Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 10
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR Nú hefur þú aðgang að enn fleiri sjónvarpsstöðvum í Grímsnesinu. Kynntu þér Vodafone Sjónvarp gegnum Digital Ísland í 1414 eða á vodafone.is. Komdu í næstu verslun Vodafone og fáðu þér myndlykil Ertu með sumarhús í Grímsnesinu? vodafone.is DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan karl- mann fyrir Héraðsdómi Reykja- ness fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. Manninum er gefið að sök að hafa tekið að sér að taka á móti pakkningu sem innihélt rúmlega 1,2 kíló af amfetamíni. Efnin hafi verið ætluð til dreifingar í ágóða- skyni hér á landi. Fíkniefnunum, sem voru flutt inn til Íslands sunnudaginn 24. maí 2009 með flugvél Icelandair frá Kaupmannahöfn, hafði verið komið fyrir af óþekktum manni í ruslakörfu salernis flugvélarinn- ar og fundust þau við leit tollgæslu sama dag. Manninum sem ákærður er nú er gefið að sök að hafa ætlað að nota sér aðstöðu sína sem starfs- maður Ræstingaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann vann við hreinsun flugvélarinnar. Hann hafi tekið að sér að sjá um fíkniefnin áður en þeim var komið fyrir og hafi hann ætlað sér að sækja þau í ruslakörfuna í flugvél- inni og afhenda þau síðan óþekkt- um manni hér á landi án afskipta yfirvalda. - jss Starfsmaður ræstingaþjónustu á Keflavíkurflugvelli ákærður: Dóp falið í ruslakörfu í flugvél AMFETAMÍN Pakkinn var falinn í rusla- körfu á salerni flugvélar frá Icelandair. DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands kvað á föstudag upp dóm í máli Íslandsbanka gegn hjón- um sem tóku gengistryggt lán hjá bankanum snemma árs 2008. Dómurinn er sá fyrsti sem fellur síðan Alþingi samþykkti lög um uppgjör gengislána og var því um prófmál að ræða. Tekist var á um endurútreikn- ing lánsins, í kjölfar ógildingar á gengistryggðum lánum bankans, og féll dómurinn Íslandsbanka í hag. Íslandsbanki hafði reikn- að vexti lánsins, með hliðsjón af lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabankans, frá útborgunardegi til dagsins í dag. Hjónunum sem bankinn stefndi þótti hins vegar óeðlilegt að upp- gerðir gjald- d aga r vær u endurreiknað- ir. Gerðu þau því kröfu um að endurútreikn- ingar giltu frá dómsuppsögu en ekki útborgun- ardegi. Til vara vildu þau láta útreikninga gilda frá útgáfudegi síðustu greiðslukvittunar og til þrautavara frá yfirtökudegi stefn- anda á kröfunni. „Úrskurðurinn er gríðarleg vonbrigði. Ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla þá sem hafa trúað því og treyst að fullnaðarkvitt- anir hefðu raunverulegt gildi á Íslandi,“ segir Björn Þorri Vikt- orsson, lögmaður hjónanna, og bætir við: „Maður veltir því fyrir sér hvaða reglur er verið að móta í einkaréttarlegum viðskiptum þegar Alþingi kemur og ógildir með almennum lögum viðskipti sem eru löngu frágengin og jafn- vel tíu ára gömul. Þetta er mjög umhugsunarvert og maður veltir því fyrir sér hvað sé næst.“ - mþl Vextir lána reiknaðir frá útborgunardegi og fyrri gjalddagar gerðir upp á ný: Gengislánadómur féll bönkum í hag BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON GRIKKLAND Gríska þingið samþykkti í gær hið óvinsæla aðhaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem tryggir að Grikkland fái næstu greiðslu frá Evrópusambandinu og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Þar með eru Grikkir sloppnir fyrir horn í bili og geta greitt næstu afborganir af himinháum lánum ríkissjóðs. Einungis einn þingmaður stjórnar flokksins PASOK hljópst undan merkjum og greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, en á móti kom að ein þingkona stærsta flokks stjórn- arandstöðunnar greiddi atkvæði með frumvarpinu. Meðan þingmenn greiddu atkvæði um málið logaði allt í óeirð- um á Stjórnarskrártorginu fyrir utan þinghúsið í Aþenu. Allsherj- arverkfall hafði einnig að nokkru lamað þjóðlífið í landinu. „Við verðum að koma með öllum ráðum í veg fyrir hrun landsins,“ sagði Giorgios Papandreú forsætis- ráðherra í ræðu sinni á þingi í gær. „Fyrir utan eru margir að mót- mæla. Sumir þeirra eiga sannar- lega um sárt að binda, aðrir eru að missa forréttindi sín. Það er lýðræð- islegur réttur þeirra, en hvorki þeir né nokkur annar á nokkru sinni að þurfa að þola afleiðingar af hruni.“ Seinni hluti aðhaldspakkans verð- ur afgreiddur á þinginu í dag og er almennt reiknað með að hann verði samþykktur. Æðstu embættismenn Evrópu- sambandsins og leiðtogar helstu aðildarríkja þess fögnuðu niður- stöðu gríska þingsins. Óánægjan kraumar hins vegar með grísku þjóðinni. „Þetta er slæmt,“ sagði Dimitris Kostopoulos tryggingasali, sem tók þátt í mótmælunum. „Stjórnin hefur enn einu sinni svikið okkur.“ Í maí á síðasta ári samþykktu Evrópusambandið og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn 110 milljarða evra aðstoð til Grikklands, sem sá ekki fram á að geta greitt afborganir af ríkisskuldum. Grikkir hafa nú þegar fengið 48 milljarða greidda og eiga að fá 12 milljarða fljótlega eftir mánaða- mótin, verði aðhaldsaðgerðirnar samþykktar. Á síðustu vikum hefur hins vegar komið í ljós að 110 milljarða aðstoðin dugar ekki, þannig að Evrópusam- bandið og Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hafa nú í hyggju að samþykkja annan aðstoðarpakka, líklega upp á 120 milljarða evra. Gríska stjórnin segist vonast til þess að sá pakki verði tilbúinn í haust. gudsteinn@frettabladid.is / sjá síðu 18 Gríska þingið féllst á aðhaldspakkann Grikkir fá væntanlega aðstoð frá ESB og AGS til að greiða afborganir af himin- háum skuldum. Papandreú forsætisráðherra sagði þingmönnum að hrun myndi blasa við Grikklandi ef þeir samþykktu ekki niðurskurð ríkisútgjalda. Á TRÖPPUM ÞINGHÚSSINS Allt logaði í óeirðum fyrir utan þinghúsið meðan þingmenn gengu til atkvæða. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.