Fréttablaðið - 30.06.2011, Side 34

Fréttablaðið - 30.06.2011, Side 34
Sarah Burton, hönnuður Alexander McQueen, hefur á skömmum tíma orðið aðalhönnuður Kate Middleton. Hófst þetta allt með brúðarkjólnum fræga en Middleton klæddist nýlega hvítri kápu frá McQueen í afmæli drottningar- innar og sérsaumuðum kjól í hermannastíl um síðustu helgi. Armenski tískuhönnuður- inn Eduard Howhannisjan hélt tískusýningu í Berlín 22. júní síðastliðinn. Umgjörðin var heldur óvenjuleg en sýn- ingin var haldin á sýningunni „Body Worlds & The Story of the Heart,“ eftir Gunther von Hagens. Á sýningunni eru yfir 200 gripir gerðir úr líkömum manna en von Hagen varð heimsþekktur þegar hann fann upp aðferð til að dæla plast- efni í líkamsvef. Sýningar hans á líkömum manna og dýra eru afar umdeildar en mjög vinsælar. Sýningin á Postbahnhof am Ostbahnhof í Berlín stendur til 14. ágúst. Ógnvekjandi umgjörð TÍSKUHÖNNUÐIR REYNA OFTAR EN EKKI AÐ VELJA ÁHUGAVERÐA STAÐI FYRIR TÍSKUSÝNINGAR SÍNAR. „Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum,“ segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafn- inu Siggi Eggertsson. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrti- vöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við versl- unina. „Það er gott að vinna með honum Sigga,“ segir Adrian Currie, fjölmiðla- fulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleidd- ur verður í takmörkuðu upplagi, 120 ein- tökum,“ upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vik- una í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It‘s Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur,“ segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It’s Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdags- vinna hjá mér.“ Asos er þó ekki fyrsta tísku- vöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt,“ segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt: „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því,“ segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreyt- ingar. martaf@frettabladid.is Hannar mynd á breskan bol Mynd eftir íslenska hönnuðinn Sigga Eggertsson birtist á bolum Asos í júlí. Asos er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bret- lands á netinu. Siggi er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur með Asos. Siggi Eggertsson hefur vakið athygli víða um heim fyrir hönnun sína og myndskreyt- ingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði. MYND/ASOS Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Útsala Útsala 20-80% afsláttur Við erum á Ótrúlegt úrval af sumarkjólum fyrir brúðkaupið og sumarveislurnar borðapantanir í síma: 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is 101 brunch laugardaga og sunnudaga frá 11 til 15 101 brunch – hollustu brunch – beikon og egg brunch

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.