Fréttablaðið - 30.06.2011, Qupperneq 62
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR46
bio@frettabladid.is
Urður Hákonardóttir, söngkona danssveit-
arinnar Gus gus, er vinsælasta söngkona
landsins um þessar mundir.
Þriðja myndin um Umbreyt-
ingana verður frumsýnd
um helgina en þetta á að
vera síðasta myndin í þrí-
leik Michaels Bay um vél-
rænu geimverurnar. Að
þessu sinni er allur heimur-
inn undir.
Transformers 3: Dark of the Moon
tekur upp þráðinn þar sem mynd
númer tvö, Revenge of the Fall-
en, skildi við hann. Sam Witwicky
og vélrænu vinirnir hans horfast
í augu við eitt erfiðasta verkefni
sitt fram að þessu þegar undarlegt
tæki finnst á tunglinu. Um er að
ræða Örkina, vél sem leiðtogi vél-
rænu geimveranna, Sentinel Prime,
bjargaði í miklu stríði milli Auto-
bots (góðu gæjarnir) og Deceptic-
ons (vondu vélarnar). En vélin fell-
ur í rangar hendur og Decepticons
ógna fljótlega öllu lífríki jarðar.
Michael Bay hefur lýst því yfir
að Dark of the Moon sé síðasta
myndin hans í þessum svokallaða
þríleik. Og það er vel skiljanlegt
að Bay vilji binda endahnútinn á
þennan kafla í lífi sínu því fram-
leiðslan hefur ekki gengið snurðu-
laust fyrir sig. Aðalstjarnan, Shia
LaBeouf, hefur ekki reynst auð-
veldur í samstarfi enda þjakað-
ur af stjörnustælum. Til að bæta
gráu ofan á svart neyddist Bay
til að reka aðalleikkonuna sína,
Megan Fox. Leikstjórinn á heiður-
inn af því að hafa uppgötvað Fox
og gert hana að eftirsóttasta kven-
kosti í blautum draumum unglings-
drengja. Fox launaði honum lamb-
ið gráa strax eftir fyrstu myndina
og talaði um hann sem þrælahald-
ara og hélt uppteknum hætti eftir
mynd númer tvö; þá ákvað Fox að
nota Hitlers-samlíkinguna sem fór
illa í meðframleiðanda myndanna,
Steven Spielberg, og hann krafðist
þess að Fox yrði látin fara. Og frú
Fox ætti að vita það núna að Spiel-
berg fær það sem hann biður um.
Rosie Huntington-Whiteley, ung
og óreynd undirfatafyrirsæta, var
fengin til að hlaupa í skarðið. „Hún
kann þetta hlutverk, að vera kyn-
þokkafull fyrir framan tökuvélarn-
ar,“ var það sem LaBeuof hafði um
mótleikkonu sína að segja.
Aðdáendur Transformers þurfa
ekki gráta sig í svefn þótt Bay hafi
lýst því yfir að þetta sé síðasta
myndin hans. Tvær fyrstu mynd-
irnar höluðu inn rúman einn og
hálfan milljarð Bandaríkjadollara
á heimsvísu í miðasölu og Brian
Goldner, forstjóri leikfangarisans
Hasbro sem hefur framleitt Trans-
formers-leikföngin í 25 ár, sagði í
samtali við fjölmiðla að hann von-
aðist til að Bay myndi endurskoða
ákvörðun sína. Þá ber auðvitað að
líta til þess að Hollywood er aldrei
spennt fyrir því að slátra gullkálf-
um sínum að nauðsynjalausu.
freyrgigja@frettabladid.is
Umbreytingar snúa aftur
Quentin Tarantino hefur klófest bæði
Leonardo DiCaprio og Jamie Foxx fyrir
kvikmynd sína Django Unchained.
Fréttir af myndinni eru frekar óljósar
en samkvæmt vefsíðunni contactmusic.
com er um að ræða vestra, innblásinn af
spagettívestranum Django eftir Sergio
Corbucci. „Mig hefur alltaf langað til að
gera mynd um svartasta blettinn á sögu
Bandaríkjanna; þrælahaldið. En ég vil
ekki gera það á dramatískan hátt held-
ur með því að notast við vestraformið,“
hafði Daily Telegraph eftir Tarantino
fyrir fjórum árum.
Og nú virðist þessi hugmynd Tar-
antinos ætla að verða að veruleika.
Foxx mun taka við hlutverkinu af
Will Smith sem var fyrst orðaður við
myndina en gaf það frá sér vegna anna
á öðrum vígstöðvum. Meðal annarra
leikara í myndinni má nefna Christoph
Waltz sem aðdáendur Tarantinos ættu að
muna eftir úr Inglourio-
us Basterds og Samuel
L. Jackson en hann er
fastagestur í kvik-
myndum Tarantinos
þegar slíkt á við.
Myndin segir
sögu þræls-
ins Djangos
sem hyggur
á hefndir er
hann sleppur
úr klóm kvalara síns.
