Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 60
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR44
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
tUnE-yArDs er eitt þeirra nafna sem eru komin inn á ört vaxandi lista
þeirra sem koma fram á næstu Iceland Airwaves-hátíð. tUnE-yArDs er
listamannsnafn tónlistarkonunnar Merrill Garbus frá Nýja-Englandi, en
hún hefur vakið mikla athygli fyrir aðra plötuna sína, Whokill, sem kom
út hjá 4AD útgáfunni í vor.
Tónlist tUnE-yArDs þykir einkar vel
heppnað og nútímalegt fjölbragðapopp
sem blandar m.a. saman þjóðlagatón-
list, raftónlist, indírokki, hipphoppi og
ryþmablús.
Merrill hóf tónlistarferilinn þegar
móðir hennar keypti handa henni notað
úkúlele. Merrill leist vel á að byrja þar
vegna þess að úkúlele hefur bara fjóra
strengi, en ekki sex eins og gítarinn.
Merrill spilar enn á úkúlele, en hún
var strax ákveðin í því að hún vildi
ekki verða „ein af þessum stelpum sem
syngja og spila á úkúlele“ þannig að hún bætti í hljóðfærasafnið. Hún
spilar líka á trommur og önnur ásláttarhljóðfæri og á plötunum bætir
hún svo ýmsum hljóðfærum í mixið. Á tónleikum kemur hún fram ein
með bassaleikara, en hljóðritar eigin trommutakta á staðnum og spilar
(„loopar“) ásamt því að spila á úkúlele og syngja. Söngurinn hennar er
mjög sérstakur. Hún hefur breitt raddsvið og beitir röddinni á ýmsa
vegu og hljómar stundum eins og karlmaður. Það má því segja að hún sé
eins ólík krúttlegu hvíslandi úkúlele-stelpunni eins og hægt er að ímynda
sér. Merrill er töffari.
Eins og áður segir er Whokill önnur plata tUnE-yArDs. Þá fyrstu, Bird
Brains, gaf hún upphaflega út sjálf í júní 2009. Hún fjölfaldaði hana
á endurnýttar hljóðsnældur. Eftir að hún gerði samning við 4AD kom
endurhljóðblönduð útgáfa af plötunni út seinna sama ár. Bird Brains er
mun hrárri en Whokill, enda var hún öll tekin upp á lítinn diktafón.
Whokill er mjög flott plata. Ein af þeim betri það sem af er ársins.
Þeim sem vilja hlusta er bent á að báðar plöturnar, ásamt smáskífum,
eru fáanlegar á gogoyoko.com. Þar er hægt að hlusta á þær í fullri lengd.
Áhugaverður einyrki
FJÖLBRAGÐAPOPP Merrill Garbus
blandar saman ólíkum stílum í
tónlist tUnE-yArDs.
> PLATA VIKUNNAR
Guðmundur - Guðmundur
★★★
„Ágæt rokkplata frá Guðmundi.“
-TJ
> Í SPILARANUM
Brian Eno - Drums Between the Bells
Tom Vek - Leisure Seizure
Beggi Smári - Mood
Yacht - Shangri-La
Jón Jónsson - Wait For Fate
BRIAN ENO JÓN JÓNSSON
Beyoncé er mætt með sína
fjórðu plötu í farteskinu.
Fela Kuti, Lauryn Hill og
Stevie Wonder eru á meðal
áhrifavalda.
Stutt er síðan bandaríska söng-
konan Beyoncé gerði allt vit-
laust á Glastonbury-hátíðinni í
Englandi þegar hún steig þar á
svið í fyrsta sinn á ferlinum. Allt
ætlaði um koll að keyra þegar
hún söng sín bestu lög fyrir
framan tugi þúsunda tónleika-
gesta og milljónir sjónvarps-
áhorfenda. Sjálf talaði hún um
tónleikana sem hápunkt ferils
síns.
Tímasetning nýju plötunnar
hennar, 4, er vafalítið engin til-
viljun. Hún kom út í gær, aðeins
tveimur dögum eftir tónleikana
á Glastonbury enda er Beyoncé
enn sjóðheit eftir frammistöð-
una.
Upptökur á 4 stóðu yfir í eitt ár,
frá vorinu 2010 þar til nú í vor,
á sama tíma og Beyoncé var í
sjálfskipuðu fríi frá sviðsljós-
inu. Þennan tíma nýtti hún til
að drekka í sig tónlist sem hafði
lengi verið í uppáhaldi hjá henni,
þar á meðal með Fela Kuti,
sálarbandinu The Stylistics,
Lauryn Hill, Stevie Wonder og
Michael Jackson, og hefur hún
nefnt alla þessa flytjendur sem
áhrifavalda á plötunni.
