Fréttablaðið - 30.06.2011, Page 56
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR40 40
menning@frettabladid.is
Sumarhefti tímaritsins Þjóðmála er
komið út. Meðal efnis er grein Jóns
Magnússonar lögmanns um lands-
dómsákæruna á hendur Geir H.
Haarde, Óli Björn Kárason skrifar
Manifesto hægri manns, Páll Vil-
hjálmsson skrifar um Baugsmálið
með hliðsjón af nýrri bók Björns
Bjarnasonar, Björn Jón Bragason
skrifar um ný upplýsingalög og
leyndarhyggju og Björn Bjarnason
fjallar um umrót og óvissu í stjórn-
málaflokkum auk þessa að rýna í
Bankastræti núll eftir Einar Má
Guðmundsson.
Þá skrifar Hannes Hólm-
steinn Gissurarson um hrakspár
í umhverfismálum, Einar Bene-
diktsson fjallar um stjórnarskrána
og þingbundið lýðræði, Jóhannes
Stefánsson brýtur heilann um áhrif
fíkniefnabanns og Gústaf Níelsson
skrifar ritdóm um Sjálfstæða þjóð
eftir Eirík Bergmann.
Ritstjóri Þjóðmála er Jakob F.
Ásgeirsson.
Þjóðmál komin út
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Bollakökur Rikku
Friðrika Hjördís Geirsdóttir
Ævintýri góða dátans Svejks
Jaroslav Hasek
Rosabaugur yfir Íslandi
Björn Bjarnason
Allt á floti
Kajsa Ingemarsson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
22.06.11 - 28.06.11
10 árum yngir á 10 vikum
Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Nemesis - kilja
Jo Nesbø
Risasyrpa - Svarti skuggi
Walt Disney
The little big book about
Iceland - Sigurgeir Sigurjóns.
Vegahandbókin
2010 útgáfa - Ýmsir höfundar
Bollar, vasar og kertastjak-
ar sem draga dám af þak-
rennum og pípulögnum eru
í forgrunni á sýningu Guð-
nýjar Hafsteinsdóttur leir-
listakonu í Kaolín galleríi.
Sýning Guðnýjar Hafsteinsdóttur,
Allt fram streymir … , var opnuð í
Kaolín galleríi við Ingólfsstræti í
síðastliðinni viku. Þar sýnir Guðný
postulínsverk sem sækja innblást-
ur í þakrennur.
Hugmyndina segist Guðný hafa
fengið þegar hún var að skipta um
þakrennur heima hjá sér.
„Þegar ég virti þær fyrir mér
liggjandi á jörðinni datt mér í hug
að hanna ílát og aðra gripi út frá
þessu formi og það hefur leitt mig í
nokkrar ólíkar áttir, sem má meðal
annars sjá á sýningunni.“
Guðný segist nú gera sér far um
að virða fyrir sér hvernig þak-
rennur og niðurföll liggja á húsum,
ekki síst á ferðalögum erlendis þar
sem rennur geta verið mismunandi
milli landa.
„Ég er alltaf að koma auga á
nýja möguleika með rörið, formið
og hvernig vatnið rennur um það
en ekki síður ólík litabrigði sem
verða til þegar gróður eða ryð
myndast á rennunum og geta verið
mjög falleg.“
Guðný er með fleiri járn í eldin-
um því hún hannar meðal annars
stórgerð leirföt fyrir veitingahúsið
Grillmarkaðinn.
„Það atvikaðist þannig að ég
fékk Hrefnu Sætran til að elda
fyrir mig í eina rennuna á Hönn-
unarmars. Í framhaldinu bað hún
mig að hanna ílát fyrir veitinga-
staðinn. Afraksturinn var föt, eða
hálfgerðir bátar, sem ég bjó til úr
jarðleir og eru allt að metra að
lengd.“
Guðný hannar fyrst og fremst
nytjahluti, bæði fyrir fyrirtæki
og einstaklinga eftir pöntun. Hún
segir aukinn vöxt í greininni eftir
hrun.
„Þar spilar sjálfsagt ýmislegt
inn í,“ segir hún. „Í fyrsta lagi
er orðið dýrara að flytja leir-
og postulínsmuni til landsins.
Íslenskir leirlistamenn eru fyrir
vikið orðnir samkeppnishæfari,
sem skilar sér í auknu samstarfi
við veitingahús. Í öðru lagi hefur
orðið ákveðin vitundarvakning;
veitingahús og einstaklingar vilja
styðja við innlenda hönnun og
framleiðslu.“
Þá tekur Guðný þátt í samsýn-
ingu um 40 íslenskra hönnuða á
Hönnunarsafninu í Frankfurt í
Þýskalandi, sem haldin verður í
tengslum við bókamessuna í haust.
„Það er auðvitað frábært tæki-
færi. Ég veit enn ekki hvaða verk
ég kem til með að sýna, ég er búin
að senda þeim mikið af myndum
en líklega verða rennurnar fyrir
valinu.“
Sýningin Allt fram streymir ...
stendur yfir í Kaólín galleríi til 6.
júlí næstkomandi.
bergsteinn@frettabladid.is
SKÁL Í ÞAKRENNUM
GUÐNÝ HAFSTEINSDÓTTIR Sýnir verk sín í Kaolín Gallerí við Ingólfsstræti um þessar mundir, auk þess sem hún hannaði föt úr
jarðleir fyrir Grillmarkaðinn og býr sig undir að taka þátt í samsýningu um 40 íslenskra hönnuða í Frankfurt í haust.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
RENNILEG HÖNNUN Verkin á sýningunni
draga dám af þakrennum og niður-
föllum,.
Á laugardaginn opna 39 félagar í
Textílfélagi Íslands sýningu á Akur-
eyri. Sýningin markar upphaf Lista-
sumars á Akureyri og er haldin á
þremur stöðum í bænum: í Mjólk-
urbúðinni, í Ketilhúsinu og Menn-
ingarhúsinu Hofi.
Á sýningunni má finna prjóna-
hönnun, fatahönnun, veflistaverk,
tauþrykk, þæfingu, útsaum, papp-
írsverk, ljósmyndaverk, ljósahönnun
og margs konar óhefðbundin þráð-
listaverk unnin í blandaða tækni.
Textílfélag Íslands var stofnað
1974 af nemendum og kennurum
textíldeildar Myndlista- og hand-
íðaskólans ásamt starfandi textíl-
listamönnum. Félagskonur eru nú
um 80 og því um helmingur þeirra
sem tekur þátt í sumarsýningunni
á Akureyri en þetta er í fyrsta sinn
sem Textílfélag Íslands sýnir norð-
an heiða.
Sýningin stendur yfir frá 2. til
17. júlí og er opin alla daga nema
mánudaga frá 13 til 17.
Textílfélagið norður
LENNON Á RAUÐUM SKÓM Eva G. S. opnar sýninguna Rauðir gúmmískór og John, í Deiglunni, Listagilinu á
Akureyri á laugardag klukkan 15. Eva sýnir málverk, teikningar og innsetningu. Titillinn vísar til vinnuferlisins þar sem hún
tengdi saman orð Johns Lennon um að ástin væri það eina sem maður þyrfti og rauða gúmmískó.
Sýningin stendur til 17. júlí.
Swing-kvartett Óskars Guðjóns-
sonar saxófónleikara kemur
fram á fimmtu tónleikum sumar-
tónleikaraðar veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu á
laugardag.
Aðrir meðlimir hljómsveitar-
innar eru Jón Páll Bjarnason á
gítar, Valdimar K. Sigurjónsson á
kontrabassa og Scott McLemore
á trommur.
Tónleikarnir hefjast klukkan
15 og standa til klukkan 17. Leik-
ið er utandyra á Jómfrúartorg-
inu. Aðgangur er ókeypis.
Swing á Jóm-
frúnni
ÓSKAR GUÐJÓNSSON Blæs í saxófóninn
á Jómfrúnni á laugardag.
FRÁ SÝNINGUNNI Sýning Textílfélagsins á Akureyri verður haldin í Mjólkurbúðinni,
Ketilhúsinu og í Hofi.