Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 30. júní 2011 P IP A R \T B W A -S ÍA Útsalan hefst í dag kl:16:00 30-70% afsláttur Barnafataverslunin Róló Glæsibæ Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook ZE B R A Tónleikar ★★★★ Afrocubism Eldborg í Hörpu 28. júní Eldborgarsalurinn var þéttset- inn þegar Afrocubism var kynnt á svið klukkan hálf tíu á þriðju- dagskvöldið. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan átta en seinkunin var að sögn vegna þrumuveðurs í London sem raskaði flugumferð. Tafir af þessu tagi eru alltaf hvim- leiðar fyrir alla, nema kannski veitingamenn í Hörpu sem fengu óvænt meira að gera. Það varð hins vegar strax ljóst þegar sveitin hóf leik sinn að þess- ir tónleikar yrðu alveg biðarinnar virði. Þrettán manns voru á svið- inu, sjö Kúbumenn og sex frá Malí. Hljómsveitarstjórinn og gítar- leikarinn Eliades Ochoa og Kasse Mady Diabaté sáu um sönginn en annars skiptust hlutverk í grunn- inn þannig að Kúbumennirnir sáu um ryþmann í bakgrunninum á meðan Malíbúarnir sýndu færni sína með sólóum í forgrunninum. Og þetta voru mikil tilþrif. Gít- arleikarinn Djelimady Tounkara fór á kostum og sýndi lítil þreytu- merki þrátt fyrir að hafa verið fimmtíu ár í bransanum. Lútuleik- arinn Bassekou Kouyate átti líka góða spretti og það sama má segja um sílófónleikarann Fode Lassana Diabaté og Baba Sissoko sem spil- aði á hefðbundin afrísk ásláttar- hljóðfæri, m.a. „talandi trommu“. Það var helst að manni fyndist stórstjarnan Toumani Diabaté hafa sig full lítið í frammi. Hann virtist þreytulegur en sýndi samt flott tilþrif á belghörpuna af og til. Afrocubism flutti lög af sam- nefndri plötu. Það kemur ekki á óvart að það er ennþá meiri upp- lifun að heyra og sjá þessa tónlist flutta á tónleikum. Samruni kúb- önsku og malísku tónlistarinnar kom mjög vel út. Mýktin og sveifl- an frá Kúbumönnunum er grunn- urinn í blöndunni, en svo bæta Malíbúarnir hljóðheimi gömlu afrísku hljóðfæranna ofan á og útkoman er bæði sérstök og sann- færandi. Mikið hefur verið talað um hljómburðinn í Hörpunni. Hann var fínn á þessum tónleikum, a.m.k. þar sem ég sat aftarlega í salnum. Maður heyrði vel í öllum hljóðfærunum. Stemningin á tón- leikunum var nokkuð góð en það er alltaf spurning þegar um svona dans og dillivæna tónlist er að ræða hvort það henti að hafa ein- göngu sæti. Sumir hefðu viljað hreyfa sig. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar og gaman að fá tæki- færi til að upplifa þessa snillinga í návígi. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Þrátt fyrir seinkun skilaði stjörnum prýdd sveit Afrocubism fínum tón- leikum í Eldborg á þriðjudagskvöldið. Heillandi heimstónlistarblanda SNILLINGAR Á SVIÐI Tónleikar Afrocubism í Hörpu voru vel heppnaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.