Titillinn 4 er fenginn frá aðdá-
endum Beyoncé sem hvöttu
hana á netinu til að skíra plötuna
þessu nafni. Henni þótti uppá-
stungan góð enda er platan
hennar fjórða á ferlinum auk
þess sem fæðingardagur
hennar er 4. september. Hún
fæddist árið 1981 og ólst upp
í Houston í Texas. Síðar meir
átti hún eftir að slá í gegn
í stúlknabandinu Destiny´s
Child áður en hún hóf vel
heppnaðan sólóferil.
Tólf lög eru á nýju plöt-
unni sem Beyoncé samdi
með aðstoð ýmissa laga-
höfunda, þar á meðal
Jeff Bhasker, sem hefur
samið töluvert fyrir
Kanye West, Luke
Steele úr hljómsveit-
inni Empire of the Sun,
André 3000, Kanye
West og Diane Warren
sem hefur samið þekkt
lög á borð við I Don´t
Want To Miss A Thing
og Nothing´s Gonna
Stop Us Now.
Beyoncé hefur verið
ein vinsælasta söng-
kona heims í mörg ár
og er hún oftast nefnd
í sömu andrá og þær
Lady Gaga og Rihanna.
Tölurnar ljúga held-
ur ekki því Beyoncé
hefur selt afurðir
sínar í 75 milljón-
um eintaka og þá er
átt við plötur, safn-
plötur, smáskífur og
mynddiska.
freyr@frettabladid.is
SJÓÐHEIT MEÐ
NÚMER FJÖGUR
MÖGNUÐ Á
GLASTONBURY Frammi-
staða Beyoncé þótti
mögnuð á Glastonbury-
hátíðinni. Fjórða plata
hennar, 4, er komin út.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Um 900 fleiri miðar verða í boði á Iceland
Airwaves-hátíðina í október en verið hefur.
Ástæðan er sú að Harpa er komin í hóp tón-
leikastaða og því verður meira pláss en áður
fyrir áhorfendur.
Alls verða um sex þúsund manns á
hátíðinni ef miðarnir seljast upp og
eru þá meðtaldir tónlistarmennirnir
og fólkið sem starfar við hátíðina. Um
fjögur þúsund miðar verða í boði
fyrir almenning.
Að sögn Kamillu Ingibergsdótt-
ur hjá Airwaves verða ekki jafn-
margir flytjendur í ár og í fyrra.
„Það var metfjöldi í fyrra. Við
vildum stimpla hátíðina almenni-
lega inn í fyrra en það verða ekki
eins margir í ár,“ segir hún.
Tólf listamenn hafa bæst við dagskrána,
þar á meðal Dale Earnhardt Jr. Jr. frá
Bandaríkjunum, Secret Chiefs 3, Jenny
Hval og Team Me frá Noregi, Touchy Mob
frá Þýskalandi og frændsystkinin Ólöf og
Ólafur Arnalds. Einnig hafa Berndsen,
Hoffman, Oculus og Just Another Snake
Cult bæst í hópinn.
Fréttablaðið greindi frá því á dögunum
að aðstandendur Airwaves hefðu reynt
að fá bandarísku þjóðlagapopparana í
Fleet Foxes á hátíðina en nú er ljóst að
ekkert verður af komu þeirra.
Miðasala á hátíðina fer fram á
www.icelandairwaves.is. - fb
Harpa fjölgar Airwaves-miðum
FLEIRI MIÐAR 900 fleiri miðar verða í boði
á Airwaves í ár.
4 (2011)
I Am Sasha...Fierce (2008)
B´Day (2006)
Dangerously In Love (2003)
PLÖTUR
BEYONCÉ KNOWLES
Beyoncé hefur
unnið sextán
Grammy-verð-
laun, þar af þrenn með
Destiny ś Child.
16
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á vísi.
Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir,
ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur
sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér
allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.
TÓNLISTINN
Vikuna 23. - 29. júní 2011
LAGALISTINN
Vikuna 23. - 29. júní 2011
Sæti Flytjandi Lag
1 Coldplay .........................Every Teardrop Is A Waterfall
2 GusGus ......................................................................... Over
3 Bubbi Morthens.................................Blik augna þinna
4 Lady Gaga ..........................................The Edge Of Glory
5 A Friend In London ............................... New Tomorrow
6 Rihanna ............................................California King Bed
7 Aloe Blacc ................................................ I Need A Dollar
8 BlazRoca, Friðrik Dór og fleiri... .....Reykjavíkurnætur
9 Hvanndalsbræður ............................................. Ferðalag
10 Memfismafían & Valdimar ........Það styttir alltaf upp
Sæti Flytjandi Plata
1 Gus Gus ......................................................Arabian Horse
2 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig
3 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 55
4 FM Belfast ...................................... Don‘t Want To Sleep
5 Ýmsir ......................... Miklu meira veistu hver ég var?
6 Ýmsir .................................Sjómenn: Íslenskir við erum
7 Valdimar ............................................................Undraland
8 Magnús og Jóhann ................Ástin og lífið 1971-2011
9 Björk .....................................................................Gling gló
10 Ýmsir ......Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar: