Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 44

Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 44
Skilvirkni. Ef þú sættir þig ekki við dómgæslu þá nægir að kalla „dómari!“. Dómarinn fer ekki að snúa sér að áhorfendum og hlusta nánar á langar tilfinninga- legar ræður um andlega heilsu og líkamsvöxt. Þátttaka. Að fara á völlinn og horfa án þess að kalla og syngja! Þá er betra að vera heima og prufa heima-dítox úr eldhúskrananum og stilla á FM95,7. Hægt er að fara á leik með Víkingi Ólafsvík til að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Kurteisi. Að niður- lægja andstæðing sökum útlits eða holdafars, til dæmis rasshaus, gefur til kynna að þú vitir fátt annað um knattspyrnu en sögu Manchester United síðastliðin 15 ár. Að líkja búningum and- stæðinga við búning Skalla- gríms er ekki niðurlæging. Frumleiki. Leikmenn hafa gefið áhorf- endum fingurinn eftir að hafa heyrt frumlegar athuga- semdir úr stúku en uppskorið rautt spjald að launum frá dómar- anum. Frumleiki og kurteisi er úrvals hvatning. Klæðnaður. Þú ferð ekki í græna latex- garðyrkjubolinn þinn á leik með Blikum, nema þú sért Bliki. Það á að sjást langar leiðir hvaða lið þú styður. Svo væri fínt að greiða sér og setja á sig ilm. Þetta er opinber vettvangur. 1 3 5 … UM HVERNIG Á AÐ HAGA SÉR Á FÓTBOLTALEIK Gunnar Sigurðarson, vallar spekúlant á Mbl.is. 2 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.