Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 42
6 • NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 3/5 1/5 2/5 2/5 NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 5/5 5/5 4/5 4/5 Allir sem hafa einhvern tíma komið nálægt tölvuleikjum ættu að þekkja Duke Nukem. Þessi fyrrverandi konungur skotleikj- anna er búinn að vera fjarri góðu gamni í næstum 15 ár en hefur nú loksins látið sjá sig á nýjan leik. Þessi 15 ára bið hefur reynst mörgum aðdáendum hans erfið, en ekki tekur betra við þegar menn byrja að spila Duke Nukem Forever og sjá að leikurinn stendur engan veginn undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Duke Nukem er hinn fullkomni karlmaður, stafræn útgáfa af Dolph Lundgren, fyrir utan há- skólagráðuna í efnaverkfræði. Eftir að hafa bjargað heiminum frá grimmum, gellustelandi geimverum hefur Duke notið lífs- ins í Las Vegas umvafinn yngis- meyjum, aðdáendum og áfengum drykkjum. En nú hafa geimverurn- ar snúið aftur og þarf Duke því að draga fram frasana og byssurnar á nýjan leik og bjarga heiminum og öllum gellunum. Undirritaður ætlar alveg að láta það eiga sig að rífa í sundur misgáfulegar hönnunarákvarðanir framleiðenda leiksins, svo sem vopnakerfið eða egómælinn. Hinn alræmdi karlrembu- og klósett- húmor leiksins fær sömuleiðis að vera óáreittur, sérstaklega þar sem undirritaður hefur lúmskt gaman af honum. Það sem hins vegar er ekki hægt að líta framhjá er að leikurinn lítur skelfilega illa út, borðin eru illa hönnuð og til- finningin sem maður fær við að spila leikinn er sú að hann sé bara hálfkláraður. Sem er afrek fyrir leik sem er búinn að vera í vinnslu í nærri 15 ár, en ekki afrek sem maður ætti að stæra sig af. Það er í raun endalaust hægt að vera að kroppa í þetta hræ sem hinn fyrrverandi konungur skotleikjanna er í dag. Gervi- greind óvinanna er varla til staðar og borðin virka sem samansafn af hálfkláruðum hugmyndum sem enginn virðist hafa nennt að eyða meiri tíma í. Það er þó vissulega gaman að fá að leika sér aftur með klassísk Duke-vopn, svo sem smækkunarbyssuna og frystigeisl- ann, og það vegur aðeins á móti öllu því slæma sem Duke Nukem Forever dregur fram í sviðsljósið. Duke Nukem Forever kemst langt á nostalgíunni en fortíðarþráin getur ekki breytt því að hér er á ferðinni tölvuleikur sem hefði ekki veitt af aðeins lengri þróunartíma. Segjum 10 -15 ár í viðbót. - vij POPPLEIKUR: DUKE NUKEM FOREVER VARLA BIÐARINNAR VIRÐI Það var einstaklega ánægjulegt þegar InFamous kom út á sínum tíma og sýndi það að ofur- hetjuleiki væri hægt að gera á sómasamlegan hátt. Nú hefur framhaldið, InFamous 2, verið gefið út og það er einstaklega gaman að greina frá því að hann er ekkert síðri en forverinn. Í InFamous 2 er haldið áfram að fylgjast með þolraunum Coles McGrath sem er nú mættur til borgarinnar New Marais þar sem tilgangurinn er að öðlast meiri krafta til að geta tekist á við höf- uðóvininn, sem ber hið kjánalega nafn Beast. Þegar þangað er komið þarf Cole að takast á við harðskeytta skæruliða, hrikaleg fenjaskrímsli og hermenn með ofurkrafta. Spilun leiksins byggist á því að þróa hæfileika Coles, en fyrir þá sem misstu af fyrri leiknum þá hefur hann þann hæfileika að geta skotið og leitt rafmagn. Nokkurs konar Skúli rafvirki á sterum. Þetta gerir Cole með því að bjarga íbúum borgarinnar (eða hrella þá), sigra skúrkana og safna rafmagnsflísum. Síðast- nefndi þátturinn treystir mikið á klifurkerfi leiksins, sem er skemmtileg pæling en mætti vera aðeins betur útfærð. Karma spilar veigamikinn þátt í spilun leiksins. Leikmenn hafa alltaf val um hvort þeir vilji gera Cole að bjargvætti eða skúrki. Með því að bjarga saklausum borgurum fá menn gott karma en ákveði menn að skeyta lítið um mannfall meðal óbreyttra borgara hleðst upp illt karma. Karmað hefur síðan áhrif á hvaða krafta menn fá þegar líður á leikinn. Í InFamous 2 er einnig kynntur til sögunnar möguleiki sem gerir leikmönnum kleift að búa til sín eigin borð. Þessum borðum er síðan hægt að deila með öðrum leikmönnum. Þetta er mjög snið- ug pæling sem gæti mögulega lengt líftíma leiksins töluvert, en kerfið sem heldur utan um þetta allt saman er í flóknari kantinum og leikmenn fá ansi takmarkaða kennslu áður en þeir þurfa að standa á eigin fótum. InFamous 2 er mjög flottur leikur, með skemmtilegan sögu- þráð sem heldur mönnum við efnið allt til enda. Sú staðreynd að menn geta spilað í gegn sem annaðhvort hetjur eða skúrkar tvöfaldar líftíma leiksins sem er mjög jákvætt. Karmakerfið hefur verið betrumbætt frá fyrri leik en þó finnst manni eins og það vanti meiri vigt. En hverjir svo sem gallarnir á InFamous 2 kunna að vera þá er ekki hægt að líta fram hjá því að hér er á ferðinni einn af betri ofurhetju- leikjum síðustu ára. POPPLEIKUR: INFAMOUS 2 SKÚLI RAFVIRKI Á STERUM Duke Nukem var fyrst kynntur til sögunnar fyrir 20 árum, 1. júlí 1991.!LEIKIR FJÖLHÆFUR Það er margt sem hægt er að gera af sér með kröftum Coles. 15 ÁRA BIÐ Á ENDA Hvað þarf marga menn til að bjarga heiminum frá innrás geimvera? Bara einn. Duke Nukem! 572 3400 Sumarsprengja Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.