Sá verður leikinn af
DiCaprio en Tarantino hefur einstakt lag
á að fá stjörnur til að snúa baki við fyrir-
fram ákveðinni ímynd. Di Caprio hefur
til að mynda ekki oft leikið ofbeldisfull
illmenni en í Django Un chained
leikur hann sadískan
plantekrubónda sem
kúgar þræla sína með
misk unnarlausu
ofbeldi. - fgg
Línurnar að skýrast hjá Tarantino
STÓRSKOTALIÐ Tar-
antino hefur klófest
bæði Leonardo
DiCaprio og Jamie
Foxx en þeir munu
leika aðalhlutverkin í kvikmynd-
inni Django Unchained.
NÝTT STRÍÐ Shia LaBeouf og Rosie Huntington-Whiteley í hlutverkum sínum í þriðju Transformers-myndinni. Hún er sögð vera sú
síðasta í þríleik Michaels Bay en enginn skyldi vanmeta ást Hollywood á gullkálfunum sínum.
Leikstjóranum Chris Nolan er
ákaflega annt um kvikmynd-
ir sínar og krefst algjörrar þag-
mælsku og trúnaðar frá starfs-
fólki sínu. Sir Michael Caine
fékk að bragða á þessari sérvisku
leikstjórans þegar hann missti
óvart út úr sér í blaðaviðtali að
tökur væru hafnar og hann
myndi áfram leika einka-
þjón Bruce Wayne, Alfred
Pennyworth.
„Ég fékk símtal strax
daginn eftir frá Nolan sem
spurði mig af hverju ég
hefði sagt þetta,“ segir
Caine í samtali við
breska blaðið Daily
Express. „Ég má bara
teljast heppinn að fá
að nefna titilinn á
myndinni í þessu við-
tali, The Dark Knight
Rises.“ Eins og fram
hefur komið í fjöl-
miðlum bregður Christian Bale sér
í svarta spandex-gallann á nýjan
leik til að lemja þrjótana í Gotham-
borg. Þetta verður hins vegar í síð-
asta sinn sem það gerist því bæði
hann og Nolan hafa lýst því yfir að
þetta sé þeirra síðasta framlag til
Leðurblökumyndanna.
Tom Hardy, Anne Hathaway og
Joseph Levitt-Gordon hafa bæst
í leikarahópinn en Hathaway
leikur hina seiðandi Kattarkonu.
Marion Cotillard og Matthew
Modine eru einnig ný í leik-
hópnum en ráðgert er
að myndin verði frum-
sýnd í júlí á næsta ári.
Caine skammaður
Í VONDUM MÁLUM
Michael Caine fékk
orð í eyra frá leikstjóra
Batman-myndarinnar
fyrir að hafa talað um
tökurnar í blaðaviðtali.
> COOPER Í BURTON-MYND
Alice Cooper gæti hugsanlega leik-
ið lítið hlutverk í kvikmynd Tims
Burton, Dark Shadows. Cooper gaf
þetta óbeint til kynna á heimasíðu
sinni sem ætti að skýra hvers vegna
Johnny Depp tók lagið með söngv-
aranum á tónleikum fyrir skemmstu.
En Depp leikur einmitt aðalhlutverk-
ið í Dark Shadows.
Denzel Washington er nú talinn lík-
legastur til að hreppa aðalhlutverkið
í kvikmyndinni The American Can
sem fjallar um fellibylinn Katrínu
og þær skelfilegu afleiðingar sem
hann hafði fyrir íbúa New Orleans.
Will Smith framleiðir myndina
og hugðist leika aðalhlutverkið en
hefur hætt við það sökum þess að
hann er á fullu að leika í kvikmynd-
inni One Thousand A.E. Washington
situr heima með handritið, skrifar
niður athugasemdir og spáir í spil-
in og þegar hann hefur skilað af sér
taka hann sjálfur og Sony-fyrirtæk-
ið ákvörðun um hvort Óskarsverð-
launahafinn sé rétti maðurinn.
Blökkumenn hafa átt erfitt með
að skilja hvers vegna íbúum New
Orleans var ekki komið fyrr til
bjargar þegar fellibylurinn fór yfir
borgina fyrir sex árum. Skemmd-
irnar voru gríðarlegar, borgin sjálf
nánast á kafi og stjórnvöld virt-
ust standa á gati gagnvart vandan-
um. Fjölmargir áhrifamenn innan
blökkumannasamfélagsins gagn-
rýndu þáverandi forseta Bandaríkj-
anna, George W. Bush, harðlega og
töldu að ekki hefði staðið á aðstoð-
inni ef þarna hefðu verið hvítir
Bandaríkjamenn í vandræðum.
American Can verður byggð á
sannsögulegum atburðum um her-
mann sem verndar hóp eldri borg-
ara, sem verður innlyksa á dvalar-
heimili sínu, fyrir þjófagengjum.
Það var ekki fyrr en íbúarnir voru
fluttir upp á þak að björgunarsveitir
komu þeim til bjargar.
Til liðs við Smith
SAMAN Will Smith vill fá Denzel
Washington til að leika aðalhlutverkið í
mynd sem hann framleiðir um eftirmála
fellibylsins Katrínar.