bókaðu gistingu á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gistiverð frá 5.700 kr. á mann • Fimmta hver nótt frí BROSANDI ALLAN HRINGINN Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt IFAW auglýsingar í Leifsstöð, sem voru fjarlægðar af siðferðisástæðum. Isavia upplýsir ekki siðareglur sínar um auglýsingar. Formað- ur sambands auglýsingastofa segir eina fullyrðingu í auglýsingunum hæpna. DREPNIR FYRIR FERÐAMENN Fullyrðingin „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn“ er hæpin að mati formanns SÍA. ÞJÓÐVEGUR 1 Nokkuð er um framkvæmdir á hringveginum þessa dagana og verður hámarkshraði á þeim svæðum 50 km á klukkustund. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILBRIGÐISMÁL Mislingafaraldur- inn sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarna mánuði er nú orðinn sá mesti í 15 ár. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins smituðust 7.300 manns í Frakklandi. Í Danmörku hafa 83 smitast og 20 í Svíþjóð. Um þessar mundir breiðist veik- in út á Spáni og Ítalíu, í Þýska- landi, Bretlandi, Belgíu, Sviss, Tyrklandi, Serbíu, Makedóníu og Búlgaríu. Landlæknisembættið hefur beint því til Íslendinga að þeir hugi að því hvort þeir hafi ekki verið bólusettir fyrir mislingum, að því er Haraldur Briem sótt- varnalæknir greinir frá. - ibs Mislingar ganga í Evrópu: Mesti faraldur í fimmtán ár FRÁ BERGEN Slökkvilið bjargaði manni úr sjálfheldu í loftræstikerfi bílastæða- húss í Bergen. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRGÓLFUR HÁVARÐSSON NOREGUR Lögregla og slökkvilið í Bergen í Noregi komu manni til bjargar snemma í gærmorgun þar sem hann sat fastur í loft- ræstikerfi bílastæðahúss. Ekki var hlaupið að því að losa manninn, sem kvartaði hátt undan sársauka. Á endanum losuðu slökkviliðsmenn rörið þar sem maðurinn sat og eftir um klukkutíma var hann laus og ómeiddur. Hann naut frelsis þó ekki lengi þar sem hann var færður í fangageymslur strax eftir læknisskoðun. - þj Norðmanni bjargað úr klípu: Sat pikkfastur í loftræstiröri SJÁVARÚTVEGUR Flest íslensku upp- sjávarveiðiskipin eru nú að makríl- veiðum við suðausturströndina en þar hefur verið ágætis kropp að undanförnu. Rólegt var yfir veið- unum í gær, að sögn Guðlaugs Jóns- sonar, skipstjóra á Ingunni AK, en hann vonast til þess að aflinn glæð- ist með hækkandi sjávarhita. Greint er frá á heimasíðu HB Granda. Skipin eru á veiðum um 35 mílur út af Ingólfshöfða. Þar veiðist nán- ast hreinn makríll en aflinn hefur verið aðeins blandaðari hjá þeim sem reynt hafa fyrir sér á dýpra vatni. Að sögn Guðlaugs er hitastig sjávar enn mjög lágt, þótt það fari hægt hlýnandi. Það er vetrartíð á miðunum norðaustur af landinu og þar verð- ur væntanlega enga síld eða mak- ríl að finna fyrr en sjórinn hlýn- ar. Lundey NS fór í leiðangur um þetta hafsvæði á dögunum og þar var ekkert líf. Makríllinn virðist því halda sig sunnan við landið þar sem sjórinn er heldur hlýrri. „Makríllinn, sem við höfum verið að veiða, er stór og góður en það mætti vera meira af honum en raunin er í dag,“ segir Guðlaugur. - shá Uppsjávarveiðiskip við Ingólfshöfða við makrílveiðar en vetrartíð fyrir norðan: Flotinn í makríl við Suðurland Í VESTMANNAEYJAHÖFN Þorsteinn ÞH að landa makríl í júní í fyrra. Veiðarnar hafa þróast öðruvísi en í fyrra vegna veðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRAKKLAND, AP Yfirmaður í franska hernum viðurkenndi í gær að Frakkar hafi sent uppreisnar- mönnum í Líbíu vopn og skotfæri fyrr í mánuðinum. Frakkland er þar með fyrsta NATO-ríkið sem viðurkennir að hafa sent uppreisnarmönnum vopn og þannig veitt þeim beina aðstoð í átökunum við stjórn Múammars Gaddafí. Frakkar og Bretar hafa, með stuðningi Bandaríkjanna, verið í forystu fyrir loftárásum á Líbíu, sem nú hafa staðið í meira en þrjá mánuði. - gb Hjálpa uppreisnarmönnum: Frakkar senda vopn til Líbíu GRÆNLAND Aðildarríki ESB hafa veitt samþykki sitt fyrir útflutn- ingi grænlenskra sjávarútvegs- fyrirtækja til ESB-landanna með sömu skilmálum og fyrirtæki innan ESB fá. Talið er að þetta muni spara grænlensku fyrir- tækjunum jafnvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Frá því að Grænland gekk úr ESB árið 1985 hafa sérstök vottorð þurft að fylgja fiski frá Grænlandi auk þess sem skoða hefur þurft vöruna við komuna til ESB-ríkjanna. -ibs ESB semur við Grænland: Frjálst aðgengi fyrir rækjurnar Ökumenn kynni sér færð á hálendinu: Fjölmargir vegir lokaðir DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært mann fyrir brot gegn vald- stjórninni, vímuefnaakstur og vopnaburð á almannafæri. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað hótað tveimur lög- reglumönnum lífláti og líkams- meiðingum fyrir utan skemmti- staðinn Kaffi Zimsen í Reykjavík. Sami maður var tvisvar tekinn réttindalaus undir stýri og undir áhrifum vímuefna. Í síðara skipt- ið ók hann á bifreið sem kastaðist við það á aðra bifreið. Loks var maðurinn tekinn með hníf, fyrst inni á veitingahúsinu Mónakó en síðan utan við skemmtistaðinn Kaffi Zimsen. - jss Ríkissaksóknari ákærir mann: Vopnaburður og vímuakstur Sparkaði í lögreglumann Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa að næturlagi í febrúar 2010, í húsnæði Kiwanis við Helluhraun 22 í Hafnarfirði, veist með ofbeldi að tveimur lögreglumönnum, gripið í hálsmál annars þeirra með báðum höndum og slegið til hans og auk þess sparkað í fætur beggja. DÓMSMÁL 1 Frá hvaða landi er prinsessan sem Magnús Scheving heimsótti fyrir skömmu? 2 Hvað heitir nýr þjálfari Chelsea? 3 Hvar er Landsmót hestamanna haldið í ár? SVÖR 1. Spáni 2. André villas-boas 3. Vind- heimamelum í skagafirði HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR RAGNAR GUNNARSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.